Bækur búa til störf

28.09.2015 - 12:33
Þegar Sigríður Lára Sigurjónsdóttir keypti íslenska útgáfuréttinn að bók eftir uppáhalds höfundinn sinn, Marian Keyes, vatt það svolítið upp á sig. Áður en hún vissi af var hún búin að stofa lítið bókaforlag á Egilsstöðum sem hefur nú gefið út þrjár bækur.

Sigga Lára, eins og hún er kölluð, áttaði sig nefnilega fljótlega á því að á Austurlandi er fjöldi fólks sem býr yfir þekkingu sem nýtist vel við bókaútgáfu. Þar eru prófarkalesarar, þýðendur, grafískir hönnuðir og auðvitað höfundar sem þrá að fá verkin sín gefin út á bók. 

Landinn leit inn í þetta litla forlag.

Þáttinn í heild er hægt að sjá hér. Landinn er einnig á Facebook sem og á YouTube og Instagram: #ruvlandinn.

Mynd með færslu
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Landinn