Ólympíuleikar

Phelps á fimmtu Ólympíuleikana

Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps verður á meðal keppenda í 200 metra flugsundi á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiró í ágúst. Þar með verður hann fyrstur Bandaríkjamanna til að keppa á fimm Ólympíuleikum fyrir land sitt. Phelps sigraði í 200 m...
30.06.2016 - 03:14

Rory McIlroy keppir ekki í Ríó

Írski kylfingurinn Rory McIlroy ætlar ekki að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó vegna ótta við Zika vírusinn.
22.06.2016 - 18:27

Engir Rússar í Ríó?

Svo gæti farið að engir rússneskir íþróttamenn fái að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Þýska tímaritið Der Spiegel greinir frá þessu og vísar í ónafngreinda heimildamenn úr röðum þátttakenda á árlegum fundi margra æðstu manna í...
18.06.2016 - 23:36

Pútín fordæmir áframhaldandi bann íþróttafólks

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, segir það bæði óréttlátt og ósanngjarnt að rússnesku frjálsíþróttafólki skuli áfram meinuð þátttaka á alþjóðlegum mótum, þar með töldum ólympíuleikunum í Ríó. Alþjóðasambandið setti allt frjálsíþróttafólk sem keppir...
18.06.2016 - 01:45

Þríburar keppa í maraþoni í Ríó

Systurnar Leila, Liina og Lily Luik munu brjóta í blað í sögu ólympíuleikanna þegar þær mæta til leiks í Ríó í næsta mánuði. Þær systur, sem eru frá Eistlandi, eru nefnilega þríburar, og eru allar skráðar þátttakendur í maraþonhlaupinu. Reuters...
05.06.2016 - 04:19

Atvinnumenn í hnefaleikum á ÓL í Ríó

Atvinnuhnefaleikamenn mega keppa á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. 88 aðildarsambönd alþjóðahnefaleikasambandsins (AIBA) kusu um reglubreytingartillögu þess efnis á þingi sambandsins í Sviss í morgun. 84 samþykktu en fjórir sátu hjá.
01.06.2016 - 10:40

Ísland með á ÓL þrátt fyrir Zika

Eitt hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn hvetja til þess í opnu bréfi til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að Ólympíuleikunum í sumar verði seinkað eða þeir fluttir. Ástæðan er Zika-veiran sem breiðst hefur hratt út í Brasilíu. Stofnunin telur...
28.05.2016 - 12:32

23 ný lyfjamál komin upp frá ÓL 2012

Alþjóðaólympíunefndin tilkynnti í dag að endurprófanir á lyfjasýnum íþróttafólks frá Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir fjórum árum hefðu leitt í ljós 23 ný tilfelli þess efnis að íþróttamenn á leikunum neyttu ólöglegra lyfja. 265 lyfjasýni voru...
27.05.2016 - 12:18

4 milljónir miða seldar

Skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Ríó í sumar hefur tilkynnt að 2/3 þeirra miða sem í boði eru á leikana séu seldir. Enn er hægt að fá miða á suma stærstu viðburðanna.
25.05.2016 - 09:42

Ólympíumeistari hugsanlega sviptur verðlaunum

Rússneska ólympíusambandið staðfesti í dag að 14 af 31 keppanda sem væru grunaðir um notkun ólöglegra lyfja á Ólympíuleikunum 2008 í Peking kæmu frá Rússlandi.
24.05.2016 - 19:38

31 fallinn í endurlyfjaprófunum frá ÓL 2008

Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, upplýsti í dag að 31 íþróttamaður hefði fallið á lyfjaprófi í kjölfar endurprófana á sýnum sem tekin voru á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
17.05.2016 - 16:18

Rannsaka greiðslur vegna Ólympíuleikanna 2020

Yfirvöld í Singapúr og Japan hafa boðið frönskum yfirvöldum aðstoð við rannsókn á dularfullum peningagreiðslum sem gætu tengst framboði Japans vegna Ólympíuleikanna 2020. Papa Missata Diack, sonur Lamine Diacks, fyrrverandi forseta Alþjóða...
13.05.2016 - 09:34

Íslensk boðsundssveit reynir að komast á ÓL

Svo gæti farið að aðra sumarólympíuleikana í röð myndi Ísland ná inn boðsundsveit á Ólympíuleika. Það ræðst af árangri kvennasveitar Íslands í 4x100 m fjórsundi á Evrópumótinu í London um aðra helgi, en sundkeppni EM í London hefst núna á mánudag.
12.05.2016 - 08:54

Þessir Íslendingar eru komnir á Ólympíuleikana

Alls hafa sex Íslendingar tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í Ríó í Brasilíu 5.-21. ágúst næstkomandi. Ekki er þó útilokað að fleiri eigi eftir að komast inn.
03.05.2016 - 13:22

Þungur róður fyrir Kára Stein

Kári Steinn Karlsson langhlaupari náði ekki ólympíulágmarki í Düsseldorf maraþoninu sem fram fór þann 24.apríl. Kári segir að róðurinn sé vissulega orðinn þungur.
02.05.2016 - 16:24