Málstefna

1. Almennt

Ríkisútvarpið skal samkvæmt lögum leggja rækt við íslenska tungu og menningu og hefur mikilvægu fræðslu- og uppeldishlutverki að gegna á þessu sviði.

Allt málfar í Ríkisútvarpinu á að vera til fyrirmyndar og allt sem frá því kemur á vandaðri íslensku.

Erlend orð sem ekki verður komist hjá að nota ber að laga að íslensku málkerfi eftir því sem fært þykir og góð venja býður.

Starfsmönnum Ríkisútvarpsins ber að kynna sér málstefnuna og haga störfum sínum í samræmi við hana.

 

2. Um einstök atriði

2.1 Vandað mál

Vandað mál er markvisst og felst í viðeigandi orðavali, réttum beygingum og eðlilegri orðskipan. Í framburði skal gætt að skýrri hljóðmótun, réttum áherslum og eðlilegu hljómfalli samfellds máls. Ritað mál á vefsíðu Ríkisútvarpsins, í textavarpi og skjátextum skal standast kröfur um réttritun og góðan frágang. Starfsmenn eiga að leggjast á eitt til að málfar sé til fyrirmyndar.

 2.2 Flutningur og ábyrgð á texta

Flytjendum dagskrárefnis ber að vanda framburð sinn og flutning á alla lund. Þeir eiga að gæta þess eftir mætti að málfar textans fullnægi kröfum um vandað og viðeigandi málfar. Málvillur eiga þeir að leiðrétta en mega ekki breyta málfari að öðru leyti án samráðs við ábyrgðarmann textans. Verkstjóra ber að sjá um að hlutaðeigandi starfsmaður dagskrár fái hið fyrsta upplýsingar um vangá sem hann hefur gert sig sekan um í þessu efni.

 2.3 Aðsent efni og auglýsingar

Aðsent efni og auglýsingar skulu fullnægja eðlilegum kröfum um málfar. Auglýsingar skulu almennt vera á íslensku en heimilt er að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar. Ef sérstök ástæða er til að hafa erlent tal í auglýsingum skal fylgja þýðing.

2.4 Erlent tal

Forðast skal útlent mál í efni sem samið er til flutnings í Ríkisútvarpinu en þegar ekki verður hjá því komist, svo sem í fréttum, viðtölum við útlendinga og svo framvegis, ber jafnan að flytja eða sýna íslenska þýðingu samtímis nema bein ástæða sé til annars, svo sem í beinni útsendingu.

 2.5 Talsetning

Sjónvarpsefni sem ætlað er börnum og unglingum sérstaklega skal flutt á íslensku eftir því sem kostur er.

 2.6 Táknmál og textun

Tekið skal mið af þörfum heyrnarlausra, heyrnarskertra og þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli með því að bjóða upp á táknmálsþýðingar og textun innlends sjónvarpsefnis eftir því sem kostur er.

 2.7 Sérnöfn úr erlendum málum

Sérnöfn úr erlendum málum ber að fara með í samræmi við góða íslenska málhefð. Ríki, lönd, borgir, héruð, höf, fljót, fjöll og annað slíkt skal nefna hefðbundnum íslenskum heitum ef þau eru til, svo sem Hjaltland (ekki Shetland), Kaupmannahöfn eða Höfn (ekki Köbenhavn Köben), Saxelfur (ekki Elbe Elba). Sé þessa ekki kostur ber að nota eftir því sem unnt er þau heiti sem íbúar viðkomandi landa tíðka sjálfir, svo sem Nuuk (ekki Godthåb), München (ekki Munich), Nice (ekki Nizza), Westfalen (ekki Westphalia). Sum íslensk heiti eru einkum bundin við fréttir og formlegt málsnið, svo sem Björgvin og Lundúnir. Samsvarandi erlend nöfn, Bergen og London, eru notuð í daglegu tali og eiga einnig rétt á sér, a.m.k. við óformlegar aðstæður.

 2.8 Erlend heiti

Heiti á útlendum mönnum skal fara með að hætti viðkomandi þjóðar eftir því sem unnt er nema íslensk hefð sé fyrir öðru eins og er um mörg heiti erlendra þjóðhöfðingja sem erfa ríki,  og heiti páfa. Heiti stofnana, hljómsveita, listaverka og þess háttar er rétt að íslenska þegar fært þykir, og gæta þá samræmis eftir því sem unnt er.

 2.9 Fræðsla

Ríkisútvarpinu ber stöðugt að gefa starfsmönnum sínum kost á að auðga íslenskukunnáttu sína og bæta málfar sitt og framsögn, bæði á námskeiðum og með einstaklingsfræðslu. Starfsmönnum er skylt að nýta sér slíka fræðslu ef málfarsráðunautur telur það nauðsynlegt. Málfarsráðunautur hefur umsjón með þessum málum.

 2.10 Málfarsráðgjöf

Málfarsráðunautur eða annar sérfróður maður á að vera starfsmönnum á öllum deildum til halds og trausts, meðal annars með það að lesa yfir handrit fyrir útsendingu eftir því sem unnt er.

 2.11 Viðeigandi málsnið

Þeir sem undirbúa og flytja dagskrárefni verða sífellt að hafa hlustendur eða áhorfendur í huga og leitast við að laga mál sitt að þeim. Eftirfarandi má hafa til viðmiðunar um málsnið:

 

Dagskrárefni

Málsnið

A. Upplestur á rituðum texta, sömdum með lesendur í huga (t.d. útvarpssögu).

 

 

 

Vandaður upplestur. Hlutverk lesarans að „lífga textann við“ og miðla honum til hlustenda. Kallar á markvissan undirbúning og æfingu.

 

B. Upplestur á rituðum texta, sömdum með hlustendur í huga (t.d. fréttum og undirbúnum pistlum).

Fremur formlegt talmál. Ríkulegur og viðeigandi orðaforði, beygingar, orðaröð og notkun fastra orðasambanda í samræmi við málhefð. Markviss efnistök. Sneitt hjá erlendum áhrifum, hikorðum, áhersluorðum og fornöfnum fyrstu og annarrar persónu. Upplestur gerður sem þægilegastur með greinarmerkjum, tengiorðum og hæfilega löngum málsgreinum. Traustvekjandi.

 

C. Tal án samfellds handrits en með annars konar undirbúningi, t.d. hjá umsjónarmönnum spjall- og dægurmálaþátta, spyrlum í viðtölum, þulum í hljóðstofu og stjórnendum umræðna.

 

Fremur óformlegt en yfirvegað talmál. Nálægð við hlustendur/áhorfendur. Sneitt hjá erlendum áhrifum og hikorðum. Blæbrigðaríkt.

 

 

D. „Undirbúningslaust“ tal, t.d. í beinum íþróttalýsingum og í sumum tegundum viðtala.

Óformlegt talmál. Skýrt.

 

2.12 Hjálpargögn

Starfsmenn Ríkisútvarpsins skulu hafa greiðan aðgang að orðabókum og helstu handbókum um íslenskt mál.

 

Kynnt og rætt á fundum með starfsmönnum Ríkisútvarpsins.

Samþykkt af útvarpsstjóra 5. febrúar 2010.


Hjálpargögn

Hér er yfirlit um nokkur rit og vefsíður sem gagnast íslenskum málnotendum (sjá nánar http://www.arnastofnun.is/id/1019491 og http://www.lexis.hi.is/ordabaekur_skra.html):

 

1. Orðabækur um íslensku

Íslensk orðabók. 2002. Mörður Árnason ritstj. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Edda, Reykjavík.

Íslensk orðsifjabók. 1989. Ásgeir Blöndal Magnússon ritstj. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Íslensk samheitaorðabók. 1985. Svavar Sigmundsson ritstj. Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur. Háskóli Íslands, Reykjavík.

Orðaheimur. Íslensk hugtakaorðabók með orða- og orðasambandaskrá. 2002. Jón Hilmar Jónsson ritstj. JPV forlag, Reykjavík. 

Orðalykill. 1987. I. Latnesk-íslenskur nafnalykill úr náttúrufræði. II. Ýmis fræðiorð. III. Landafræðiheiti. Árni Böðvarsson ritstj. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.

Orðastaður. Orðabók um íslenska málnotkun. 2001. Jón Hilmar Jónsson ritstj. 2. útg., aukin og endurskoðuð. JPV-útgáfa, Reykjavík. 

Réttritunarorðabók handa grunnskólum. 1989. Baldur Jónsson ritstj. Námsgagnastofnun og Íslensk málnefnd, Reykjavík.

Stafsetningarorðabók með skýringum. 1994. Halldór Halldórsson ritstj. 4. útg., aukin og endurskoðuð. Almenna bókafélagið, Reykjavík. 

 

2. Handbækur

Ari Páll Kristinsson. 1998. Handbók um málfar í talmiðlum. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Árni Böðvarsson. 1992. Íslenskt málfar. Almenna bókafélagið, Reykjavík.

Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson. 1966. Íslenzkir málshættir. Almenna bókafélagið, Reykjavík. 

Ellert Sigurbjörnsson. 1999. Mál og mynd. Leiðbeiningar um textagerð, þýðingar og málfar í sjónvarpi og öðrum myndmiðlum. Sjónvarpið, Reykjavík. 

Gísli Skúlason. 2001. Hagnýt skrif. Kennslubók í ritun. Mál og menning, Reykjavík.

Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson. 1988. Um þýðingar. Iðunn, Reykjavík.

Höskuldur Þráinsson. 1995. Handbók um málfræði. Námsgagnastofnun, Reykjavík.

Indriði Gíslason og Höskuldur Þráinsson. 1993. Handbók um íslenskan framburð. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, Reykjavík.

Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal. 2004 [1. útg. 1988]. Handbók um ritun og frágang. 8. útgáfa. Iðunn, Reykjavík.

Jón G. Friðjónsson. 1993. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki, uppruni, saga og notkun. Örn og Örlygur – bókaklúbbur hf., Reykjavík.

Jón G. Friðjónsson. 1997. Rætur málsins. Íslenska bókaútgáfan, Reykjavík.


3. Nokkrar íslensk-erlendar og erlend-íslenskar orðabækur

An Icelandic-English Dictionary. 1874 [1957]. Richard Cleasby og Guðbrandur Vigfússon ritstj. 2. útg. með viðauka eftir William A. Craigie. The Clarendon Press, Oxford. 

Dönsk-íslensk orðabók. 1992. Hrefna Arnalds og Ingibjörg Johannesen ritstj. Ísafold, Reykjavík.

Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi. 1984. Jóhann S. Hannesson ritstj. Örn og Örlygur, Reykjavík.

Ensk-íslensk skólaorðabók. 1986. Jón Skaptason o.fl. Örn og Örlygur, Reykjavík.

Frönsk-íslensk orðabók. 1995. Þór Stefánsson ritstj. Örn og Örlygur hf., Reykjavík.

Íslensk orðabók. Ijslands Woordenboek. Íslensk-hollensk/hollensk-íslensk með stuttu yfirliti yfir hollenska og íslenska málfræði. 1984. G.A. van der Toorn-Piebenga ritstj. Van Goor Zonen Amsterdam / Brussel.

Íslensk-ensk orðabók. 1989. Sverrir Hólmarsson, Christopher Sanders og John Tucker ritstj. Iðunn, Reykjavík.

Íslensk-dönsk orðabók. 1920-1924 [ljóspr. 1980]. Sigfús Blöndal ritstj. Íslensk-danskur orðabókarsjóður. Söluumboð: Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.

Íslensk-dönsk orðabók. Viðbætir. 1963 [ljóspr. 1981]. Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson ritstj. Íslensk-danskur orðabókarsjóður. Söluumboð: Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. 

Ítölsk-íslensk orðabók. 1999. Paolo Maria Turchi ritstj. Iðunn, Reykjavík.

Norsk-íslensk orðabók. 1995 [1987]. Hróbjartur Einarsson ritstj. Universitetsforlaget, Ósló.

[Íslensk-pólsk /] pólsk-íslensk orðabók. 2002. Stanisław J. Bartoszek ritstj. Wydawnictwo naukowe UAM, Poznań.

Rússnesk-íslensk orðabók. 1996. Helgi Haraldsson ritstj. Nesútgáfan, Reykjavík.

Sænsk-íslensk orðabók. 1982. Gösta Holm og Aðalsteinn Davíðsson ritstj. Almenna bókafélagið, Reykjavík.

 

4. Vefsíður

Orðabækur

Íslensk orðabók, ýmsar íslensk-erlendar og erlend-íslenskar orðabækur o.fl.: http://snara.is/

Beygingarlýsing íslensks nútímamáls: http://bin.arnastofnun.is/

Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans: http://www.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=innsl

Skrá um orðasambönd: http://www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_gagnasafn_ordasambond

Íslenskt orðanet (dæmi um notkun orða): http://www.ordanet.is/

 

Ritháttur

Auglýsing um íslenska stafsetningu: http://www3.hi.is/~eirikur/stafsreg.htm

Auglýsing um greinarmerkjasetningu: http://www.hi.is/~eirikur/greinreg.ht

Ritreglur: http://ismal.hi.is/Malfregnir_23_Ritreglur.pdf

Villuleitarforrit: http://vefur.puki.is/vefpuki/

 

Orða- og hugtakasöfn

Orðabanki Íslenskrar málstöðvar (íðorðasöfn): http://www.ismal.hi.is/ob/

Heiti landa, þjóða og höfuðstaða: http://www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_landaheitaskra

Hugtakasafn þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins: http://www.hugtakasafn.utn.stjr.is/

 

Fleira fróðlegt

Tungumál veraldar: http://www.ethnologue.com/

Framburðardæmi úr fjölmörgum málum: http://forvo.com/

Málfarsbanki Íslenskrar málstöðvar: http://www.ismal.hi.is/malfar/

Þættir Jóns G. Friðjónssonar um íslenskt mál: http://málfræði.is/pistlar.php

Athugum málið! Ábendingar Ara Páls Kristinssonar: http://www.ismal.hi.is/maltext.html