Birt þann 27. febrúar 2017
Aðgengilegt á vef til 28. maí 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 27.febrúar 2017

Rétt er að leggja Útlendingastofnun niður í núverandi mynd og koma á fót einni stofnun sem heldur utan um alla þjónustu við útlendinga, innflytjendur, hælisleitendur og flóttafólk. Þetta segja sérfræðingar Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í nýrri opinberri skýrslu. Fjármálaeftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við það hvernig Borgun hf framfylgir lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þrír ráðherrar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi, hafa hafnað embættunum, nú síðast Philip Bilden sem forsetinn skipaði flotamálaráðherra. Kvikmyndin La la land fékk sex Óskarsverðlaun í gærkvöld. Neyðarleg mistök urðu við afhendingu verðlaunanna. Aðstandendur La La Lands voru í miðju kafi að þakka fyrir sjöundu verðlaunin þegar í ljós kom að þau höfðu fallið öðrum í skaut. Kvikmyndin Hjartasteinn var sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum sem haldin voru í 19. sinn í gærkvöld. Það er sem sagt bolludagur í dag. Fréttastofa kannaði úrvalið. Veðurhorfur: Norðaustan átta til fimmtán, en þrettán til átján suðaustantil á landinu. Dálítil snjókoma norðan- og austanlands, en bjart veður sunnan heiða. Hæg breytileg átt á morgun og víða léttskýjað. Norðan átta til þrettán austast á landinu og lítilsháttar él. Kólnandi veður, frost eitt til tíu stig á morgun. Og áfram er spáð köldu.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 27.febrúar 2017

Rétt er að leggja Útlendingastofnun niður í núverandi mynd og koma á fót einni stofnun sem heldur utan um alla þjónustu við útlendinga, innflytjendur, hælisleitendur og flóttafólk. Þetta...
Frumflutt: 27.02.2017
Aðgengilegt til 28.05.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 24. febrúar 2017

Endurupptökunefnd í fjörutíu ára gömlum sakamálum Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefur ákveðið að heimila að mál Sævar Ciesielskis, sem dæmdur var í sautján ára fangelsi fyrir morð á...
Frumflutt: 24.02.2017
Aðgengilegt til 25.05.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 24. febrúar 2017

Endurupptökunefnd í fjörutíu ára gömlum sakamálum Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefur ákveðið að heimila að mál Sævar Ciesielskis, sem dæmdur var í sautján ára fangelsi fyrir morð á...
Frumflutt: 24.02.2017
Aðgengilegt til 25.05.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 23. febrúar 2017

Tveir bræður voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í þrjátíu og eins og þrjátíu og tveggja mánaða fangelsi fyrir skotárás fyrir utan verslun í efra Breiðholti í ágúst....
Frumflutt: 23.02.2017
Aðgengilegt til 24.05.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 23. febrúar 2017

Tveir bræður voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í þrjátíu og eins og þrjátíu og tveggja mánaða fangelsi fyrir skotárás fyrir utan verslun í efra Breiðholti í ágúst....
Frumflutt: 23.02.2017
Aðgengilegt til 24.05.2017