Mið- og Suður-Ameríka

Hætt við opnun verndarsvæðis í Amazon

Brasilísk stjórnvöld hættu í dag við að gefa út leyfi til námuvinnslu á stóru verndarsvæði við Amazon. Leyfin voru verulega umdeild og uppskáru harða gagnrýni jafnt í Brasilíu sem og víðar í heiminum.
26.09.2017 - 01:45

Hersveitum stefnt til Rio vegna gengjastríðs

Brasilískir hermenn voru sendir inn í Rio de Janeiro í dag til að aðstoða lögreglu í baráttu við þungvopnaða meðlimi glæpagengja. Barist hefur verið í Rocinha fátækrahverfinu frá því á sunnudag. Þá hófu meðlimir eins glæpagengis árásir á keppinauta...
22.09.2017 - 17:42

Minnst 273 dóu í skjálftanum í Mexíkó

Hrikalegar afleiðingar jarðskjálftans sem skók Mexíkóborg og nærliggjandi héruð á þriðjudag koma æ betur í ljós. Staðfest dauðsföll eru orðin 273, þúsundir misstu heimili sín í hamförunum og þótt björgunarstarf standi enn yfir fer vonin um að fleiri...
22.09.2017 - 05:54

Yfir hundrað fórust í jarðskjálfta

Stór jarðskjálfti reið yfir í Mexíkó síðdegis. Á annað hundrað dauðsföll hafa verið staðfest.. Bandaríska jarðfræðistofnunin mældi hann 7,1 en samkvæmt mælingu Jarðfræðistofnunar Mexíkó var hann 6,8. Jarðskjálftinn olli ótta í höfuðborginni,...
19.09.2017 - 18:53

Mikið tjón á Dóminíku

Fellibylurinn María skilur eftir sig mikla eyðileggingu á eynni Dóminíku. María varð fimmta stigs fellibylur skömmu áður en hún skall á eynni en hefur nú minnkað niður í fjórða styrkleika. 
19.09.2017 - 08:14

María í efsta styrkleika

Bandarískir veðurfræðingar segja fellibylinn Maríu nú kominn á efsta styrkleika, eða fimmta stig. María er nú aðeins um 20 kílómetrum aust-suðaustur af eyjunni Dóminíku í Karíbahafinu og nær vindhraði hennar allt að 72 metrum á sekúndu. Óttast er að...
19.09.2017 - 00:20

Fellibylurinn María stefnir á Karíbahaf

Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna fellibylsins Maríu sem stefnir nú á Leewardeyjar á Karíbahafi. Búist er við að María, sem telst fyrsta stig fellibylur, færist í aukana á næstu sólarhringum.
18.09.2017 - 07:38

Barbúda er í eyði eftir Irmu

Fellibylurinn Irma skildi eftir sig þvílíka eyðileggingu á eyjunni Barbúda, að byggð þar hefur lagst í eyði. Í fyrsta sinn í 300 ár býr enginn á Barbúda.
16.09.2017 - 18:22

Japönsk kona nú elst í heimi

Violet Moss-Brown frá Jamaíku, sem varð elsta kona heims fyrr á þessu ári, lést í gær, 117 ára að aldri. Forsætisráðherra Jamaíku staðfestir þetta á Twitter-síðu sinni.
16.09.2017 - 06:32

Fellibylurinn Norma stefnir til Mexíkó

Enn einn fellibylurinn stefnir í áttina að Mexíkó. Norma er nú rúma 400 kílómetra suður af Los Cabos, sem er vinsæll sumarleyfisdvalarstaður. AFP hefur eftir bandarísku fellibyljamiðstöðinni í Miami að vindhraði Normu sé nú um 33 metrar á sekúndu....
16.09.2017 - 05:55

Hætta að gefa upp olíuverð í bandaríkjadölum

Olíuverð í Venesúela var gefið upp í kínverska gjaldmiðlinum yuan í dag, í staða bandaríkjadals áður. Nicolas Maduro, forseti Venesúela tilkynnti í síðustu viku að hann vildi losa efnahag Venesúela við kerfi bandarísku heimsvaldasinnana.
16.09.2017 - 04:12

Stjórnin í Perú fallin

Stjórnarkreppa er komin upp í Perú eftir að ríkisstjórn Pablos Kuczynskis forseta neyddist til að segja af sér eftir ófarir í atkvæðagreiðslu á þingi.
15.09.2017 - 07:50

Kona varaforseti í fyrsta sinn

Öldungadeildarþingmaðurinn Lucia Topolansky er fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta Úrúgvæ. Hún tók við embættinu í gær eftir að Jose Sendic sagði af sér vegna ásakana um spillingu.
14.09.2017 - 06:39

Endurvekja útdauða risaskjaldböku

Yfirvöld í þjóðgarðinum á Galapagos eyjum ætla að rækta tegund risaskjaldbaka sem talið er að hafi dáið út fyrir um 150 árum. Erfðarannsóknir sýna að skjaldbökutegundir sem voru uppgötvaðar síðastliðinn áratug deila svipuðu erfðamengi og þær sem á...
14.09.2017 - 01:17

Óttast fjöldamorð á brasilískum frumbyggjum

Óttast er að allt að tíu íbúar afskekkts þjóðflokks í Amason-frumskóginum hafi verið myrtir af mönnum sem stunda ólöglega gullgröft í skóginum. Yfirvöld rannsaka málið og verður hópur rannsakenda sendur á svæðið.
13.09.2017 - 07:00