Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 21. júlí 2015
Aðgengilegt á vef til 19. október 2015

Víðsjá - Ríkharður III í vefmyndavél

Webcam, Ríkharður III, myndlistargagnrýni og tónlistarhátíð í Reykholti í Víðsjá í dag. Ný íslensk kvikmynd er í sýningu um þessar myndir. Kvikmyndin sem ber heitið „Webcam“ er sjálfstætt fjármögnuð og unnin með óhefðbundnum hætti. Sigurður Anton, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er gestur Víðsjár í dag. Í þætti dagsins verður rætt við Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttur sem leikstýrði Ríkarði þriðja með nýstárlegum hætti fyrr á þessu ári. Myndlistargagnrýnandi Víðsjár, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, snýr aftur og mun fjalla um nýja sýningu. Einnig verður hugað að Reykholtshátíð og rætt verður við Sigurgeir Agnarsson, listrænan stjórnanda hátíðarinnar sem fram fer um næstu helgi.