Birt þann 22. september 2017
Aðgengilegt á vef til 21. desember 2017

Morgunvaktin - Þýskaland - sagan og framtíðin

Morgunvaktin 22.september: Augnsamband er mikilvægt, að horfast í augu til að auka traust. Sagt var frá alþjóðlegu friðarátaki sem felst í því að fá ókunnugt fólk til að horfast í augu í eina mínútu. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, sagði frá fyrirhuguðum viðburðum í Ráðhúsi Reykjavíkur og á Glerártorgi á Akureyri, þar sem fólk á að ná augnsambandi. Staðan er sérstök í stjórnmálum landsins, viku eftir að stjórnin féll. Nú eru rétt rúmar fimm vikur til þingkosninga en það er enn verið að ræða hvort einhverjum málum verði lokið áður en fundum verður frestað. Og í dag er fyrirhugaður fundur forseta Alþingis með formönnum flokkanna. Farið var yfir stöðuna með Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Íslendingar hafa farið oftar til útlanda í ár en dæmi eru um áður, enda aldrei áður verið eins mikið framboð á flugi héðan. Það er samt erfitt að átta sig á því hvar landinn dvelur í útlöndum, því við erum fámenn og oft ekki talinn sérstaklega hjá erlendum hagstofum. Þær skandinavísku halda þó gott bókhald yfir ferðir okkar. Kristján Sigurjónsson fjallaði um þetta og fleira í ferðamálunum. Það styttist í sambandsþingkosningar í Þýskalandi, þær fara fram á sunnudag. Angela Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í bráðum tólf ár og horfur eru á að hún sitji áfram. Kristín Jóhannsdóttir var fréttaritari Ríkisútvarpsins í Berlín 1991 til 2001 og hefur dvalið í Þýskalandi að undanförnu. Hún lýsti breytingum í Þýskalandi og kosningabaráttunni, ekki síst áhyggjum vegna uppgangs öfgamanna til hægri í AfD. Nokkrir tónar úr laginu Seemann heyrðust. Þættinum lauk á því að Neil Young flutti lagið Harvest Moon í tilefni jafndægurs að hausti.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Japanar áhyggjufullir vegna eldflaugasendinga

Morgunvaktin 21.september: Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að tími viðræðna við Norður-Kóreumanna sé liðinn, þjóðir heims verði að herða aðgerðir til að knýja þá til að hætta...
Frumflutt: 21.09.2017
Aðgengilegt til 20.12.2017

Morgunvaktin - Tregða og vangeta í upplýsingamálum

Morgunvaktin 20.september: Þátturinn hófst á því að Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn sagði frá litlum áhuga á dönsku sveitarstjórnarkosningunum í nóvember. Þá ræddi hann framtak...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017

Morgunvaktin - Umburðarlyndi og ábyrgð í stjórnmálum

Morgunvaktin 19.september: Kosið verður nýtt sambandsþing í Þýskalandi á sunnudag. Einn þeirra flokka sem hefur átt mestu fylgi að fagna í kosningabaráttunni er flokkur frjálsra demókrata...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Morgunvaktin - Óvissa um hvað gerist á þingi

Morgunvaktin 18.september: Enn verður kosið til þings á Íslandi og ástandið hér vekur athygli víða um lönd. Pólitískur óstöðugleiki er farinn að minna á það sem einkennt hefur Ítalíu liðna...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017

Morgunvaktin - Stjórnin fallin

Morgunvaktin 15.september: Þátturinn snérist að öllu leyti um að ríkisstjórn Íslands er fallin og framundan mikil óvissa í stjórnmálum landsins. Fluttur var hluti fréttaviðtals við Óttarr...
Frumflutt: 15.09.2017
Aðgengilegt til 14.12.2017