Birt þann 13. ágúst 2017
Aðgengilegt á vef til 12. september 2017

Donald Trump: Lærlingurinn á forsetastól - Donald Trump: The Apprentice President

Heimildarmynd um Donald Trump frambjóðanda Repúblikana til forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016. Síðan að hann tilkynnti framboð sitt hefur hann háð óvenjulega baráttu og ekki legið á öfgafullum skoðunum sínum heldur lofað róttækum aðgerðum verði hann kjörinn forseti. Þannig hefur herra Trump tekist að ná fjölda áhanganda sem ferðast þúsundir kílómetra til að styðja hann og hafa trú á að hann komi bandarískri millistétt til hjálpar komist hann til valda.