Popptónlist

Langspil á lengsta degi ársins

Ný plata frá Paunkholm og ný lög með Jóni Guðna Sigurðssyni, Pétri Úlfi, Golden Core, Godchilla, Ham, ROZU, Never2L8, Laser Life og Stjörnuálfi.
22.06.2017 - 16:58

Breytileg átt

Fullt af fínu stöffi í þætti kvöldsins sem verður frekar fullorðinslegur og mjög poppaður að þessu sinni. En það er sértaklega vegna þess að margir ráðsettir tónlistarmenn og hljómsveitir hafa sent frá sér nýtt efni að undanförnu.
21.06.2017 - 20:37

Alls konar huggulegheit

Boðið er upp á alls konar huggulegheit í tónlistinni á Rás 2 eftir miðnæti þegar Inn í nóttina fer í loftið. Íslensk og erlend tónlist frá ýmsum tímum, en allt úr rólegu deildinni að venju. Kl. 00:05.
21.06.2017 - 20:30

Milt í miðnætursólinni

Við förum vítt og breitt um ljúfar tónlistarlendur í þætti næturinnar og stingum niður fæti austan hafs og vestan og hér heima auðvitað eins og alltaf. Huggulegir tónar í miðnætursólinni - á Rás 2 kl. 00:05.
20.06.2017 - 20:30

Afrískar gyðjur í nútímapoppi

Yoruba-trúin er fyrirferðarmikil í hefðbundnum afrískum trúarbrögðum. Fólk af afrískum uppruna virðist sækja meira í trúna nú en áður og má vafalaust tengja uppganginn við vinsælar poppstjörnur á borð við Beyoncé og Princess Nokia en gyðjur Yoruba...
20.06.2017 - 14:38

Túngumál

Nýjasta breiðskífa Bubba Túngumál er plata vikunnar á Rás 2. Platan var gerð undir áhrifum tónlistar frá Suður-Ameríku, þangað sækir Bubbi til að finna andardrátt og hjarta tónlistarinnar.
19.06.2017 - 09:53

Dásamleg dimma

Ný lög frá Ívari Sigurbergssyni, Góðu kvöldi, Jónínu Björgu Magnúsdóttur, Eyþóri Rafni Gissurarsyni, Dan Van Dango, Rifi, Aroni Can, Rythmatik, Herberti Guðmundssyni, One Week Wonder, Reykjavíkurdætrum, Hatara, og Lonesome Duke. Ný plata frá Dimmu.
13.06.2017 - 15:23

Secret Solstice Schlager Special

Það er Streymi í kvöld á Rásinni og það verður hressandi upphitun fyrir Secret Solstice, tónlistarveisluna sem byrjar á morgun í Laugardalnum. Ég hef kosið að kalla þáttinn, Secret Solstice Schlager Special og ætla bara að spila bangerz.
14.06.2017 - 20:51

Rólegheit í rökkurró

Við fórum hægt og hljótt inn í nóttina að venju og áttum saman rólegheitastund á Rásinni eftir miðnættið. Tónlistin var íslensk og erlend í bland, en öll úr huggulegu deildinni að venju. Hér má hlusta og skoða lagalista.
14.06.2017 - 20:30

Eilíf ást

Sungið var um eilífa ást og fleira fallegt í síðasta þætti af Inn í nóttina. Hér má sjá lagalistann og hlusta.
14.06.2017 - 16:21

Næstum því of góð safnplata!

Ný plata með Krika, ný safnplata frá Lady Boy Records, og ný lög með Ingvari Valgeirssyni, Ívari Sigurbergssyni, Julian Civilian, Dynfara og Ástu Guðrúnardóttur.
08.06.2017 - 13:42

Snjókoma til fjalla

Kæru tónlistarunnendur það er Streymi í kvöld á Rásinni okkar og það verður heldur betur fægður saxafónn og blásið til tónlistarveislu. Boðið verður upp á nýtt og nýlegt frá: War On Drugs, Radiohead, Arcade Fire, Todd Terje, LCD Soundsystem, alt-J,...
07.06.2017 - 16:13

Fann ró í sveitinni

Tónlistarkonan Myrra Rós var gestur Huldu Geirs á Rás 2 í morgun þar sem þær ræddu lífið og tilveruna, myglaða húsið sem heillaði og vængjasmíð, svo eitthvað sé nefnt. Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni og skoða lagalistann, en viðtalið við Myrru...
05.06.2017 - 13:42

Skrattar og Dauðyfli

Tvær nýjar plötur, með Skröttum og Dauðyflunum, og ný lög með Drinnik, Tobolsk Catwalk Orchestra, Blóði, Mosa frænda, HAM, Skaða, TSS, Stefáni Elí, Atónal Blús, Elgi og Símoni Vestarr.
01.06.2017 - 13:40

Sgt Pepper's 50 ára í dag

Það er hálf öld liðin í dag frá útkomu hljómplötu Bítlanna, Sgt Pepper's Lonely Hearts Club Band. Platan er í svo mörgu tilliti stórvirki: útsetningarnar, flutningurinn, hugmyndaauðgin, upptökuvinnslan, plötuumslagið. Þetta var eitthvað alveg...
01.06.2017 - 14:04