Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 4. október 2016
Aðgengilegt á vef til 2. janúar 2017

Norrænir músíkdagar 2016

Hljóðritanir frá tónleikum á tónlistarhátíðinni Norrænum músíkdögum sem fram fór í Hörpu í síðustu viku. Í þessum þætti eru leiknar upptökur frá tónleikum Caput hópsins þar sem flutt voru verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson, Arnannguaq Gerström, Lottu Wennäkoski, Eivind Buene og Ylvu Lund Bergner. Einleikari var Berglind María Tómasdóttir á hljóðfæri sitt lokk, og stjórnendur þeir Bjarni Frímann Bjarnason og Guðni Franzson. Að auki er flutt verkið Stillshot eftir Daníel Bjarnason frá tónleikum strokkvartettsins Sigga. Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir