Laus störf

Vissir þú?

Ríkisútvarpið er ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Hlutverk Ríkisútvarpsins er að upplýsa, fræða og skemmta. Árlega miðlar starfsfólk Ríkisútvarpsins um 17.000 klukkustundum af fjölbreyttu dagskrárefni í útvarpi, um um 4.500 klukkustundum í sjónvarpi og um 60.000 færslum á vefnum. Við viljum að RÚV sé margtóna og fátt óviðkomandi. Vilt þú taka þátt í að gera þetta með okkur?

 

Sækja um starf Almenn umsókn Hér geta áhugasamir lagt inn almenna umsókn. Umsóknir eru geymdar í sex mánuði. Um leið og við þökkum þann áhuga sem þú sýnir RÚV með því að leggja inn almenna umsókn hvetjum við þig til að sækja um aftur ef þú rekst á atvinnuauglýsingu frá RÚV sem heillar. Gangi þér sem allra best!


Sækja um starf Handritaráðgjafi RÚV leitar að handritaráðgjafa
 
Vegna stóraukinnar áherslu á leikið efni leitar RÚV að liðsauka í hóp úrvals starfsfólks á skemmtilegum vinnustað. Við auglýsum eftir aðila í nýtt starf. Handritaráðgjafi mun gegna lykilhlutverki við ráðgjöf, verkefnaval og þróun leikins efnis hjá RÚV.
 
RÚV er fjölmiðill í almannaþágu með það hlutverk að upplýsa, fræða og skemmta. Undanfarið hefur RÚV stóraukið áherslur á leikið íslenskt efni, að segja mikilvægar sögur úr nærumhverfi okkar, sögur sem eiga erindi við íslenska sjónvarpsáhorfendur, stórar  sögur og smáar, frumlegar, spennandi, dramatískar, krefjandi, skemmtilegar, hjartnæmar, nærandi og gefandi.
 
STARFSSVIÐ
* Þróun, verkefnaval og gerð leikins efnis fyrir RÚV.
* Ráðgjöf  í vinnu við lestur og val á handritum sem berast.
* Ráðgjöf og þátttaka í þróun á handritum sem koma til meðframleiðslu eða framleiðslu á vegum RÚV.
* Þátttaka í stefnumörkun á leiknum verkefnum hjá RÚV og hugmyndavinna því tengd.
* Þátttaka í fagráði RÚV um leikið efni.
 
HÆFNISKRÖFUR
* Menntun í kvikmynda- og handritsgerð fyrir sjónvarp, kvikmyndir eða leikverk eða háskólamenntun sem nýtist í starfi.
* Reynsla af kvikmyndagerð, handritsskrifum eða vinnu við dagskrárgerð fyrir sjónvarp er kostur.
* Gott vald á íslenskri tungu og góð tungumálaþekking. 
* Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl nk.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps, skarphedinn.gudmundsson@ruv.is.

 
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.