Jóhanna og Davíð á Bítlakrás fyrir Grensás

29.05.2015 - 11:53
Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson spila annað kvöld á glæsilegum tónleikum sem halda á til styrktar Hollvinafélagi Grensás. Ásamt parinu koma fram á tónleikunum listamenn á borð við Björn Thoroddsen, Eyþór Inga og Ólafíu Hrönn. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast þeir klukkan 18:00.

Jóhanna og Davíð komu í Virka morgna og gáfu hlustendum Rásar 2 smá sýnishorn af því sem koma skal á tónleikunum.  

Mynd með færslu
Guðrún Dís Emilsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Virkir morgnar
Þessi þáttur er í hlaðvarpi