Birt þann 28. júní 2017
Aðgengilegt á vef til 26. september 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 28.júní 2017

Ísland er orðið annars flokks ríki í baráttu gegn mansali, eitt Vestur-Evrópuríkja, samkvæmt nýrri skýrslu bandarískra stjórnvalda. Konur eru gerðar út í kynlífsþrælkun á skemmtistöðum og börum og fólki er haldið í vinnuþrælkun í byggingariðnaði, ferðaþjónustu og á veitingastöðum. Maðurinn sem stýrði löggæslu á Hillsborough leikvanginum í Sheffield í Bretlandi árið 1989, þegar 95 stuðningsmenn enska fótboltaliðsins Liverpool létust, verður ákærður fyrir vera valdur að dauða fólksins. Fjórir aðrir verða ákærðir, þar á meðal þáverandi lögreglustjóri, fyrir að ljúga til um ástæður harmleiksins. Núverandi fyrirkomulag í peningamálum, með fljótandi gengi krónu, er það raunhæfasta í stöðunni að mati OECD sem sér ýmsa ókosti við að tengja gengi krónunnar við erlenda mynt. Rúmlega 140 þúsund manns fá rúmlega 16 og hálfan milljarð endurgreiddan frá skattinum á föstudaginn. Töluvert minni þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss, en fyrri tillaga gerði ráð fyrir og var mjög umdeild, er nú til umræðu í sveitarstjórn Rangárþings eystra. Handknattleikssamband Evrópu segir að dómgæslan í leik Vals og Potaissa Turda, í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu, hafi verið ófullnægjandi. Og spænskir fjölmiðlar fullyrða að handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hafi samið við stórlið Barcelona. Veður: Suðvestlæg eða breytileg átt, víða þrír til átta metrar.. Skýjað með köflum og smáskúrir, einkum vestantil. Hiti átta til átján stig að deginum, hlýjast eystra.

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 28.júní 2017

Ísland er orðið annars flokks ríki í baráttu gegn mansali, eitt Vestur-Evrópuríkja, samkvæmt nýrri skýrslu bandarískra stjórnvalda. Konur eru gerðar út í kynlífsþrælkun á skemmtistöðum og...
Frumflutt: 28.06.2017
Aðgengilegt til 26.09.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 27.júní 2017

Evrópusambandið sektar Google netfyrirtækið um 281 milljarð króna fyrir brot á samkeppnisreglum. Það fær þriggja mánaða frest til að bæta viðskiptahætti sína. Heildarmánaðarlaun...
Frumflutt: 27.06.2017
Aðgengilegt til 25.09.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 27.júní 2017

Evrópusambandið sektar Google netfyrirtækið um 281 milljarð króna fyrir brot á samkeppnisreglum. Það fær þriggja mánaða frest til að bæta viðskiptahætti sína. Heildarmánaðarlaun...
Frumflutt: 27.06.2017
Aðgengilegt til 25.09.2017
Frumflutt: 26.06.2017
Aðgengilegt til 24.09.2017
Frumflutt: 26.06.2017
Aðgengilegt til 24.09.2017