Birt þann 20. júlí 2017
Aðgengilegt á vef til 18. október 2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 20 júlí 2017

Bresk stjórnvöld vilja gera fólki auðveldara að nálgast nikótíngjafa sem teljast öruggari en sígarettur, til að mynda rafrettur, í þeirri von að fá fólk til að hætta að reykja. Hér á Íslandi er stefnan sú að setja rafrettur í sama flokk og sígarettur. Valgerður Sigurðardóttir, læknir og formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins, ræddi við okkur um rafrettur. Bergur Þór Ingólfsson steig fram hér í morgunútvarpinu fyrir mánuði og gagnrýndi þá harðlega að kynferðisbrotamaðurinn Robert Downey fengi uppreist æru og lögmannsréttindi á ný en Róbert braut gegn dóttur Bergs og fleirum og hlaut fyrir það dóm. Margt hefur gerst síðan Bergur ræddi við okkur síðast, mikil umræða fór fram um málið og boðað hefur verið að ferlið þegar æra manna er uppreist, verði endurskoðað þar sem það þyki of vélrænt. Bergur þór var gestur okkar og fór yfir baráttu síðustu vikna. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landsspítalanum, kom til okkar og fjallaði um höfuðhögg og afleiðingar þeirra en sú umræða sprettur gjarnan upp í framhaldi af bardögum Gunnars Nelson en hann var rotaður um síðustu helgi í MMA deildinni. Við tókum stöðuna í Hollandi og heyrðum í okkar eigin Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamanni. Hún fylgir íslenska landsliðinu eftir á EM kvenna sem fram fer þar í landi.

Aðrir þættir

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 19. júlí 2017

Viðskiptaráð birti í vikunni reiknivél sína um skatta og gjöld sveitarfélaga undir nafninu „Hvar er best að búa?“ Reiknivélin tekur hinar ýmsu mælanlegu staðreyndir og ber sveitarfélögin...
Frumflutt: 19.07.2017
Aðgengilegt til 17.10.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 18. júlí 2017

Eldur hjá United Silicon, EM í Hollandi og Stjörnu-Sævar. Eldur kom upp í verksmiðju United Silicon í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Verksmiðjan er mjög umdeild á meðal bæjarbúa og...
Frumflutt: 18.07.2017
Aðgengilegt til 16.10.2017

Morgunútvarpið - Rappmálþing, bardagar helgarinnar, skólp, EM í Hollandi og málfar

Blaðið Grapevine var harðlega gagnrýnt á dögunum fyrir úttekt sem það gerði á um nýliða í íslensku rappi en þar var ekkert fjallað um ungar konur, bara karla. Blaðið svaraði þessari...
Frumflutt: 17.07.2017
Aðgengilegt til 15.10.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið á rás 2

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Sigmar Guðmundsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Frumflutt: 14.07.2017
Aðgengilegt til 12.10.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 13. Júlí 2017

Við héldum áfram að taka snúning á sumarhátíðir víða um land og nú er komið að Pólar festival sem hefur nokkra sérstöðu meðal hátíða. Pólar er sjálfbær matar- og menningarhátíð sem haldin...
Frumflutt: 13.07.2017
Aðgengilegt til 11.10.2017