Birt þann 20. september 2017
Aðgengilegt á vef til 19. desember 2017

Síðdegisútvarpið

Það hefur margt gerst í pólitíkinni undanfarna sólarhringa. Ríkisstjórnin sprakk, þingrof var tilkynnt og boðað til kosninga 28. október næstkomandi. Allt í kjölfar umræðunnar um uppreist æru - sem á endanum sprengdi ríkisstjórnina. En hvað segir fólkið á götunni? Við kíktum í bæinn og spurðum fólk út í pólitíkina. Það var dálítið áhugaverð frétt á vefnum okkar í gær þar sem var sagt frá því að menn væru að velta fyrir sér hvort tölvuleikir yrðu ólympíugrein á leikunum í París 2024. Það er alltaf verið að reyna að höfða til yngri áhorfenda - t.d. verður keppt í hjólabrettafimi í Tokyo 2020. Tölvuleikir eru gríðarlega vinsælt sport og mótum er lýst í beinni á netinu. Við ætlum að tala við atvinnumenn í tölvuleikjum. Bergur Theódórsson og Jökull Jóhannsson. Í gær töluðum við við Einsa Cuda í Vogunum sem blöskraði þegar hann gómaði ferðamann sem hafði gert stykkin sín undir vegg hjá fiskvinnslu í bænum. Einsi og félagar hans sóttu skóflu og lögðu úrganginn á framrúðuna á bíl ferðamannsins. Við ætlum að tala við Sverri Þorsteinsson, sem rekur bílaleiguna Happy Campers, sem leigir út ferðabíla og forvitnast aðeins um það hvernig umgengnin er um bílana hjá þeim og hvernig þessi bransi er. Svo ætlum við að blása rykið af perlu - eins og við gerum reglulega í Síðdegisútvarpinu. Perla dagsins er Almar Atlason - Almar í kassanum. Við heyrum í Almari á eftir.

Aðrir þættir

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 19.september

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í næstu kosningum. Hún hefur setið á þingi frá árinu 2008, kom inn...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Síðdegisútvarpið - 18. september

Það eru rétt tæpar sex vikur í næstu Alþingiskosningar og það þýðir - eins og fyrir síðustu kosningar, að kosningabaráttan verður snörp. Og hún er hafin. Við ætlum að ræða kosningaslaginn...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017

Síðdegisútvarpið

Þau Guðmundur Pálsson, Björg Magnúsdóttir og Atli Már Steinarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og...
Frumflutt: 15.09.2017
Aðgengilegt til 14.12.2017

Síðdegisútvarpið - 14. september

Áætlað er að milljónir einstaklinga séu hagnýttir í mansal árlega, í eigin landi eða erlendis. Og birtingarmyndirnar eru margs konar; vinnumansal, líffærasala eða vændi. Mansal var til...
Frumflutt: 14.09.2017
Aðgengilegt til 13.12.2017

Síðdegisútvarpið

Meira en þremur af hverjum fjórum börnum og ungmennum, sem freista þess að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið, er misþyrmt á leiðinni, þau misnotuð, seld, eða mismunað. Þetta og...
Frumflutt: 13.09.2017
Aðgengilegt til 12.12.2017