Birt þann 12. september 2017
Aðgengilegt á vef til 11. desember 2017

Lestin - Beck, Samantha Shay, egó, Rapp í Houston

Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um verkið „A Thousand Tongues“sem sýnt verður í Tjarnabíói dagana 29. september og 1. október næstkomandi. Sýningin er í senn tónleikar og leiksýning. Leikstjóri verksins er hin bandaríska Samantha Shay. Hún hefur unnið með breiðum hópi listamanna; handritshöfundinum José Rivera, tónlistarmönnum á borð við Jodie Landau, Sóleyju, Jófríði Ákadóttur og gjörningalistakonunni Marinu Abramovic. Samantha Shay hefur lengi verið heilluð af Íslandi, enda býr hún hér nú. Hún verður gestur lestarinnar í dag, og segir nánar frá verkinu, sem og sköpun sinni almennt. Öll höfum við heyrt um fellibylinn Harvey sem valdið hefur hamförum á eyjum í Karabía-hafinu og á suðausturströnd Bandaríkjanna. Houston, stærsta borg Texas-fylkis, hefur lent hroðalega í honum en margir flúðu þangað á sínum tíma undan fellibylnum Katrínu og þurfa margir nú því miður að flýja í annað sinn. Ein af ófyrirséðum afleiðingum þessa harmleiks snýr að UGK, goðsagnakenndustu rappsveit allra tíma í Houston. Þórður Ingi Jónsson skoðar rappsenu Houston-borgar í þætti dagsins. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallað verður um væntanlega hljómplötu bandaríska tónlistarmannsins Becks, Colors, sem væntanleg er í næsta mánuði. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson

Aðrir þættir

Lestin - Jim Jarmusch, Hitchcock, Daphne du Maurier, lygar

Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um tónlist í kvikmyndum bandaríska leikstjórans Jims Jarmusch en í gær fóru fram tónleikar í Barbican-listamiðstöðinni í Lundúnum sem helgaðir...
Frumflutt: 22.09.2017
Aðgengilegt til 21.12.2017

Lestin - Lido Pimienta, Mound Kimbie, Mother, It

Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um kvikmyndir og nýja tónlist. Breska rafdúóið Mount Kimbie sendi frá sér sína þriðju breiðskífu í síðustu viku. Nefnist hún Love What Survives...
Frumflutt: 21.09.2017
Aðgengilegt til 20.12.2017

Lestin - Sigurður Pálsson, Skugga-Sveinn

Lestin minnist í dag Sigurðar Pálssonar skálds sem andaðist eftir erfið veikindi í gær. Einnig verður í þættinum í dag hugað að vetrarlínu Geysis sem nefnist Skugga-Sveinn. Línan sækir...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017

Lestin - Nýdönsk, Kynusli, The Defenders

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Björn Jörund Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson, meðlimi í hljómsveitinni Nýdönsk, en á dögunum kom út tíunda hljóðversplata...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Lestin - Andlitsgreining, Paris Texas, RuGl, The Defenders

Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um gervigreind, nýja sjónvarpsþætti þar sem ofurhetjur koma við sögu og kvikmyndina Paris, Texas, eftir þýska kvikmyndaleikstjórann Wim Wenders...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017