Birt þann 19. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 17. ágúst 2017

Morgunvaktin - Ólga innan Framsóknar

Morgunvaktin 19.maí hófst á hjali um blíðviðri á landinu og um nokkrar fréttir dagsins. Kínverjar hafa kynnt áform um risavaxið samgönguverkefni, nýja silkileið, sem ætlað er að tengja Kína um landveg og sjóleiðina öðrum heimshlutum. Markmiðið er að tryggja stöðu kínverska hagkerfisins í heimsviðskiptunum. Frumkvæðið að þessu átti Kínaforseti, Xi Jinping. Hann vonast til að verkefnið leysi úr læðingi efnahagskrafta, sem skapi forsendur fyrir nýrri þróun í heiminum og auki stöðugleika í alþjóðavæðingu heimsins. Sagt var frá þessum áformum Kínverja sem rædd voru á leiðtogafundi í Beijing. Forystusveit Framsóknarmanna heldur mikilvægan fund um helgina á nokkru ólguskeiði í flokknum. Búast má við að eitthvað gusti um sali á vorfundi miðstjórnarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson velti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni úr embætti flokksformanns og það er ekki gróið um heilt. Sigurður Ingi ræddi stöðu Framsóknarflokksins. Ferðafólki hér á landi fjölgaði um rúmlega helming á fyrsta ársfjórðungi, sem er töluvert meiri viðbót en á sama tíma í fyrra og hittiðfyrra. Kristján Sigurjónsson í frá Stokkhólmi sagði frá þessu og fleiru úr ferðaheiminum. Það er magnað að hverfa inn um dyrnar á húsi gömlu síldarverksmiðjunnar á Djúpavík á Ströndum, sem starfaði á árunum 1935 til 54. Þessi minnisvarði um uppgrip síldaráranna er magnaður fyrir margra hluta sakir og óhætt að segja að hún örvi ímyndaraflið. Nú hefur Rósa Sigrún Jónsdóttir sett þar upp á renniverkstæðinu mikla og litskrúðuga svelgi, sem gætu sogað til sín fjölmarga gesti sumar. Rósa Sigrún var föstudagsgestur Morgunvaktarinnar. Rætt var um þetta verk á Djúpavík, landið og listina. Rósa Sigrún Jónsdóttir er í senn afkastamikill listamaður og þrautreyndur leiðsögumaður.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Reykingar hafa verið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum í tíu ár.

Morgunvaktin mánudaginn 24. júlí 2017. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á spjalli við Sigrúnu Davíðsdóttur sem sagði tíðindi frá Bretlandi. Þingið er...
Frumflutt: 24.07.2017
Aðgengilegt til 22.10.2017

Morgunvaktin - Tyrkland á uppleið

Morgunvaktin 21.júlí hófst á góðviðrishjali og fréttaspjalli. Síðan lá leiðin norður í Ísafjarðardjúp. Ögurböllin eru sögð sérlega fjörug en þeim hefur verið slegið upp um árabil. Næsta...
Frumflutt: 21.07.2017
Aðgengilegt til 19.10.2017

Morgunvaktin - Leitin að frelsinu

Morgunvaktin 20. júlí hófst á góðviðrishjali og nokkrum fréttamolum. Herbie Hancock heldur tónleika í Hörpu í kvöld og var tónlist hans ráðandi í þættinum. Flutt var lagið Court and Spark...
Frumflutt: 20.07.2017
Aðgengilegt til 18.10.2017

Morgunvaktin - Þörf á átaki í fornleifaskráningu

Morgunvaktin 19.júlí hófst á spjalli um fréttir og veður. Því næst sagði Borgþór Arngrímsson fréttir frá Danmörku. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, sætir harðri gagnrýni fyrir að...
Frumflutt: 19.07.2017
Aðgengilegt til 17.10.2017

Morgunvaktin - Barátta fyrir betri kjörum

Morgunvaktin 18.júlí hófst á spjalli um stormviðvörun á Íslandi og veðrið á meginlandi Evrópu. Arthúr Björgvin Bollason ræddi stjórnmálalífið í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi,...
Frumflutt: 18.07.2017
Aðgengilegt til 16.10.2017