Birt þann 19. september 2017
Aðgengilegt á vef til 18. desember 2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 19.september

Eins og allir vita núorðið þurfa minnst tveir valinkunnir einstaklingar að veita brotamanni meðmæli ef hann ætlar að sækja um uppreist æru. Þeir votta þá að viðkomandi hafi breytt lífi sínu til hins betra. Í sumum tilfellum er um kynferðisbrotamenn að ræða sem framið hafa gróf brot gegn börnum, eins og við þekkjum úr umræðunni síðustu vikur. En hvernig er meðferð þessara manna háttað? Fá þeir yfirhöfuð einhverja hjálp og virkar sú meðferð sem beitt er? Ólafur Örn Bragason, réttarsálfræðingur, sem þekkir þessi mál bæði úr kerfinu og einkageiranum, ætlar að ræða þetta við okkur. Nú er ljóst að sum meðmælabréfin, sem borist hafa ráðuneytinu þegar menn sækja um uppreist æru, voru ekki skrifuð í þeim tilgangi og að meðmælendur hafi hreinlega ekki vitað hvað þeir voru að skrifa upp á. Þá eru dæmi um sömu rithönd á meðmælabréfi og umsókn og því má ljóst vera að um hreinar falsanir er að ræða í einhverjum tilvikum. Þá hefur komið fram að ráðuneytið hafi ekki skoðað eða metið þessar umsóknir. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, ræðir við okkur. Svavar Halldórsson, formaður markaðsráðs kindakjöts, kemur til okkar og útskyrir hversvegna lambakjötsumbúðir verða framvegis á ensku en málfarsráðunautur RUV gagnrýndi þetta í sínum vikulega pistli hjá okkur í gær. RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, verður haldin dagana 28. september til 8. október næstkomandi Andrea Eyland Sóleyjar og Björgvinsdóttir kynningarfulltrúi hátíðarinnar kom til okkar og sagði frá því helsta sem framundan er á hátíðinni Sævar Helgi Bragason kemur til okkar eins og alltaf á þriðjudögum með sinn vikulega pistil.

Aðrir þættir

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 18.september

Við förum yfir pólitíkina enda mikið að gerast á þeim vettvangi. Það liggur fyrir að kosið verður, sennilegast 28 október. Við reynum að varpa ljósi á hvernig næstu vikur þróast, td...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Frumflutt: 15.09.2017
Aðgengilegt til 14.12.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 14.september

Dagskrá Morgunútvarpsins á fimmtudegi er þannig: 7:30 Fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í fyrradag er aðför að heimilisbílnum. Þetta er álit framkvæmdastjóra FÍB og vísa hann...
Frumflutt: 14.09.2017
Aðgengilegt til 13.12.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 13.september

Dagskrá Morgunútvarpsins á miðvikudegi er þannig: 7:30 það verður 44 milljarðar afgangur af fjárlögum næsta árs en þau voru kynnt í gær, sama dag og alþingi var sett. Auknu fé...
Frumflutt: 13.09.2017
Aðgengilegt til 12.12.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 12.sept

Dagskrá Morgunútvarpsins á þriðjudegi er þannig: 7:30 DV greindi frá því um helgina að virkum og veikum spilafíklum hafi verið boðið að prófa nýja leikjakassa sem Íslandsspil...
Frumflutt: 12.09.2017
Aðgengilegt til 11.12.2017