Birt þann 23. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 21. ágúst 2017

Spegillinn - Spegillinn 23.maí 2017

1) Andrúmsloft í Manchester eftir árás á tónleikahöll í borginn þar sem 22 létust og um 60 særðus. Deyfð hefur verið yfir borginni en um leið lögð áhersla að menn haldi ró sinni og yfirvegun segir Ágústa Þórarinsdóttir, kjörræðismaður Íslendinga í Manchester, sérstaklega þarf að huga að börnum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hana. 2) Viðbrögð stjórnmálamanna í Bretlandi og og áhrif árásárinnar á kosningabaráttu sem var í fullum gangi þegar hún reið yfir. Hvað er vitað um árásarmanninn og gátu menn séð það fyrir. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Sigrúnu Davíðsdóttur. Brot leikin úr ávörpum Theresu May, forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. 3) Viðbrögð við hryðjuverkum; hvað er hægt að gera? Arnar Páll Hauksson ræðir við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra.