Ólympíuleikar

Rússum fjölgar á Ólympíuleikunum

Rússnesku íþróttafólki í blaki, þríþraut og skylmingum hefur verið veitt heimild til þátttöku í Ólympíuleikunum sem hefjast í næstu viku. Tíu alþjóðleg sérsambönd eiga enn eftir að ákveða hvort rússnesku íþróttafólki í viðkomandi greinum verði...
27.07.2016 - 12:03

Rússar á ÓL - þrír bætast á bannlistann

Þrír Rússar hafa bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem verður meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum sem hefjast í Ríó 5. ágúst.
26.07.2016 - 13:27

Sjö rússneskir sundmenn bannaðir frá ÓL

FINA, Alþjóða sundsambandið hefur tekið ákvörðun um að meina sjö rússneskum sundmönnum þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í byrjun ágúst.
25.07.2016 - 22:39

Myndskeið frá Ríó - „óboðlegt“ segja Danir

Sjónvarpsstöðin TV2 í Danmörku hefur birt ótrúlegt myndband af aðstöðu sem starfshóp danska Ólympíuhópsins er boðið upp á í Ríó í Brasilíu en Ólympíuleikar hefjast þar 5. ágúst.

Ástralar neita að flytja inn í Ólympíuþorpið

Fararstjóri ástralska Ólympíuhópsins gagnrýnir harkalega aðbúnað í Ólympíuþorpinu í Ríó en Ólympíuleikarnir hefjast þar í borg 5. ágúst.
25.07.2016 - 11:04

WADA ósátt við ákvörðun Alþjóðaólympíunefndar

Stjórn alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, er vonsvikin með ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar að leyfa rússneskum íþróttamönnum að taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í næsta mánuði. WADA segist þó virða ákvörðun ólympíunefndarinnar.

Fleiri Íslendingar á Ólympíuleikana?

Átta Íslendingar tryggðu sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu sem hefjast 5. ágúst. Það gæti hins vegar fjölgað í þeim hópi verði Rússum alfarið meinuð þátttaka í leikunum.
21.07.2016 - 14:49

Lyfjamisnotkun Rússa á vitorði yfirvalda

Í dag var kynnt niðurstaða óháðrar rannsóknarnefndar sem WADA, Alþjóða lyfjaeftirlitið skipaði til að fara betur ofan í kjölinn á lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna á síðustu árum. Richard McLaren sem hefur verið yfir nefndinni kynnti...
18.07.2016 - 15:57

Danir án Anders Eggerts

Guðmundur Guðmundsson og lærissveinar hans í danska karlalandsliðinu í handbolta verða án eins af sínum sterkustu mönnum á Ólympíuleikunum í Ríó.
14.07.2016 - 08:20

Fámennasti flokkur Íslands á ÓL síðan 1968

Útlit er fyrir að Ísland muni eiga 8 keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro sem hefjast 5. ágúst. Það eru talsvert færri keppendur en í London 2012 þegar Ísland átti 27 fulltrúa, þar af voru 14 þeirra í handboltaliðinu. Þetta verður ef að...

Íslendingar á ÓL í London 2012 (Myndskeið)

Í dag eru aðeins 23 dagar þar til sumarólympíuleikarnir í Ríó de Janeiro í Brasilíu verða settir. Alls hafa átta íslenskir íþróttamenn tryggt sér keppnisrétt á leikunum. Þrír sundmenn, þrír frjálsíþróttamenn, einn júdómaður og ein fimleikakona....

Mánuður í Ólympíuleikana

Í dag er akkúrat mánuður þar til Ólympíuleikarnir í Ríó de Janeiro í Brasilíu verða settir. Þeir verða settir með pompi og prakt að kvöldi 5. ágúst á Maracana leikvanginum í Ríó.

Phelps á fimmtu Ólympíuleikana

Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps verður á meðal keppenda í 200 metra flugsundi á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiró í ágúst. Þar með verður hann fyrstur Bandaríkjamanna til að keppa á fimm Ólympíuleikum fyrir land sitt. Phelps sigraði í 200 m...

Rory McIlroy keppir ekki í Ríó

Írski kylfingurinn Rory McIlroy ætlar ekki að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó vegna ótta við Zika vírusinn.
22.06.2016 - 18:27

Engir Rússar í Ríó?

Svo gæti farið að engir rússneskir íþróttamenn fái að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Þýska tímaritið Der Spiegel greinir frá þessu og vísar í ónafngreinda heimildamenn úr röðum þátttakenda á árlegum fundi margra æðstu manna í...
18.06.2016 - 23:36