Ólympíuleikar

Þessir Íslendingar eru komnir á Ólympíuleikana

Alls hafa sex Íslendingar tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í Ríó í Brasilíu 5.-21. ágúst næstkomandi. Ekki er þó útilokað að fleiri eigi eftir að komast inn.
03.05.2016 - 13:22

Þungur róður fyrir Kára Stein

Kári Steinn Karlsson langhlaupari náði ekki ólympíulágmarki í Düsseldorf maraþoninu sem fram fór þann 24.apríl. Kári segir að róðurinn sé vissulega orðinn þungur.
02.05.2016 - 16:24

Tókýó þurfti að skipta um merki fyrir ÓL 2020

Undirbúningsnefnd sumarólympíuleikanna sem haldnir verða í Tókýóborg í Japan árið 2020 kynntu í morgun ný merki leikanna sem og merki Ólympíumóts fatlaðra. Merkin koma í stað einkennismerkisins sem upphaflega var lagt upp með að nota, en var skipt...
25.04.2016 - 10:35

Myndskeið: Ólympíueldurinn kveiktur

Ólympíueldurinn fyrir sumarólympíuleikana í Ríó de Janeiro sem verða settir í Brasilíu 5. ágúst var í dag kveiktur samkvæmt fornri hefð í borginni Ólympíu í Grikklandi. Ólympíuleikar til forna fóru fram í borginni en lögðust svo af í nokkur hundruð...
21.04.2016 - 11:01

Neymar keppir á Ólympíuleikunum

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur samþykkt að Neymar fái að spila með brasilíska landsliðinu á Ólympíuleikunum sem verða haldnir í Ríó de Janeiro í heimalandi Neymars í ágúst.
21.04.2016 - 09:56

Keppir 41 árs í fimleikum á ÓL í Ríó

Fimleikakonan Oksana Chusovitina var ein þeirra sem vann sér þátttökurétt í áhaldafimleikakeppni Ólympíuleikanna í Ríó de Janeiro í Brasilíu á sunnudagskvöld. Hún mun keppa fyrir Úsbekistan. Þetta væri svosem ekki frásögu færandi nema fyrir þær...
20.04.2016 - 14:09

Björndalen hættir við að hætta

Norska skíðaskotfimigoðsögnin, Ole Einar Björndalen, er ekkert á þeim buxunum að hætta keppni, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað í fortíðinni. Hinn 42 ára gamli áttfaldi Ólympíumeistari stefnir nú á sjöundu Ólympíuleikana.
06.04.2016 - 15:45

Þormóður tapaði glímu um brons

Þormóður Árni Jónsson keppti um bronsverðlaun á sterku alþjóðlegu móti í júdó í Marokkó í gær. Þormóður vinnur að kappi að sæti á Ólympíuleikunum í sumar.
14.03.2016 - 09:20

Kraftaverkið á ísnum

Í dag eru slétt 36 ár frá því sem síðar varð þekkt sem Kraftaverkið á ísnum. Sports Illustrated valdi sigur Bandaríkjanna á Sovétríkjunum á Vetrarólympíuleikunum árið 1980 sem stærsta augnablik íþróttasögu Bandaríkjanna á 20. öldinni.
22.02.2016 - 14:57

Óvænt dauðsfall fyrrverandi yfirmanns RUSADA

Fyrrverandi yfirmaður rússneska lyfjaeftirlitsins, RUSADA, sem hætti vegna lyfjahneykslisins í rússneskum frjálsíþróttum, lést í gær, 52 ára að aldri. Tveir fyrrverandi háttsettir meðlimir eftirlitsins hafa nú látið lífið á síðustu tveimur vikum.
15.02.2016 - 19:43

Hope Solo hreyfði við Ólympíunefndinni

Bandaríska Ólympíunefndin ætlar að ráða tvo sérfræðinga í smitsjúkdómum til ráðgjafastarfa vegna Zika-veirunnar sem herjar á Brasilíu en Ólympíuleikarnir fara fram í Ríó í ágúst. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af ummælum Hope Solo, markvarðar...
11.02.2016 - 11:02

ÍSÍ óttast ekki Zika-veiruna á Ólympíuleikunum

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ekki áhyggjur af Zika-veirunni sem hefur geisað í Brasilíu þar sem Ólympíuleikarnir verða í ágúst. Aðalfararstjóri ÍSÍ segir þó að heilbrigðismál fyrir leikana skipti miklu máli og ÍSÍ fylgist vel með gangi...
10.02.2016 - 08:52

Hálft ár í Ólympíuleikana í Ríó

Í dag er slétt hálft ár í að 31. Sumarólympíuleikarnir verði settir á Maracana-leikvanginum í Ríó de Janeiro. Mikil leynd hvílir yfir setningarathöfninni sjálfri og hafa skipuleggjendur þurft að kljást við hin ýmsu vandamál í aðdraganda leikanna.
05.02.2016 - 16:14

Vanessa-Mae fær að kalla sig Ólympíufara

Breski fiðluleikarinn Vanessa-Mae getur haldið áfram að kalla sig Ólympíufara eftir að Alþjóða Ólympíunefndin, IOC ákvað að árangur hennar í stórsvigi á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi 2014 yrði ekki þurrkaður út. Vanessa-Mae var dæmd í...
04.01.2016 - 07:52

Verður brimbrettareið Ólympíugrein?

Brimbrettareið, hjólabretti, klifur, karate og hafnabolti eru þær fimm íþróttagreinar sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Tókíó árið 2020 leggja til að verði keppnisgreinar á leikunum.
28.09.2015 - 11:36