Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 12.janúar hófst á kuldalegu veðuryfirliti og spjalli um nýju ríkisstjórnina og tilvitnunum í blöðin. Melina Mercouri söng Ta Pediá tou Pireá eftir Manos Hadjidakis. Síðan var spjallað við Unni Brá Konráðsdóttur, alþingismann, sem stjórnarmeirihlutinn leggur til að verði forseti Alþingis. Unnur Brá ræddi vinnubrögðin á Alþingi, stöðu nýs stjórnarmeirihluta á þinginu og viðbrögð Sunnlendinga við ráðherravali. Þá fluttu Peter, Paul og Mary lagið Lemon Tree. Eftir fréttayfirlit ræddi Bogi Ágústsson heimsmálin: yfirheyrslur Bandaríkjaþings á útnefndum nýjum embættismönnum og ráðherraefnum, frönsk stjórnmál, fótboltann í Kína, FM-kerfið sem lagt hefur verið niður í Noregi, og að síðustu um stjórnmálaólguna sem nú er á Norður-Írlandi í kjölfar opinbers fjármálahneyslis.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Tímamót í Evrópupólitík

Morgunvaktin 30.mars hófst á fréttaspjalli, helst um niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahneykslið, þátttöku Hauck & Aufhäuser í einkavæðingu Búnaðarbankans. Stofnað...
Frumflutt: 30.03.2017
Aðgengilegt til 28.06.2017

Morgunvaktin - Leyndardómar heilans

Morgunvaktin hófst á fréttaspjalli. Svíar tilkynntu í gær að gæslan og vegabréfaskoðunin á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar haldi áfram, að minnsta kosti út sumarið. Hjá dönskum...
Frumflutt: 29.03.2017
Aðgengilegt til 27.06.2017

Morgunvaktin - Fasteignamarkaðurinn erfiðari en nokkru sinni áður

Morgunvaktin 28.mars hófst á spjalli um helstu fréttir dagsins. Síðan ræddi Freyr Eyjólfsson um kosningaslaginn í Frakklandi. Þar hafa nú mest fylgi Marine Le Pen og Emmanuel Macron. Búist...
Frumflutt: 28.03.2017
Aðgengilegt til 26.06.2017

Morgunvaktin - Brexit, íslensk stjórnmál og staða ferðaþjónustu

Morgunvaktin 27.mars hófst á fréttaspjalli. Formlegt úrsagnarferli Breta úr Evrópusambandinu hefst á miðvikudag þegar Theresa May, forsætisráðherra, afhendir úrsagnarbréf. Framundan eru...
Frumflutt: 27.03.2017
Aðgengilegt til 25.06.2017

Morgunvaktin - Kýr, pólitík, fótbolti, ferðalög og hönnun

Morgunvaktin 24.mars hófst á fréttaspjalli. Kúabændur koma saman í dag á Akureyri til aðalfundarstarfa. Fjallað verður um afkomu greinarinnar og horfur. Guðný Helga Björnsdóttir, kúabóndi...
Frumflutt: 24.03.2017
Aðgengilegt til 22.06.2017