Birt þann 13. september 2017
Aðgengilegt á vef til 12. desember 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 13.september 2017

Gögn er varða mál allra sem fengið hafa uppreist æru frá 1995 verða birt á vef dómsmálaráðuneytisins, með takmörkunum, í samræmi við úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna kæru fréttastofu. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að raunverulegt viðbótarframlag til framhaldsskólana á árinu nemi samtals 81 milljón króna í fjárlagafrumvarpinu og til allra sjúkrahúsa landsins fari samtals 39 milljónir króna viðbótarframlag. Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að vanvirðing leiðtoga Tyrklands við lög og rétt útliloki aðild Tyrklands af Evrópusambandinu um ófyrirséða framtíð. Hann lagði til í árlegri stefnuræðu sinni á Evrópuþinginu í morgun að efnhagssamvinna Evrópursambandsríkjanna verði aukin . Bæjarfulltrúi í Fjallabyggð telur að það geti ógnað öryggi íbúa á Ólafsfirði að enginn sjúkrabíll sé í bænum. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar segir eðlilegt að enginn bíll sé þar, sjúkrabílarnir komi frá Siglufirði eða Dalvík. Umhverfisstofnun óttast ekki að möguleg glufa í lögum um veiðar á villtum dýrum verði til vandræða. Séu lögin túlkuð sem ein heild megi skilja réttan vilja löggjafans. Óvenjubjart stjörnuhrap, svokallaður vígahnöttur sást gærkvöld, þótt loftsteinninn sjálfur, hafi bara verið á stærð við golfkúlu. Veður: Norðan fimm til þrettán metrar, en þrettán til tuttugu austast. Súld eða dálítil rigning á norðaustur- og austurlandi og slydda til fjalla, en víða léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert þegar líður á daginn. Norðvestan og vestan fimm til fimmtán metrar á morgun, hvassast austast. Bjart með köflum. Hægari vestlæg átt annað kvöld og þykknar upp vestanlands. Hiti fimm til þrettán stig að deginum, hlýjast syðst.

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegifréttir20.09.2017

Staðfest er að minnst 248 fórust í öflugum jarðskjálfta sem skók Mexíkó í gær. Herinn hefur verið kallaður út til að aðstoða björgunarsveitir við að reyna að bjarga fólki úr rústunum...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017

Hádegisfréttir - Hádegifréttir20.09.2017

Staðfest er að minnst 248 fórust í öflugum jarðskjálfta sem skók Mexíkó í gær. Herinn hefur verið kallaður út til að aðstoða björgunarsveitir við að reyna að bjarga fólki úr rústunum...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfrettir 19. september 2017

Ekkert verður af 85 megawatta sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga sem skapa átti 400 störf. Fyrirtækið hefur sagt upp samningi við Faxaflóahafnir um lóð undir...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfrettir 19. september 2017

Ekkert verður af 85 megawatta sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga sem skapa átti 400 störf. Fyrirtækið hefur sagt upp samningi við Faxaflóahafnir um lóð undir...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfrettir 18. september 2017

Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands samþykkti í morgun þingrofsbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Forseti athugaði um helgina hvort grundvöllur væri fyrir myndun nýrrar...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017