Birt þann 12. ágúst 2017
Aðgengilegt á vef til 10. nóvember 2017

Sendur í sveit - 5. þáttur: Valdarás

Mikael Torfason rithöfundur var sendur í sveit á hverju sumri á níunda áratugnum. Í þáttaröðinni Sendur í sveit heimsækir hann sex sveitabæi sem hann dvaldi á sem barn. Hann endurnýjar kynni við ábúendur, fjallar um ástand sveitanna og segir sína eigin sögu. Í fimmta þætti af sex heimsækir Mikael bæinn Valdarás í Fitjárdal. Viðmælendur í þættinum: Ingvi Reynir Berndsen, Axel Rúnar Guðmundsson, Bogey Erna Benediktsdóttir og Hulda Fríða Berndsen.