Tónlist

Kinder Versions

Hljómsveitin Mammút sendir frá sér sína fjórðu breiðskífu, „Kinder Versions“ og er platan plata vikunnar á Rás 2. Þetta er í fyrsta skipti sem Mammút gefur út plötu sem sungin er á ensku og jafnframt í fyrsta skipti sem sveitin gefur út plötu utan...
17.07.2017 - 07:59

Rokkið er dautt? og aðeins meira Eistnaflug..

Síðasti þáttur var helgaður Eistnaflugi eingöngu og í þessum þætti heyrum við aðeins meira þaðan en líka fullt af nýrri múzík.

Heiður himinn og regnbogi eftir storminn

Tónlistarkonan Kesha sendi á dögunum frá sér nýtt lag, sem er hennar fyrsta í fjögur ár. Fyrir tæpum þremur árum kærði hún framleiðanda sinn, meðal annars fyrir kynferðisofbeldi og hefur síðan staðið í málaferlum við hann og útgáfufyrirtækið, og...
15.07.2017 - 14:47

Söngvar um Svíþjóð

Fjallað verður um Svíþjóð í 3. þætti þáttaraðarinnar „Landaparís“, fim. 20. júlí kl. 14.03. Ótal vinsælir söngvar hafa verið samdir um staði í Svíþjóð, til dæmis þekkja margir óðinn um héraðið Vermaland : „Ack, Värmeland du sköna“ og Glúntasöngva...
14.07.2017 - 17:02

Einfaldara, harðara og mun þyngra

Eldraunir er þriðja hljóðversplata hinnar „nýju“ Dimmu og er hinu magnþrungna en um leið melódíska þungarokki sem hefur aflað henni mikilla vinsælda viðhaldið sem fyrr. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
14.07.2017 - 10:12

„Miles kenndi mér að vera hugrakkur í tónlist“

Bandaríski tónlistarmaðurinn Herbie Hancock er á leið til Íslands. Hann heldur tónleika í Hörpu fimmtudagskvöldið 20. júlí. Ferill listamannsins hófst þegar hann helti sér í líflega djasssenuna í New York upp úr 1960. Síðar tók við samstarf með...
14.07.2017 - 19:30

Reykjavíkurdætur „flippuðu út“ á G-festival

Tónlistarhátíðin G-festival stendur nú yfir í bænum Götu í Færeyjum. Hátíðin, sem haldin er árlega, varr stofnuð árið 2003 með það að markmiði að hrista upp í tónlistarsenu Færeyinga, en bönd hvaðanæva að koma fram, þó flest frá Norðurlöndunum. Mörg...
14.07.2017 - 12:19

Upp með fjörið

Tvær nýjar breiðskífur, ein með The Pogo Problem og önnur frá Árna Jóhannssyni, og ný lög með Júlíu, 666° Norður, Milkhouse, Leó, Mammút, Daða Frey, SigguEy og Sesari A, Kiriama Family, Beebee and the Bluebirds og 200 þúsund naglbítum.
13.07.2017 - 14:40

Jónar á ferð

Hinir ýmsu Jónar komu við í þættinum sl. nótt, s.s.: John Grant, John Fogerty, John Denver og John Legend, ásamt ýmsum öðrum flottum flytjendum. Hér má skoða lagalistann og hlusta á þáttinn.
13.07.2017 - 12:42

Vögguvísurnar

Vögguvísurnar hennar Huldu eru alltaf á sínum stað eftir miðnæturfréttir. Hér má sjá lagalistann frá aðfaranótt miðvikudags og hlusta á þáttinn í heild sinni.
13.07.2017 - 12:27

Rokk-hostel í Berufirði

Þau Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, gjarnan kennd við hljómsveitina Prins Póló, eru bændur að Karlsstöðum við Berufjörð. Þau reka þar lífrænt býli sem og tónleikastað, matstofu, snakkgerð og gistiheimili, auk fjölbreyttrar og lifandi...
12.07.2017 - 16:08

Talsverðar dempur

Jæja, lægðin komin aftur eftir stutt hlé til að minna okkur á að íslenska sumrið er helvítis drasl og þessir landnámsmenn voru vitleysingar. Við látum það nú samt ekki hafa of mikil áhrif á okkur og huggum okkur við nýja indí drullu og huggulega...
12.07.2017 - 20:15

Stúlkan frá Arles í Genf

Tónlistarhátíðin „Musiques en été“ eða „Tónlist að sumri“ fer nú fram í Genf í Sviss og fim. 13. júlí verður flutt í þættinum „Sumartónleikar evrópskra útvarpsstöðva“ hljóðritun frá tónleikum sem fram fóru á hátíðinni 2. júlí. Suisse Romande-...

Stytta Snorra í Reykholti sjötug

Þessa dagana er þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að Norðmenn gáfu Íslendingum styttuna af Snorra Sturlusyni sem stendur í Reykholti í Borgarfirði. Að því tilefni býður Snorrastofa til afmælishátíðar laugardaginn 15. júlí. Ríkisútvarpið mun að...

Söngvar um Írland

Írland verður viðfangsefnið í 2. þætti þáttaraðarinnar „Landaparís“, fim. 13. júlí kl. 14.03. Fluttir verða söngvar sem tengjast ýmsum stöðum á Írlandi, og eru sumir mjög þekktir, eins og t.d. „It´s a long way to Tipperary“ og „The Rose of Tralee“.
12.07.2017 - 15:22