Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 22. ágúst 2016
Aðgengilegt á vef til 20. nóvember 2016

Orð um bækur - Orð*um ljóð og sölu bóka íslenskra sem erlendra

Orð*um bækur 179. þáttur Í þættinum er að þessu sinni farið í bókabúð Pennans Eymundsson í Austurstræti og rætt við verslunarstjórann Rúnar Loga um bóksölu sumarsins og yfirhöfuð um árstíðabundna bóksölu. Einnig er rætt við umsjónarmann erlendra bóka en í Pennaum Eymundsson í Austurstræti er líklega falboðið mesta úrval erlendra bóka. Samtalið snýst ekki síst um það að nýir lesendur og bókaunnendur kaupa gjarnan bækur á ensku, einkum fantasíu seríur. Þá er rætt við ljóðskáldið Soffíu Láru sem hefur gefið út þrjár ljóðabækur, Höfuðmyrkur, Leið til himna og Fljúga hvítar kanínur. Soffía les þrjú ljóð úr bók númer tvö og eitt úr hvorri hinna: „Stjörnurnar sem snerust“, Reiða konan, „Ég er skotin í þér“. Úr bókinni Höfuðmyrkur: „Rákir af hlátri“ og úr Fljúga hvítar kanínur „Segðu satt“ . Þá er endurtekinn bútur úr umfjöllun um ljóðalestur og ljóðasamkomur listaskáldanna vondu árið 1975 og 1976. Steinunn Sigurðardóttir les tvö ljóð: „Í kirkjugarði“ úr ljóðabókinni Sífellur. Annars vegar er flutt upptaka frá árinu 1971 og hins vegar frá árinu 2013. Einnig flutt upptaka af YouTube með nóbelsskáldinu 1992, Derec Wallcott, upptakan frá 2010.