Popptónlist

Siglt á vit næturinnar

Við siglum á vit næturinnar á Rás 2 eftir miðnætti og í gær kom báturinn víða við enda tónlistin úr öllum áttum, en öll af hugljúfu sortinni. Hér má hlusta og skoða lagalista.
23.02.2017 - 10:59

Ljúflingslagalistinn frá þriðjudegi

Ljúfu lögin voru á sínum stað eftir miðnætti aðfaranótt miðvikudags og hér má sjá lagalistann og hlusta.
23.02.2017 - 10:53

Jonathan Wilson í Kaldalóni

Í þættinum Konsert í kvöld heyrum við tónleika bandaríska tónlistarmannisns Jonathans Wilson sem fóru fram í Kaldalóni í Hörpu 25. nóvember 2013.
23.02.2017 - 08:37

Bowie uppskar tvenn Brit-verðlaun

David heitinn Bowie átti sviðið á Brit-tónlistarverðlaunahátíðinni, sem fram fór í Lundúnum í gærkvöld. Hann var valinn besti breski söngvari nýliðins ár og plata hans, Blackstar, var valin besta, breska platan. Sonur Bowies, kvikmyndaleikstjórinn...
23.02.2017 - 03:02

Líklegt til vinsælda 2017

Nú eru langflestir spekingar internetsins búnir kíkja í kaffibollana sína til að sjá og senda frá sér spá um hvaða bönd eigi eftir að slá í gegn á árinu 2017. Ég hef tekið saman niðurstöðurnar og sett saman playlista fyrir Streymi kvöldsins.
22.02.2017 - 15:34

Til hamingju með daginn, konur

Á konudaginn er þátturinn að sjálfsögðu tileinkaður íslenskum konum með alls konar lögum sem fjalla um konur, eru samin til kvenna og svo framvegis. Innilega til hamingju með daginn, konur.
19.02.2017 - 17:40

Confetti, bros og dramatík eldri pilta

Í þessu Rokklandi er fjallað um Sónar 2017, Fatboy Slim, tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna, plötuútgáfuna Alda music og svo CSN&Y sem hafa staðið í sólskini og rigningu, sundur og saman í næstum hálfa öld.

Ofursmellir úr ýmsum áttum

Löðrið í dag var blanda af ofursmellum úr ýmsum áttum og hlustendur völdu að venju stóran hluta. Geirmundur, Ozzy, Madonna, Little Richard - nefndu það! Eintómar hetjur og hörkustuð. Sófakartaflan, ofursmellurinn og viðburðir helgarinnar, allt á...
18.02.2017 - 19:38

Gítarsmiðurinn Gunnar og Rory Gallagher

Gestur Füzz í kvöld er Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður. Hann er tónlistaráhugamaður og gítarleikari en kannski fyrst og fremst þekktur sem frábær gítarsmiður.
17.02.2017 - 18:54

São Paulo - Freetown - Reykjavík

Í Konsert kvöldsins förum við á Womex tónlistarhátíðina sem fór fram í Santiago de Compostela á Spáni í október sl. og heyrum upptökur þaðan með Bixiga 70 frá São Paulo í Brasilíu og síðan Kondi Band frá Sierra Leone. Að lokum er svo boðið upp á...
16.02.2017 - 21:30

Tunglið, tunglið taktu mig

Hugsanlega flugu einhverjir til tunglsins í huganum í nótt þegar ljúfu lögin flæddu yfir Rásina. Hér má hlusta og skoða lagalistann.
15.02.2017 - 20:30

Æskan er dauð!

Það er allt að fara til fjandans og til að halda upp á það verður Streymi kvöldsins óhemju hresst í kvöld. Boðið verður upp á tónlist úr ýmsum áttum og hnitmiðaðar kynningar en engar pizzur og bíómiða.
15.02.2017 - 18:51

Alltaf rómó eftir miðnætti

Það þarf ekki Valentínusardag til svo að rómantíkin sé allsráðandi á leið okkar inn í nóttina. Fullt af huggulegum ástarlögum og öðrum ljúflingstónum í þætti næturinnar sem hefst kl. 00:05.
14.02.2017 - 20:30

Al Jarreau látinn

Tónlistarmaðurinn Al Jarreau, sjöfaldur Grammyverðlaunahafi í þremur flokkum tónlistar, er látinn, 76 ára að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp, en hann var á sjúkrahúsi í Los Angeles þegar hann lést, þar sem hann naut aðhlynningar vegna...
12.02.2017 - 23:20

Hjartað mitt litla

Í þætti dagsins verður áfram sungið um hjartans mál eins og í þeim síðasta en að þessu sinni eru það allt erlend lög. Það er von á frábærum slögurum sem allir þekkja sem fjalla á fjölbreyttan hátt um hjartað, ást, ástarsorg og fleira.
12.02.2017 - 13:47