Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 16. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 16. apríl 2017

Morgunútvarpið - Músafaraldur, sundfatnaður í sundlaugum

Það geysar sannkallaður músafaraldur á höfuðbogarsvæðinu. Þessi litlu nagdýr sjást víða og hefur fólk í stórauknum mæli fundið þær á heimilum sínum. Einhverjir veitingastaðir hafa fengið til sín þessa óboðnu gesti og fram kom í fréttum RÚV um helgina að loka hafi þurft mötuneytum í Rimaskóla og Hlíðarskóla vegna músagangs. Guðmundur Óli Scheving, meindýraeyðir, spjallaði við okkur í þættinum. Aldrei hafa fleiri fjárfest í sprotafyrirtækjum á Íslandi en árið 2016. Sú staðreynd er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu Northstack um fjármögnun sprotafyrirtækja á Íslandi. Kristinn Árni Lár Hróbjartsson er meðal þeirra sem standa að baki skýrslunni, við ræddum við hann. Stúlku var vísað upp úr Jaðarsbakkalaug á Akranesi fyrir að vera ekki í sundtopp. Að hennar mati er um mismunun að ræða enda séu karlmenn iðulega í topp í sundlaugum landsins. En hvaða reglur gilda um fatnað í sundlaugum landsins? Við ræddum máli við Þórgný Thoroddsen formann ÍTR. Málskotið í umsjá Önnu Sigríðar Þráinsdóttur Handboltinn er að sjálfsögðu mál málanna í íþróttauppgjöri helgarinnar en íslenska landsliðinu gengur ekki sem skildi á HM í Frakklandi. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson var á línunni frá Frakklandi. Aftur af stað er endurhæfingarverkefni Ferðafélagsins og er sérstaklega hugsað fyrir þá sem vilja fara af stað í hreyfingu og útiveru eftir veikindi, slys, meiðsl eða langvarandi hreyfingarleysi. Hrafnhildur hitti Steinunni Leifsdóttur íþróttafræðing sem leiðir verkefnið og fékk hana með sér í göngu og spurði út í þetta verkefni.

Aðrir þættir

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið á Rás 2 - 18. ágúst 2017

07:30 Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni eftir að sendibíll ók á gangandi vegfarendur á Römblunni í Barcelona í gær. 13 manns létus og rúmlega eitt hundrað manns særðust...
Frumflutt: 18.08.2017
Aðgengilegt til 16.11.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið á Rás 2 - 17. ágúst 2017

07:15 Vel er sigið á seinni hluta sumars en bæjarhátíðir eru enn haldnar víða um land. Ein þeirra eru Blómstrandi dagar, þar sem Hvergerðingar hafa sett saman dagskrá sem samanstendur af...
Frumflutt: 17.08.2017
Aðgengilegt til 15.11.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið á Rás 2 - 16. ágúst 2017

Nýleg umfjöllun CBS sjónvarpsstöðvarinnar um fækkun fæðinga barna með Downs heilkenni á Íslandi vakti sterk viðbrögð um heim allan. Margir létu þung orð falla á samfélagsmiðlum í kjölfarið...
Frumflutt: 16.08.2017
Aðgengilegt til 14.11.2017

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Sigmar Guðmundsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Frumflutt: 15.08.2017
Aðgengilegt til 13.11.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið á Rás 2 - 14. ágúst 2017

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hafa síðustu daga átt í orðaskaki vegna fjármagns sem varið er til uppihald hælisleitenda fram að...
Frumflutt: 14.08.2017
Aðgengilegt til 12.11.2017