Náttúra

Segir hljóðdeyfa minnka álag á hjarðirnar

Í dag er síðasti dagur hreindýraveiða, en í ár var í fyrsta sinn leyfilegt að nota hljóðdeyfa við veiðarnar. Leiðsögumaður telur að hljóðdeyfar ættu að vera skylda enda bæti það starfsaðstæður og minnki álag á hjarðirnar. „Það munar rosalega miklu...
20.09.2017 - 20:21

Fjöldi sjaldgæfra fugla á landinu

Sjaldgæfir erlendir fuglar gleðja nú náttúru unnendur víða um landið. Meðal þeirra eru 29 fjöruspóar í Skarðsfirði, nær Höfn í Hornafirði, þrjár rákatítur í Keflavík og dvergmávur í Grindavík.
19.09.2017 - 15:52

Þarf að hefja nýtt skógræktarátak

Hafnfirðingurinn og skógræktarmaðurinn Jónatan Garðarsson hefur orðið vitni að miklu breytingum á gróðurfari á sinni ævi – þó ekki sé hann ýkja gamall. Þegar Jónatan fór með fjölskyldunni barnungur að Hvaleyrarvatni komu þau sér fyrir með nesti á...
14.09.2017 - 12:36

Jöklar á Tröllaskaga hopa hratt vegna hlýnunar

Jöklar á Tröllaskaga hafa minnkað um allt að þriðjung á síðustu hundrað árum. Mest var rýrnunin á fyrstu áratugum 20. aldar og gerir Náttúrufræðistofnun ráð fyrir áframhaldandi bráðnun þeirra á komandi árum. Ástæðan er hlýnandi loftslag. Á sama tíma...
07.09.2017 - 14:24

Fundu 381 nýja tegund í Amazon-skóginum

Vísindamenn hafa fundið 381 nýja dýra- og plöntutegund í Amazon-frumskóginum. Alþjóðlegri náttúruverndarsjóðurinn, World Wildlife Fund, tilkynnti um þetta í dag. Í kynningunni, sem fram fór í Sao Paulo í Brasilíu, kom einnig fram að tegundirnar...
30.08.2017 - 22:40

Fylgdist með tilhugalífi og varpi flórgoða

Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, fylgdist með flórgoðapari á vatni ofan við Hafnarfjörð í sumar. Hann fylgdist með þeim frá því að tilhugalíf þeirra hófst og allt þar til ungarnir þeirra flugu úr hreiðrinu. Ómar Smári myndaði...
24.08.2017 - 11:32

Heiðagæsastofninn í sögulegu hámarki

Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki og telur rúma hálfa milljón fugla. Fuglafræðingur segir bæði heiðargæs og grágæs standa vel að vígi hér, þó að um þriðjungur grágæsastofnsins sé veiddur á hverju ári. Gæsaveiðitímabilið hófst í gær.
21.08.2017 - 12:38

Gæsaveiðar byrja á morgun

Gæsaveiðitíminn hefst á morgun, sunnudaginn 20. ágúst. Þá má hefja veiðar á grágæsum og heiðagæsum. Þann 1. september hefst síðan veiðitímabil anda.
19.08.2017 - 15:30

Lerkisveppir og furusveppir í uppáhaldi

Sveppatíðin stendur sem hæst um þessar mundir og ættu flestir matsveppir að vera orðnir tilbúnir til tínslu. Næturfrost getur verið varasamt og skemmt þau aldin sem upp eru komin. Lerkisveppir og furusveppir eru í uppáhaldi hjá sveppafræðingnum...
16.08.2017 - 15:35

Kerfill að eyðileggja jarðir í Fljótum

Kerfill hefur lagt undir sig á annað hundrað hektara lands í Fljótum. Úttekt Náttúrustofu Norðvesturlands sýnir að jarðir, sem áður voru nýttar til búskapar, eru svo til ónýtar af ágangi kerfils og nær vonlaust yrði að endurreisa þar búskap.
16.08.2017 - 12:41

Hvaða plöntur á Íslandi eru eitraðar?

Eitraðar plöntur er að finna víða í íslenskum görðum og sums staðar villtar í íslenskri náttúru. Sem dæmi má nefna garðagullregnið, lúpínu, rabarbaralauf, brennisóley og bjarnarkló. Sumar eru banvænar, jafnvel í litlu magni.
15.08.2017 - 13:13

Óvenjumikið um frjókorn á Akureyri í júlí

Mun meira var um frjókorn í andrúmsloftinu á Akureyri í júlí heldur en í meðalári. Aðeins einu sinni hefur mælst meira magn frjókorna síðan mælingar hófust árið 1998 og það var árið 2014. Úrkoma mældist í einhverju magni á Akureyri í tíu daga í...
14.08.2017 - 14:08

Skáru netadræsu og kúlur af sporði hvals

Skipverjum á varðskipinu Þór tókst í gærkvöld að skera netadræsu og netakúlur utan af sporði hnúfubaks í utanverðum Dýrafirði. Hvalurinn syndir nú frír og frjáls um höfin blá.
11.08.2017 - 14:37

Segir frystingu erfðaefnis laxa fráleita

Frysting á erfðaefni laxa sem mótvægisaðgerð í laxeldi er fráleit tillaga, að mati Jóns Helga Björnssonar, formanns Landssambands veiðifélaga. Þrír bæjarstjórar á norðanverðum Vestfjörðum sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem sagði að „mönnum væri...
03.08.2017 - 13:15

Smala gæsum og merkja með GPS sendum

Á fjórða hundrað heiðagæsir á Norður- og Austurlandi hafa síðastliðna viku verið merktar í rannsóknarskyni. Tilgangurinn er að kortleggja hátterni fuglanna, ferðir þeirra og nýtingu beitarlands. Á beitarlandi í kringum Kárahnjúkastíflu var hópur...
01.08.2017 - 18:00