Norður Ameríka

Hefur áhyggjur af ummælum Trumps

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ummæli verðandi Bandaríkjaforseta um Atlanstahafsbandalagið vera áhyggjuefni.
16.01.2017 - 11:07

Enginn fundur ákveðinn milli Pútíns og Trumps

Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, vísaði í morgun á bug fréttum um að ákveðið hefði verið að Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hittust á næstunni.
16.01.2017 - 10:39

Afnám refsiaðgerða gegn fækkun kjarnavopna

Donald Trump, sem tekur við forsetaembætti í Bandaríkjunum á föstudag, segist hafa fullan hug á að ná samningum við Rússa um „mjög verulega" fækkun kjarnavopna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðtali breska blaðsins The Times við Trump...
16.01.2017 - 05:19

Brexit frábært, Nató úrelt, Merkel mikilvæg

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, segist fagna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lofar skjótum samningum um fríverslun milli Bretlands og Bandaríkjanna. Telur hann líklegt að aðrar þjóðir feti í fótspor Breta og yfirgefi Evrópusambandið,...

Fréttir af Íslandsferð Trumps bornar til baka

Ekkert er hæft í fréttum um að Donald Trump, sem tekur við embætti Bandaríkjaforseta á föstudaginn, ætli að funda með Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, í Reykjavík, innan nokkurra vikna frá embættistöku sinni. Tíðindamenn Reuters-fréttastofunnar...
15.01.2017 - 06:39

Trump vill hitta Pútín í Reykjavík

Donald Trump, sem tekur við embætti Bandaríkjaforseta á föstudaginn, vill funda með Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, í Reykjavík, helst innan nokkurra vikna frá embættistöku sinni. Þetta er fullyrt á forsíðu sunnudagsútgáfu breska blaðsins Times,...
14.01.2017 - 23:20

Trump vill vinna með Rússum og Kínverjum

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, segist reiðubúinn að vinna með hvorutveggja Rússum og Kínverjum, svo fremi sem þeir sýni raunverulegan samstarfsvilja. Hann segir líka, að viðurkenning Bandaríkjanna á kínverskum yfirráðum á Taívan sé ekki...
14.01.2017 - 07:57

Chicago-lögreglan harðlega fordæmd

Bandaríska dómsmálaráðuneytið fordæmir lögregluna í Chicago harðlega í nýrri skýrslu um störf hennar síðustu ár. Er Chicagolögreglan sökuð um kerfisbundna kynþáttamismunun og beitingu óhóflegs ofbeldis, auk þess sem samsæri þöggunar og...
14.01.2017 - 07:09

Rænt af fæðingardeildinni, fannst 18 ára

Stúlkubarninu Kamiyah Mobley var rænt af fæðingardeild sjúkrahúss í Jacksonville í Flórída í júlí 1998, átta klukkustundum eftir að hún kom í heiminn. Núna, ríflega 18 árum síðar, er hún fundin, í Walterboro í Suður-Karólínu. Þar hefur hún alið...
14.01.2017 - 04:09

NY: Fuglaflensufaraldur meðal heimiliskatta

Hundruð heimiliskatta í New York borg hafa verið sett í einangrun eftir að þeir veiktust af bráðsmitandi afbrigði af fuglaflensu. Minnst einn dýralæknir mun einnig hafa smitast. Er þetta í fyrsta sinn sem vírusinn, H7N2, greinist í heimilisköttum,...
14.01.2017 - 02:33

Fyrsta skrefið stigið að afnámi Obamacare

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp sem kallað hefur verið fyrsta skrefið að afnámi gildandi sjúkratryggingakerfis, Affordable Care Act, eða Obamacare eins og það er kallað í daglegu tali. Öldungadeild þingsins samþykkti...
14.01.2017 - 01:38

Sniðganga innsetningu Trumps

Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn John Lewis varð í dag áttundi þingmaður Demókrata til að lýsa því yfir að hann myndi sniðganga innsetningu Donalds Trumps í embætti forseta. Lewis hafnar því að Trump sé lögmætur forseti og segir í viðtali í...

Lék á manninn með ljáinn - fékk 58 ár

Bandaríski rokkabillígítarleikarinn Tommy Allsup er fallinn frá, 85 ára að aldri. Hann gekkst nýlega undir aðgerð við kviðsliti, en náði ekki heilsu á ný.
13.01.2017 - 21:00

Kínverjar vildu kaupa herstöð á Grænlandi

Danir hafa hætt við að loka herstöðinni Grønnedal á Suður-Grænlandi og selja. Ástæðan er áhugi kínverskra aðila á að kaupa landið og byggingarnar. Herstöðin Grønnedal eða Kangilinnguit er í Arsut-firði á Suðvestur-Grænlandi.
13.01.2017 - 16:48

Amazon fjölgar í starfsliðinu um 100 þúsund

Netverslunarrisinn Amazon áformar að fjölga um hundrað þúsund manns í starfsliði sínu í Bandaríkjunum næsta eina og hálfa árið. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að margháttuð störf verði í boði. Fyrirtækið þurfi að bæta við sig verkfræðingum,...
13.01.2017 - 11:32