Birt þann 14. september 2017
Aðgengilegt á vef til 16. desember 2017

Á tónsviðinu - Sinfónía númer núll

Það er venja að gefa tónverkum númer og fara númerin oftast eftir því hvenær verkin koma fram á sjónarsviðið. Það er hins vegar afar sjaldgæft að tónverk hafi númerið núll. En það á við um eina af sinfóníum Bruckners, sinfóníu nr.0 í d-moll sem tónskáldið samdi árið 1869. Hún er stundum kölluð Núllta sinfónían. Einnig er leikinn lokaþáttur úr sinfóníu Bruckners nr.3. Um síðarnefndu sinfóníuna sagði Bruckner að hann hefði viljað sýna hvernig gleði og sorg vefjast saman í lífinu. Þannig skiptast á í lokaþætti verksins léttur polki og hátíðlegt sálmalag. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.