Norður Ameríka

Ók pallbíl inn í mannfjölda og slasaði 30

Hátt í 30 slösuðust, þar af fimm alvarlega, þegar pallbíl var ekið inn í mannfjölda í miðborg New Orleans í Louisianaríki í Bandaríkjunum í gærkvöld. Ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um ölvunarakstur. Ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða.

Perez formaður Demókrataflokksins

Tom Perez var í gær kosinn nýr formaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, á flokksstjórnarfundi í Atlanta í Georgíu, þeim fyrsta sem haldinn hefur verið eftir tapið í forsetakosningunum. Perez, sem er hálfsextugur, var ráðherra atvinnumála síðustu...
26.02.2017 - 04:27

Trump mætir ekki á hátíðarkvöldverð pressunnar

Donald Trump hyggst vera fjarri góðu gamni þegar Samtök fréttamanna í Hvíta húsinu blása til síns árlega hátíðarkvöldverðar í apríl næstkomandi, en áratuga hefð er fyrir því að forsetinn mæti á þá uppákomu. Í tilkynningu á Twitter sagðist forsetinn...
26.02.2017 - 01:46

Baráttan gegn loftslagsbreytingum „óstöðvandi“

Framkvæmdastjóri rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál segist áhyggjufull vegna stefnumála Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, en baráttan gegn loftslagsbreytingum sé þó óstöðvandi.
25.02.2017 - 18:14

Svíar brjóta heilann um óþekktan sérfræðing

Svíþjóð er enn í kastljósi bandaríska fjölmiðla eftir umdeild ummæli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um meint vandamál vegna fjölda innflytjenda í Svíþjóð. Í gærkvöldi ræddi fréttastöðin Fox News við sænskan sérfræðing í þjóðaröryggis- og...
25.02.2017 - 10:37

Mexíkó hótar að svara í sömu mynt

Stjórnvöld í Mexíkó hóta að svara í sömu mynt, leggi Bandaríkin einhliða skatt á mexíkóskar vörur til að fjármagna múr á landamærum ríkjanna, eins og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið að gera.
25.02.2017 - 09:00

Meinaður aðgangur að blaðamannafundi

Blaðamönnum nokkurra bandarískra fjölmiðla var meinaður aðgangur að fundi sem Sean Spicer, blaðafulltrúi Bandaríkjaforseti, átti með fjölmiðlum í kvöld. Þeirra á meðal eru The New York Times, CNN, The Los Angeles Times og Politico. Blaðamenn Time og...
24.02.2017 - 21:18

Múrinn rís langt á undan áætlun

Múr verður reistur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó miklu fyrr en áætlað var, segir Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mexíkóar eru áhyggjufullir og reiðir vegna þessa.
24.02.2017 - 19:54

Myrkur kafli í bandarískri sögu

Fyrir skömmu voru 75 ár liðin frá því að Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun sem gerði stjórnvöldum kleift að gera nær alla íbúa á vesturströnd Bandaríkjanna, sem áttu ættir að rekja til Japans, brottræka frá heimilum sínum...
24.02.2017 - 11:32

Trump vill efla og stækka kjarnorkuvopnabúrið

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill efla og stækka kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í viðtali sem tíðindamaður Reuters-fréttastofunnar tók við hann í gær. Þar tjáir Trump sig um kjarnorkuvopn í fyrsta sinn síðan hann tók við...
24.02.2017 - 06:21

Einkarekin fangelsi aftur í viðskipti vestra

Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ráðuneyti Donalds Trumps, gaf í gær út tilskipun um að hið opinbera skuli nú aftur nýta sér þjónustu einkarekinna fangelsa í auknum mæli; það sé nauðsynlegt þegar litið sé til framtíðarþarfa fangelsiskerfisins. Með...
24.02.2017 - 05:11

Vel heppnuð tenging við geimstöð

Ómannað geimfar frá bandaríska fyrirtækinu SpaceX var í morgun tengt alþjóðlegu geimstöðinni sem er á braut um jörðu. Áhöfn geimstöðvarinnar segir að tengingin hafi heppnast vel.
23.02.2017 - 11:24

BNA: Annar viðaukinn nær ekki til stríðstóla

Áfrýjunarréttur í Virginíuríki úrskurðaði í gær að annar viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar tryggi ekki rétt manna til að eiga öfluga hríðskotariffla á borð við þá sem notaðir eru í hernum. Þykir þetta nokkuð högg fyrir hin voldugu...

Tillerson og Kelly á leið til Mexíkó

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og John Kelly, ráðherra heimavarna, halda til Mexíkó í dag, til viðræðna við þarlenda ráðamenn um samskipti ríkjanna. Samskipti ríkjanna hafa verið stirð síðan Donald Trump tók við embætti forseta...
22.02.2017 - 16:03

Hætt við tengingu við geimstöð

Bandaríska fyrirtækið SpaceX hætti við að tengja ómannað Dragon-geimfar sitt við alþjóðlegu geimstöðina í morgun vegna bilunar í staðsetningartæki.
22.02.2017 - 14:46