Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 4. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 4. apríl 2017

Stefnumót - Agnes Anna Sigurðardóttir, eigandi bjórverksmiðjunnar Kalda

Agnes og eiginmaður hennar Ólafur Þröstur Ólafsson hafa rekið bruggverksmiðjuna Kalda á Árskógssandi í 10 ár. Í þættinum segir Agnes frá tilurð Kalda og hvernig það var að ráðast í þennan rekstur án nokkurrar kunnáttu um bjórgerð. Agnes ræðir líka um ástina, bjórböð sem fyrirtækið er að opna í vor og talar um fjölskylduna en Agnes varð móðir aðeins 13 ára gömul. Lögin í þættinum eftir Freymóð Jónsson frá Árskógsströnd; Blikandi haf í flytningi Sigurðar Jónssonar og Heimþrá í flutningi Ellýjar Vilhjálms. Umsjón: Snæfríður Ingadóttir

Aðrir þættir

Stefnumót

Margrét Blöndal fer á Stefnumót á mánudagsmorgnum klukkan 9.05 og hittir þá einn þessa heims og annan fyrir handan. Þekktir, minna þekktir og alveg óþekktir koma við sögu, öðlast...
Frumflutt: 14.08.2017
Aðgengilegt til 12.11.2017

Stefnumót - "...dimmblá augu, dökka lokka, dreyminn svip og yndisþokka"

Feðgarnir Jón Sigurðsson, Jón í bankanum og Trausti Jónsson verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg voru stefnumótagestir þessa þáttar. Jón samdi fjölda laga sem mörg hver eru meðal vinsælustu...
Frumflutt: 05.06.2017
Aðgengilegt til 03.09.2017

Stefnumót - Anna Hinriksdóttir og rómantíski afinn hennar, Bjarni Jónasson

Bjarni Jónasson kennari, sveitarhöfðingi og samvinnumaður í Húnaþingi varð hugfanginn af ungri stúlku, Önnu Sigurjónsdóttur og sendi henni fyrsta bónorðsbréfið árið 1920. Hann gafst ekki...
Frumflutt: 29.05.2017
Aðgengilegt til 27.08.2017

Stefnumót - Sigurður Demetz og Þór Jónsson

Stefnumót þessa þáttar er við Þór Jónsson almannatengill, ævisagnaritara og laganema og Sigurð Demetz Franzon óperusöngvara og söngkennara. Leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Þór mætti í...
Frumflutt: 22.05.2017
Aðgengilegt til 20.08.2017