Birt þann 27. febrúar 2017
Aðgengilegt á vef til 28. maí 2017

Spegillinn - Spegillinn 27.febrúar 2016

Stefnuleysi og úrræðaleysi er áberandi hér á landi þegar kemur að málefnum fólks með heilabilunarsjúkdóma. Svava Aradóttir , framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna er þó bjartsýnn á að þetta breytist á næstunni. Þingsályktunartillaga um stefnu í málaflokknum liggur fyrir Alþingi. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Svövu. Foreldrar langveikra barna fá enga styrki frá stjórnvöldum til þess að breyta íbúðahúsnæði sínu þannig það henti þörfum barnanna. Harpa Rut Harðardóttir, móðir langveikrar stúlku segir sárt að þurfa eyða kröftum sínum í það að berjast fyrir því sem ættu að vera sjálfsögð réttindi. Viktoría Hermannsdóttir ræddi við Hörpu. Mikill munur er á stöðu flóttafólks á Íslandi eftir því hvort það kemur hingað sem kvótaflóttamenn eða á eigin vegum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gerð var af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir innanríkis- og velferðarráðuneytin. Skýrsluhöfundar leggja til að Útlendingastofnun verði lögð niður í núverandi mynd og öll þjónusta við útlendinga, innflytjendur, hælisleitendur og flóttafólk verði hjá einni stofnun. Erna Kristín Blöndal lögfræðingur er framkvæmdastjóri norrænnar stofnunar um fólksflutninga og ein skýrsluhöfunda. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hana. Líka er rætt við Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúa sem hefur mikla reynslu af málefnum innflytjenda. Þau eru flókin segir hún og bendir á að ekki megi blanda saman mörgum mismunandi hópum í einn graut, flóttamenn umsækjendur um alþjóðlega vernd, kvótaflóttamenn og innflytjendur.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Frumflutt: 31.12.2016
Aðgengilegt til 31.03.2017
Frumflutt: 31.12.2016
Aðgengilegt til 31.03.2017

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Frumflutt: 30.12.2016
Aðgengilegt til 30.03.2017

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Frumflutt: 30.12.2016
Aðgengilegt til 30.03.2017
Frumflutt: 30.12.2016
Aðgengilegt til 30.03.2017