Birt þann 14. september 2017
Aðgengilegt á vef til 13. desember 2017

Mannlegi þátturinn - Sýningin Endurspeglun og þurfum við að fara aftur í bólusetningar?

Íslenskur maður sýktist nýlega af kíghósta af dóttur sinni sem hafði sýkst erlendis. Eftir að sýkingin hafði verið greind af lækni spurði læknirinn hann hvenær hann hefði verið síðast bólusettur fyrir kíghósta. Þessi spurning kom honum á óvart, þar sem hann hafði verið bólusettur sem barn og hélt að það nægði fyrir lífstíð. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækni kom í þáttinn og svaraði því hvort við þurfum að fara aftur í bólusetningu við kíghósta á fullorðinsárunum og ef svo er, eru fleiri bólusetningar sem við ættum að fá aftur seinna á ævinni þó að við höfum fengið þær sem börn? Ísabella Leifsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Borgarbókasafninu í Spönginni í dag. Sýningin ber heitið Endurspeglun og þar velt er upp spurningum um afleiðingar þess neyslusamfélags sem við lifum og hrærumst í. Ísabella Leifsdóttir vill með verkum sínum vekja athygli á ofgnóttinni í samfélagi okkar. Á sýningunni skoðar listakonan t.d. allt það dót sem börn fá og hrannast upp allt í kringum okkur og spyr: „Hvaða skilaboð erum við að senda þeim og hvers konar framtíð viljum við búa þeim? Erum við að byggja upp eða brjóta niður heiminn sem þau eiga að erfa?“ Við spjölluðum við Ísabellu í þættinum í dag.

Aðrir þættir

Mannlegi þátturinn - Agnes Wild, sögur ömmu hennar og RIFF

Leikhópurinn Miðnætti frumsýndi í samstarfi við Lost Watch Theatre, Á eigin fótum, nýja íslenska Bunraku brúðusýningu, í Tjarnarbíói síðastliðið vor. Sýningin fékk frábærar viðtökur og...
Frumflutt: 22.09.2017
Aðgengilegt til 21.12.2017

Mannlegi þátturinn - Snjöll undir stýri, framúrskarandi skólaumhverfi og Þóra Jónsdóttir

Ráðstefnan Framúrskarandi skólaumhverfi er haldinn næstkomandi máudag þar sem meðal annars verður spurt, hvað þarf til þess að skólarnir okkar verði framúrskarandi í samskiptum? Fjöldi...
Frumflutt: 21.09.2017
Aðgengilegt til 20.12.2017

Mannlegi þátturinn - Íbúar í miðbænum,Ernst Hemingway og Óðinsauga

Mannlegi þátturinn 20.sept 2017 Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir Á fundi stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur var rætt um þær takmarkanir sem gerðar...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017

Mannlegi þátturinn - Baldvin Z, Galdrar á Ströndum og Seiðlæti

MANNLEGI ÞÁTTURINN - ÞRIÐJUDAGINN 19.SEPT. - KYNNING Á EFNI Umsjónarmenn, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z, eða Baldvin...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Mannlegi þátturinn - Súrkál,Lesandinn og Bongó

Mannlegi þátturinn 18.sept 2017 Umsjón Guðrún Gunnars og Lísa Pálsdóttir Það hefur komið í ljós að sýrt grænmeti eins og td súrkál er óskaplega hollt fyrir okkur...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017