Birt þann 14. september 2017
Aðgengilegt á vef til 13. desember 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 14.september 2017

Sveinn Gestur Tryggvason sem er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás í Mosfellsdal í byrjun sumars neitaði sök þegar ákæra gegn honum var þingfest í morgun. Fjármálaráðherra segir meginverkefni ríkisstjórnarinnar að varðveita góðan árangur í efnahagsmálum og stuðla að jafnvægi í ríkisrekstri. Þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld viðhalda fátækt aldraðra og öryrkja. Fjárlagafrumvarpið er mikil vonbrigði fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir forstjóri stofnunarinnar. Stjórnvöld standi ekki við yfirlýsingar um að efla heilsugæsluna. Sóttvarnarlæknir segir að taka verði með fyrirvara fréttum um að skæðasti flensufaraldur sögunnar verði í vetur. Hann segir Ísland eins vel undirbúið undir slæman faraldur og mögulegt sé. Félagsmálaráðherra segir það ólíðandi, að hér á landi séu óprúttnir atvinnurekendur sem byggi samkeppnisforskot sitt á því að brjóta á starfsmönnum sínum. Al-Kaída hryðjuverkasamtökin hvetja múslima hvarvetna í heiminum til þess að koma Rohingja-múslimum í Mjanmar til hjálpar og hefja aðgerðir til þess að stöðva ofsóknir hersins á hendur þeim. Veður: Norðvestan fimm til þrettán metrar og bjart með köflum, en tíu til átján austast og lítilsháttar væta norðaustantil í fyrstu. Dregur úr vindi og léttir til þegar líður á daginn. Hægari vestlæg átt í kvöld og þykknar upp vestanlands með vætu þar í nótt. Hiti fimm til fjórtán stig að deginum, hlýjast suðaustantil. Suðlæg átt fimm til þrettán metrar á morgun, hvassast um landið norðvestanvert, og víða dálítil rigning, en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnar í veðri.

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 22.september 2017

Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa orðið konu á fimmtugsaldri að bana í íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Lögregla telur að mennirnir eigi mismikla aðild að...
Frumflutt: 22.09.2017
Aðgengilegt til 21.12.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 22.september 2017

Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa orðið konu á fimmtugsaldri að bana í íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Lögregla telur að mennirnir eigi mismikla aðild að...
Frumflutt: 22.09.2017
Aðgengilegt til 21.12.2017

Hádegisfréttir - Hádegifréttir21.09.2017

Staðfest er að 237 hafi látist í Mexíkóborg og nágrenni í jarðskjálftanum í fyrradag. Björgunarveitir leita nú í rústum grunnskóla sem hrundi í skjálftanum en talið er að allt að 20 börn...
Frumflutt: 21.09.2017
Aðgengilegt til 20.12.2017

Hádegisfréttir - Hádegifréttir21.09.2017

Staðfest er að 237 hafi látist í Mexíkóborg og nágrenni í jarðskjálftanum í fyrradag. Björgunarveitir leita nú í rústum grunnskóla sem hrundi í skjálftanum en talið er að allt að 20 börn...
Frumflutt: 21.09.2017
Aðgengilegt til 20.12.2017

Hádegisfréttir - Hádegifréttir20.09.2017

Staðfest er að minnst 248 fórust í öflugum jarðskjálfta sem skók Mexíkó í gær. Herinn hefur verið kallaður út til að aðstoða björgunarsveitir við að reyna að bjarga fólki úr rústunum...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017