Birt þann 23. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 21. ágúst 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 23.maí 2017

Tuttugu og tveir eru látnir og um sextíu særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var í gærkvöldi á tónleikum í Manchester-borg í Englandi. Fjöldi Íslendinga var á tónleikunum, en þá sakaði ekki. Bresk lögregluyfirvöld hafa borið kennsl á árásarmanninn og handtekið 23 ára meintan vitorðsmann. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið lýsti fyrir stundu yfir ábyrgð á árásinni. Kosningabaráttu vegna komandi þingkosninga í Bretlandi hefur verið frestað vegna ódæðisins. Tólf þeirra sem særðust í árásinni eru yngri en 16 ára. Þau voru flutt á barnaspítala borgarinnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi fyrir nokkrum mínútum. Sky fréttastofan greinir frá því að búið sé að staðfesta að átta ára stúlka, sem saknað var eftir árásina, sé látin. Fyrr í morgun var greint frá því að átján ára stúlka hefði látið lífið í árásinni. Ég hélt ég myndi deyja, segir íslenskur unglingur sem var á tónleikunum í gærkvöld. Þegar hann flúði út blöstu við honum blóðslettur. Forseti Bandaríkjanna segir að menn, sem myrði saklaust ungt fólk í blóma lífsins, séu illa innrætt smámenni. Þjóðarleiðtogar um allan heim fordæma ódæðið í Manchester. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra fordæmir hryðjuverkaárásina, og segir hana huglausan verknað sem var beint að þeim sem síst skyldi, börnum og ungmennum. Tilræðið var rætt við upphaf þingfundar á Alþingi í morgun. Staðfesta og skynsemi verða að ráða för í viðbrögðum við hryðjuverkinu, en ekki reiði og ótti. Þetta segir forseti Íslands, sem hefur sent Bretadrottningu samúðarkveðjur. Veðurhorfur: Suðaustlæg átt, átta til þrettán metrar með suðurströndinni fram eftir degi, annars hægari. Skýjað að mestu og væta öðru hverju, en úrkomulítið á Norðurlandi. Áfram austlæg átt á morgun, hæg í fyrstu, en hvessir svo við suður- og norðurströndina þegar líður á daginn og tekur að rigna sunnanlands annað kvöld. Hiti átta til átján stig að deginum, hlýjast inn til landsins.

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 23.maí 2017

Tuttugu og tveir eru látnir og um sextíu særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var í gærkvöldi á tónleikum í Manchester-borg í Englandi. Fjöldi Íslendinga var á tónleikunum, en þá...
Frumflutt: 23.05.2017
Aðgengilegt til 21.08.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 22.maí 2017

Ekkert lát er á styrkingu íslensku krónunnar og nú er svo komið að Bandaríkjadalur kostar minna en 100 krónur, Sterlingspundið tæpar 130, Evran röskar 112. Raungengi krónunnar hefur ekki...
Frumflutt: 22.05.2017
Aðgengilegt til 20.08.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 22.maí 2017

Ekkert lát er á styrkingu íslensku krónunnar og nú er svo komið að Bandaríkjadalur kostar minna en 100 krónur, Sterlingspundið tæpar 130, Evran röskar 112. Raungengi krónunnar hefur ekki...
Frumflutt: 22.05.2017
Aðgengilegt til 20.08.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 18. maí 2017

Íslenska ríkið ætti að áfrýja úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, til yfirdeildar dómsstólsins. Þetta segir fyrrverandi dómari við...
Frumflutt: 19.05.2017
Aðgengilegt til 17.08.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 18. maí 2017

Íslenska ríkið ætti að áfrýja úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, til yfirdeildar dómsstólsins. Þetta segir fyrrverandi dómari við...
Frumflutt: 19.05.2017
Aðgengilegt til 17.08.2017