Náttúra

Íbúar hvattir til að drepa bjarnarkló í görðum

Akureyrarbær ætlar að ráðast í aðgerðir gegn útbreiðslu bjarnarklóar í bænum. Starfsmenn bæjarins eru nú að höggva blómkörfur af plöntunni í bæjarlandinu til þess að koma í veg fyrir að hún fjölgi sér. Brýnt er fyrir íbúum að eyða plöntunni úr...
24.07.2017 - 12:05

Brann illa á höndum af bjarnarkló í Reykjavík

Barnabarn Ingibjargar Dalberg, íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur, brann illa á báðum höndum af bjarnarkló, eða risahvönn, þegar hann var að reita illgresi í garði ömmu sinnar. Ingibjörg segir í færslu á Facebook að planta við bensínstöð við Ægissíðu hafi...
20.07.2017 - 15:49

Mengun í Varmá vegna ýmissa eiturefna

Líklegt er að fiskar í Varmá hafi drepist á dögunum vegna ýmissa efna sem bárust í ána, þar á meðal eru ammoníak og skordýraeitur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis.
20.07.2017 - 14:57

Sekta vegna umhverfisslyss í Andakílsá

Orkustofnun sektar Orku náttúrunnar, ON, um eina milljón króna vegna tæmingar á lóni Andakílsárvirkjunar 15. til 19. maí síðastliðinn. Talið er að 4.000 til 6.000 rúmmetrar af aur hafi flætt um ána með þeim afleiðingum að hluti seiða og hrogna...
20.07.2017 - 14:27

„Ástandið er orðið mjög alvarlegt”

Útbreiðsla bjarnarklóar í Reykjavík er svo mikil að ástandið er orðið mjög alvarlegt. Þetta segir líffræðingur hjá Reykjavíkurborg. Tíu manna hópur frá borginni fer í fyrramálið til að uppræta plöntuna í Laugarnesi. Akureyrarbær hefur ekki veitt...
20.07.2017 - 12:20

Skotið á fugla í Krísuvíkurbjargi

Starfsmenn Náttúrustofu Suðvesturlands fundu í vikunni nokkra tugi skothylkja á Krísuvíkurbjargi. Forstöðumaður stofnunarinnar segir ljóst að fólk hafi gert sér það að leik að skjóta fugla á eggjum en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum.
19.07.2017 - 15:23

Útbreiðsla kerfils í Fljótum af mannavöldum

Sprenging hefur verið í útbreiðslu skógarkerfils í Fljótum. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðvesturlands segir allt benda til að útbreiðslan verði enn meiri á næsta ári. Hann brýnir fyrir Vegagerðinni að hreinsa tæki milli slátta í vegköntum, en...
17.07.2017 - 16:10

„Náttúruspjöll arfleifð vestrænnar heimspeki“

Arfleifð vestrænna vísinda og heimspeki hefur gefið okkur margt af því besta sem einkennir samtíma okkar en á sama tíma er hún ein takmarkaðasta afurð mannlegrar skynsemi. Þetta er mat Ólafs Páls Jónssonar prófessors í heimspeki við Háskóla Íslands.
03.07.2017 - 16:49

Sjö nýjar fuglategundir á Íslandi á 25 árum

Sjö nýjar fuglategundir hafa náð bólfestu hér síðustu 25 ár. Barrfinka, gráþröstur, dvergmávur og flóastelkur eru alveg að ná að festa hér rætur. Hátt í þrjátíu aðrar nýjar tegundir hafa orpið hér á landi einu sinni eða oftar en sumir leita nú á...
04.07.2017 - 12:21

Rannsaka áhrif olíuleitar á steypireyðar

Hópur vísindamanna hefur dvalið á Húsavík að undanförnu til að rannsaka áhrif nýrrar tækni við olíuleit á steypireyðar og samskipti þeirra. Festir voru hljóðnemar á dýrin og hljóðbylgjur sendar frá magnara um borð í báti rannsóknarfólksins.
03.07.2017 - 19:30

11 ára drengur drap bjarndýr

Snör viðbrögð ellefu ára drengs björguðu lífi veiðihóps í Alaska þegar bjarndýr birtist skyndilega út úr skógarþykkninu og réðst á mennina. Drengurinn, Elliot Clark, var á leiðinni að renna fyrir fisk með pabba sínum og tveimur frændum. Þegar...
02.07.2017 - 07:35

Kengúrur rugla sjálfkeyrandi Volvóa

Sjálfkeyrandi bílar sem sænski framleiðandinn Volvo er nú að þróa geta ekki greint kengúrur – hopp og skopp kengúranna veldur því að tölvukerfi bílsins fer í tóma flækju. Fyrirtækið hefur hannað sérstakan „greiningarbúnað fyrir stór dýr“, eins og...
01.07.2017 - 08:30

Höfrungar með herþjálfun smala smáhvelum

Til stendur að nota höfrunga sem hlotið hafa þjálfun hjá bandaríska sjóhernum til að smala eins mörgum kaliforníuhnísum og mögulegt er inn á verndarsvæði í Kaliforníuflóa í lokatilraun til að bjarga þessari sjaldgæfustu hvalategund veraldar....
01.07.2017 - 01:52

Litlar líkur á flóðbylgju vegna berghlaups

Líkur á flóðbylgju af hafi, í jökullónum eða stöðuvötnum eru ekki miklar hér á landi, en ekki er útilokað að slíkt geti gerst og þá gætu afleiðingarnar orðið verulega slæmar.
27.06.2017 - 16:40

Endurskoða mat um áhrif ferðaþjónustu

Endurskoða þarf matsskýrslu um uppbyggingu ferðaþjónustu á Hveravöllum í Húnavatnshreppi, samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Ákvörðunin er meðal annars byggð á því að mat á umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Hveravöllum hafi farið fram á árunum...
26.06.2017 - 14:20