Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 12.janúar hófst á kuldalegu veðuryfirliti og spjalli um nýju ríkisstjórnina og tilvitnunum í blöðin. Melina Mercouri söng Ta Pediá tou Pireá eftir Manos Hadjidakis. Síðan var spjallað við Unni Brá Konráðsdóttur, alþingismann, sem stjórnarmeirihlutinn leggur til að verði forseti Alþingis. Unnur Brá ræddi vinnubrögðin á Alþingi, stöðu nýs stjórnarmeirihluta á þinginu og viðbrögð Sunnlendinga við ráðherravali. Þá fluttu Peter, Paul og Mary lagið Lemon Tree. Eftir fréttayfirlit ræddi Bogi Ágústsson heimsmálin: yfirheyrslur Bandaríkjaþings á útnefndum nýjum embættismönnum og ráðherraefnum, frönsk stjórnmál, fótboltann í Kína, FM-kerfið sem lagt hefur verið niður í Noregi, og að síðustu um stjórnmálaólguna sem nú er á Norður-Írlandi í kjölfar opinbers fjármálahneyslis.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Morgunvaktin

Óðinn Jónsson, Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Frumflutt: 27.02.2017
Aðgengilegt til 28.05.2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 24.febrúar hófst á ítarlegu spjalli um vonda veðurspá og truflanir sem búast má við í samgöngum. Næst var rætt um þá ákvörðun IKEA á Íslandi að lækka enn vöruverð vegna...
Frumflutt: 24.02.2017
Aðgengilegt til 25.05.2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 23.febrúar hófst á spjalli um veður og fréttir dagsins. Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, sagði frá hugmyndum um sameiningu hreppsins við Hornafjörð og...
Frumflutt: 23.02.2017
Aðgengilegt til 24.05.2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 22.febrúar hófst á spjalli um vetrarveðrið og nokkrar fréttir dagsins. Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn sagði frá háum flugvallargjöldum á Kastrup, umferð um flugvöllinn og...
Frumflutt: 22.02.2017
Aðgengilegt til 23.05.2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 21.febrúar hófst á viðvörunum um hálku og lítið skyggni á vegum. Arthúr Björgvin Bollason í Þýskalandi sagði frá öryggisráðstefnunni í München, þar sem Mike Pence, varaforseti...
Frumflutt: 21.02.2017
Aðgengilegt til 22.05.2017