Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 4. apríl 2017

Af minnisstæðu fólki - Jón Baldvinsson

Jón fæddist 1882 og lést 1938. Hann var frá Strandseljum við Ísafjarðardjúp. Ungur var hann lengi á heimili Skúla Thoroddsen og Theodoru. Jón lærði prentiðn og var fulltrúi prentara á stofnþingi Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins 1916, en þetta voru sömu samtökin um langt skeið, fagleg og pólitísk baáttusamtök verkalýðsins. Jón var 1916 kjörinn forseti ASÍ og formaður Alþýðuflokksins og gegndi því hlutverki til æviloka, mikils metinn jafnt af samherjum sem pólitískum andstæðingum. Loks varð hann undir þegar Héðinn Valdimarsson beitti sér fyrir sameiningu Alþýðuflokksins við kommúnista í Sósíalistaflokknum, en henni var Jón mjög andvígur.