Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 19. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 17. ágúst 2017

Morgunvaktin - Ólga innan Framsóknar

Morgunvaktin 19.maí hófst á hjali um blíðviðri á landinu og um nokkrar fréttir dagsins. Kínverjar hafa kynnt áform um risavaxið samgönguverkefni, nýja silkileið, sem ætlað er að tengja Kína um landveg og sjóleiðina öðrum heimshlutum. Markmiðið er að tryggja stöðu kínverska hagkerfisins í heimsviðskiptunum. Frumkvæðið að þessu átti Kínaforseti, Xi Jinping. Hann vonast til að verkefnið leysi úr læðingi efnahagskrafta, sem skapi forsendur fyrir nýrri þróun í heiminum og auki stöðugleika í alþjóðavæðingu heimsins. Sagt var frá þessum áformum Kínverja sem rædd voru á leiðtogafundi í Beijing. Forystusveit Framsóknarmanna heldur mikilvægan fund um helgina á nokkru ólguskeiði í flokknum. Búast má við að eitthvað gusti um sali á vorfundi miðstjórnarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson velti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni úr embætti flokksformanns og það er ekki gróið um heilt. Sigurður Ingi ræddi stöðu Framsóknarflokksins. Ferðafólki hér á landi fjölgaði um rúmlega helming á fyrsta ársfjórðungi, sem er töluvert meiri viðbót en á sama tíma í fyrra og hittiðfyrra. Kristján Sigurjónsson í frá Stokkhólmi sagði frá þessu og fleiru úr ferðaheiminum. Það er magnað að hverfa inn um dyrnar á húsi gömlu síldarverksmiðjunnar á Djúpavík á Ströndum, sem starfaði á árunum 1935 til 54. Þessi minnisvarði um uppgrip síldaráranna er magnaður fyrir margra hluta sakir og óhætt að segja að hún örvi ímyndaraflið. Nú hefur Rósa Sigrún Jónsdóttir sett þar upp á renniverkstæðinu mikla og litskrúðuga svelgi, sem gætu sogað til sín fjölmarga gesti sumar. Rósa Sigrún var föstudagsgestur Morgunvaktarinnar. Rætt var um þetta verk á Djúpavík, landið og listina. Rósa Sigrún Jónsdóttir er í senn afkastamikill listamaður og þrautreyndur leiðsögumaður.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Ónýtt hús varpar skugga á starfsemi Orkuveitunnar

Morgunvaktin 26.september: Fögnuður fylgismanna þjóðernisflokksins „Kostur fyrir Þýskaland“ stóð eiginlega enn þegar einn af leiðtogum hans, Frauke Petry, tilkynnti öllum á blaðamannafundi...
Frumflutt: 26.09.2017
Aðgengilegt til 25.12.2017

Morgunvaktin - Lýðræðissinnaðir Þjóðverjar í áfalli

Morgunvaktin 25.september: Þjóðernissinnaður hægriflokkur hefur í fyrsta skipti frá stríðslokum fengið fulltrúa á þýska þjóðþinginu. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, er þó...
Frumflutt: 25.09.2017
Aðgengilegt til 24.12.2017

Morgunvaktin - Þýskaland - sagan og framtíðin

Morgunvaktin 22.september: Augnsamband er mikilvægt, að horfast í augu til að auka traust. Sagt var frá alþjóðlegu friðarátaki sem felst í því að fá ókunnugt fólk til að horfast í augu í...
Frumflutt: 22.09.2017
Aðgengilegt til 21.12.2017

Morgunvaktin - Japanar áhyggjufullir vegna eldflaugasendinga

Morgunvaktin 21.september: Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að tími viðræðna við Norður-Kóreumanna sé liðinn, þjóðir heims verði að herða aðgerðir til að knýja þá til að hætta...
Frumflutt: 21.09.2017
Aðgengilegt til 20.12.2017

Morgunvaktin - Tregða og vangeta í upplýsingamálum

Morgunvaktin 20.september: Þátturinn hófst á því að Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn sagði frá litlum áhuga á dönsku sveitarstjórnarkosningunum í nóvember. Þá ræddi hann framtak...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017