Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 13. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 13. ágúst 2017

Útvarpsleikhúsið: Lífshætta

Útvarpsleikrit eftir Þóreyju Sigþórsdóttur byggt á tveim sögum Jakobínu Sigurðardóttur: Lífshætta og Í sama klefa. Í leikritinu fléttast tvenn samtöl tveggja kvenna; annars vegar kvenna sem þekkjast ekki neitt en ná góðu sambandi og hins vegar æskuvinkvenna sem uppgötva að þær eru eiginlega hættar að þekkja hvor aðra og ná engum tengslum. Samtöl kvennanna snúast um þrár og drauma sem aldrei urðu að veruleika. Er það að þekkja einhvern endilega forsenda þess að ná góðum tengslum? Hvað hefði gerst ef þær hefðu sagt eða gert hlutina öðru vísi? Í leikritinu er notast við upptöku á rödd Jakobínu Sigurðardóttur þegar hún las sögu sína, Í sama klefa, í útvarpið árið 1989. Jakobína lést árið 1994. Persónur og leikendur: Stína: Halldóra Rósa Björnsdóttir. Anna: Elva Ósk Ólafsdóttir. Eiginmaður Stínu: Gunnar Hansson. Dóttir Stínu: Kristín Erna Úlfarsdóttir. Jakobína: Þórey Sigþórsdóttir. Saloma, kölluð Sala: Jakobína Sigurðardóttir. Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson. Leikstjóri: Þórey Sigþórsdóttir. Verkið var unnið í samstarfi við Háskóla Íslands.