Birt þann 21. júlí 2017
Aðgengilegt á vef til 19. október 2017

Morgunvaktin - Tyrkland á uppleið

Morgunvaktin 21.júlí hófst á góðviðrishjali og fréttaspjalli. Síðan lá leiðin norður í Ísafjarðardjúp. Ögurböllin eru sögð sérlega fjörug en þeim hefur verið slegið upp um árabil. Næsta ball í Ögri verður á laugardag. Það eru systkinin úr Ögri sem standa að þessari skemmtun sem dregur að sér fólk um langan veg og rennur ágóðinn í viðhald á húsinu. Halla María Halldórsdóttir lýsti Ögurböllunum. Eftir fréttayfirlit fluttu the Mamas and the Papas lagið Dedicated to the one I love frá árinu 1967. Miður góðar fréttir hafa borist frá Tyrklandi síðustu mánuði og misseri og eiginlega alveg síðan Erdogan var kjörinn forseti 2014. Hann hefur hert tök sín á þjóðlífinu, hann líður ekki mótmæli eða aðra andstöðu, er sagður einræðisherra og harðstjóri. En hvað sem pólitíska ástandi líður þykir mörgum vænt um Tyrkland. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, er einn þeirra. Hann ver sumrunum í Tyrklandi ásamt konu sinni. Vilhjálmur lýsti Tyrklandi á Morgunvaktinni. Það stefnir í umtalsverða fjölgun farþega á Akureyrarflugvelli í upphafi næsta árs þegar von er á 1500 Bretum þangað í ferðir um Norðurland. Kristján Sigurjónsson, túristi.is, ræddi þessi tíðindi, styrkingu loftbrúarinnar til Lundúna og fleira tengt ferðamálum eftir áttafréttirnar. Þá var rætt dálítið um tónleika Herbie Hancock og félaga í Hörpu í gærkvöld. Leikin kynningarupptaka af leik sveitarinnar. Síðan var flutt lagið Stitched Up í flutningi Herbie Hancock og John Mayer, sem sömdu lagið. Blandaðar bardagaíþróttir eða MMA hafa verið mikið í umræðunni undanfarna daga, eftir að íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson var rotaður í keppni í Glasgow um síðustu helgi. Vilja margir meina að það sem Gunnar stundar sé ekki íþrótt, heldur aðeins slagsmál og ofbeldi. Blandaðar bardagaíþróttir eiga sér þó marga aðdáendur hér. Rætt var um íþróttina við Jón Viðar Arnþórsson, formann Mjölnis.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Leitin að frelsinu

Morgunvaktin 20. júlí hófst á góðviðrishjali og nokkrum fréttamolum. Herbie Hancock heldur tónleika í Hörpu í kvöld og var tónlist hans ráðandi í þættinum. Flutt var lagið Court and Spark...
Frumflutt: 20.07.2017
Aðgengilegt til 18.10.2017

Morgunvaktin - Þörf á átaki í fornleifaskráningu

Morgunvaktin 19.júlí hófst á spjalli um fréttir og veður. Því næst sagði Borgþór Arngrímsson fréttir frá Danmörku. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, sætir harðri gagnrýni fyrir að...
Frumflutt: 19.07.2017
Aðgengilegt til 17.10.2017

Morgunvaktin - Barátta fyrir betri kjörum

Morgunvaktin 18.júlí hófst á spjalli um stormviðvörun á Íslandi og veðrið á meginlandi Evrópu. Arthúr Björgvin Bollason ræddi stjórnmálalífið í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi,...
Frumflutt: 18.07.2017
Aðgengilegt til 16.10.2017

Morgunvaktin - Flestir ætla í viðskiptafræði en þörf á kennurum og hjúkrunarfræðingum

Morgunvaktin mánudaginn 17. júlí 2017. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á spjalli við Sigrúnu Davíðsdóttur um bresk málefni. Hún var stödd á spænsku...
Frumflutt: 17.07.2017
Aðgengilegt til 15.10.2017

Morgunvaktin - Karllæg menning ríkir í íslenskum fyrirtækjum

Morgunvaktin föstudaginn 14. júlí 2017. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á samtali við Kristján Sigurjónsson, turisti.is. Hann fjallaði um mikilvægi þess...
Frumflutt: 14.07.2017
Aðgengilegt til 12.10.2017