Reykjavíkurborg

Menntamálastofnun skoðar Breiðholtsskóla

Menntamálastofnun metur hvort unnið verði ytra mat á Breiðholtsskóla vegna óánægju foreldra með skólastjórnendur. Forstjóri Menntamálastofnunar segir að tilmæli foreldra um matið séu tekin alvarlega.
25.09.2017 - 12:31

Hætta á saurgerlamengun á Kjalarnesi

Hætta er á að saurgerlamengun í sjó fari yfir viðmiðunarmörk á Kjalarnesi á meðan unnið er að gangsetningu og prófana á skólphreinsistöðinni þar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að vegna framkvæmdanna geti verið nauðsynlegt að losa...
22.09.2017 - 12:04

Borgin byggir fyrir 800 mkr í Öskjuhlíð

Reykjavíkurborg ætlar að láta byggja hitaveitutank og stjörnuver í Öskjuhlíð fyrir átta hundruð og fimmtíu milljónir króna. Stjörnuverið verður leigt út og ætlar borgin að fá byggingarkostnaðinn til baka á tólf árum. Tveir af núverandi...
20.09.2017 - 19:17

Borgarfulltrúum fjölgar í 23

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum í 23 á næsta kjörtímabili. Lögum samkvæmt verða borgarfulltrúar að vera á bilinu 23 til 31 eftir næstu kosningar. Fulltrúar meirihlutaflokkanna og Framsóknar og flugvallarvina...
19.09.2017 - 16:42

Borgin kaupir eitt elsta hús Reykjavíkur

Reykjavíkurborg ætlar að kaupa eitt elsta hús borgarinnar, við Aðalstræti 10, á 260 milljónir króna. Þar á að setja upp sýningu um sögu Reykjavíkur. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Þar var jafnframt samþykkt að bæta yfirbragð...
14.09.2017 - 16:06

Segja að göt í klöpp hafi myndast vegna hótels

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík sem veitti byggingarleyfi fyrir 5 hæða hóteli á lóðunum Vegamótastíg 7 og 9. Nefndin segir ákvörðun byggingarfulltrúans slíkum annmörkum háða að...
14.09.2017 - 12:32

Umferð um Kringlumýrarbraut gekk sinn vanagang

Ekki varð vart við stórvægilegar tafir á umferð um Kringlumýrarbraut í morgun þrátt fyrir að framkvæmdir væru hafnar sem óttast var að gætu sett umferðina úr skorðum. Þegar fréttamaður RÚV var á vettvangi klukkan átta gekk umferðin þar nokkurn...

Miklar tafir í tvær vikur

Miklar tafir verða á umferð um Kringlumýrarbraut í Reykjavík næstu tvær vikurnar. Einnig er útlit fyrir tafir í nágrenni hennar. Ástæðan er framkvæmdir við kaldavatnslögn á vegum Veitna, rétt sunnan við Miklubraut. Undirbúningur hefst í kvöld þegar...
11.09.2017 - 15:16

Funda um óánægju með stjórn Breiðholtsskóla

Foreldrar í Breiðholtsskóla ætla í næstu viku að funda um óánægju með stjórn skólans. Fram kom í fréttum RÚV í gærkvöld að hópur foreldra hafi leitað til umboðsmanns borgarbúa. Umkvartanir hópsins eru þær að ekki hafi verið brugðist rétt við...
08.09.2017 - 17:51

Yfir 350 starfs- og stýrihópar hjá borginni

Reykjavíkurborg hefur skipað 351 stýri- eða starfshóp í stjórnkerfinu á þessu kjörtímabili. Þetta kemur fram í svari borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem var lagt fram í borgarráði í gær.
08.09.2017 - 12:28

Samkeppni um þróun samgöngumiðstöðvar

Efnt verður til samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar á lóð umferðarmiðstöðvar BSÍ og á nærliggjandi svæði. Gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöðin taki við af Hlemmi sem helsta tímajöfnunarstöð Strætó, auk þess að vera endastöð...

Hafnar kröfu Vegagerðar um að borgin borgi

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir þung rök hníga að því að Sundabraut verði ótæk umhverfislega og síðri umferðarlega og skipulega ef sú leið verður farin sem Vegagerðin vill heldur en ef farin verður leiðin sem borgin leggur til....

Borgin brýtur á fötluðum manni: á bið í 10 ár

Reykjavíkurborg brýtur á rétti fatlaðs manns sem hefur beðið eftir sértæku húsnæði í tíu ár, þar af sex ár eftir að málaflokkurinn fluttist til sveitarfélaganna. Úrskurðarnefnd velferðarmála segir að afgreiðsla málsins hafi „dregist óhæfilega“ sem...
07.09.2017 - 10:03

Hver fylking með sína leið til rannsóknar

Kjörnir fulltrúar í Reykjavík leggja til fjórar leiðir til að rannsaka skemmdir á Orkuveituhúsinu og hvar ábyrgðin á þeim liggur. Tvær tillögur um rannsókn voru lagðar fram á borgarstjórnarfundi í gær en vísað til borgarráðs. Hver og ein fylking í...
06.09.2017 - 10:58

Tvö til þrjú símtöl á dag vegna framkvæmda

Að jafnaði berast símaveri Reykjavíkurborgar 2,5 símtöl á degi hverjum þar sem fólk kvartar yfir aðgengi við byggingarreiti og framkvæmdasvæði í borginni. Þetta segir í samantekt Skrifstofu reksturs og umhirðu borgarinnar sem lögð var fyrir...
04.09.2017 - 10:05