Birt þann 14. september 2017
Aðgengilegt á vef til 13. desember 2017

Meinsærið - Rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu

26.janúar 1976 voru fjórir saklausir menn handteknir grunaðir um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og sátu þeir í gæsluvarðhaldi í 90-105 daga. Þrjú ungmenni, Sævar Ciesielski, Erla Bolladóttir og Kristján Viðar Viðarsson voru sakfelld fyrir að bera þessa menn röngum sökum. Í þættinum er fjallað um tilurð hinna röngu sakargifta, hvernig þeim var framfylgt af lögreglu og hvernig upplifun fjórmenninganna var sem bornir voru röngum sökum og þeirra sem sakfelld voru fyrir meinsærið. Dagskrárgerð: Helga Arnardóttir og Jakob Halldórsson.