Birt þann 12. ágúst 2017
Aðgengilegt á vef til 10. nóvember 2017

Flakk - Flakkað um Smáíbúðahverfið í Reykjavík - þriðji þáttur

Farið í heimsókn í Rauðagerði í Reykjavík, gatan hét áður Hlíðarvegur, en byggðirnar voru á svokölluðum Sogablettum frá 1- 20. Tónlistarskóli FÍH er til húsa í gamla bænum Melavöllum sem þarna var um árabil og fram til loka stríðsins. Einnig farið í heimsókn í Grundargerðisgarðinn, sem er við Grundargerði Rætt er við Þórólf Jónsson garðyrkjustjóra Reykjavíkur um Grundargerðisgarðinn við Grundargerð. Rætt er við Geir Hjartarson fyrrv. rafvirkja en hann ólst upp á Melavöllum frá 5 ára aldri, hann rifjar upp gamla tíma og segir frá fyrri íbúum í götunni. Rætt er við Björn Árnason skólastjóra Tónlistarskóla FÍH og formann FÍH um sögur félgsins og sögu skólans og starf hans í dag. Rætt er við Geir Hjartarson öðru sinni og gengið í austur að Tunguvegi, sagt frá fyrri íbúum í Rauðagerði (Hlíðavegi eða Sogblettum). Leikir og alla vega brask rifjað upp. Umsjón: Lísa Pálsdóttir. Tæknimaður: Úlfhildur Eysteinsdóttir.