Birt þann 21. ágúst 2017
Aðgengilegt á vef til 19. nóvember 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 21. ágúst 2017

Thomas Möller Olsen neitar að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana en gefur í skyn að skipsfélagi hans hafi unnið henni mein. Tómas breytti mjög framburði sínum við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi í morgun. Hann var með klórför á bringunni þegar hann var handtekinn. Kona lést og önnur slasaðist alvarlega þegar maður ók tvívegis á fólk á strætisvagnabiðstöðvum í Marseille í Frakklandi í dag. Að sögn lögreglu á ökumaðurinn við geðræn vandamál að stríða. Fimmtán eru nú látnir eftir hryðjuverkaárásina í Barcelóna á fimmtudaginn. Peter Madsen, eigandi kafbátsins Nautilus sem sökk nálægt Kaupmannahöfn fyrir tíu dögum, segir að sænsk blaðakona sem var með honum um borð hafi látist af slysförum. Madsen segist hafa varpað líki hennar í sjó. Höfundur skýrslu um Vaðlaheiðargöng er nú orðinn stjórnarformaður í félagi um göngin, að tillögu fjármálaráðherra. Ráðherra segir eðlilegt að stjórnarformaður sé fulltrúi ríkisins sem beri megináhættu af verkefninu. Farþegar sem áttu flug til og frá Tenerife um helgina ætla að krefjast bóta frá flugfélaginu Primera Air þar sem flugi félagsins seinkaði mikið. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki og telur nú rúma hálfa milljón fugla. Fuglafræðingur segir bæði heiðagæs og grágæs standa vel að vígi hér, þó að um þriðjungur grágæsastofnsins sé veiddur á hverju ári. Gæsaveiðitímabilið hófst í gær. Breiðablik og KA styrktu stöðu sína í fallbaráttunni í úrvalsdeild karla í fótbolta í gærkvöld. Veðurhorfur: Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Léttir til sunnan- og vestanlands á morgun, en þykknar upp norðaustantil. Hiti tíu til átján stig að deginum, hlýjast í uppsveitum suðvestantil.

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 21. ágúst 2017

Thomas Möller Olsen neitar að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana en gefur í skyn að skipsfélagi hans hafi unnið henni mein. Tómas breytti mjög framburði sínum við aðalmeðferð málsins í...
Frumflutt: 21.08.2017
Aðgengilegt til 19.11.2017
Frumflutt: 18.08.2017
Aðgengilegt til 16.11.2017
Frumflutt: 18.08.2017
Aðgengilegt til 16.11.2017
Frumflutt: 17.08.2017
Aðgengilegt til 15.11.2017
Frumflutt: 17.08.2017
Aðgengilegt til 15.11.2017