Popptónlist

Nú er ég léttur!

Í þættinum verða leikandi létt íslensk lög sem passa afar vel við sumar og sól, frí og ferðalög.
23.07.2017 - 15:05

Kínverjar banna Bieber

Kanadíska poppgoðið Justin Bieber fær ekki að koma fram í Kína á næstunni. Menningarmálaráðuneyti Kína greinir frá þessu í yfirlýsingu í gær. Þar segir að ráðuneytinu þyki óviðeigandi að hleypa listamönnum upp á svið sem kunna ekki að haga sér...
22.07.2017 - 03:23
Erlent · Asía · Kína · Popptónlist · Tónlist

Bækistöðin Bandcamp

Yfirlit yfir bandcamp-síðurnar: Nýleg lög með Sólveigu Matthildi, Daveeth, Narthraal, Kid Sune, Brynju Bjarnadóttur, Kimono, Indriða, MC Bjór & Blandi, Kavorku, Ýrý, Holdgervlum, Lúnum beinum, Durgi, Agli Sæbjörnssyni, GlerAkri og Mammút.
20.07.2017 - 11:23

Snarpar vindhviður

Það er heldur betur boðið upp á veislu fyrir skilvísa greiðendur útvarpsgjaldsins í kvöld. Það verður að venju boðið upp á snarpar vindhviður og stútfullan Streymis þátt af áhugaverðri tónlist sem hefur glatt tónlistarhjartað á undanförnum vikum.
19.07.2017 - 19:21

Kinder Versions

Hljómsveitin Mammút sendir frá sér sína fjórðu breiðskífu, „Kinder Versions“ og er platan plata vikunnar á Rás 2. Þetta er í fyrsta skipti sem Mammút gefur út plötu sem sungin er á ensku og jafnframt í fyrsta skipti sem sveitin gefur út plötu utan...
17.07.2017 - 07:59

Upp með fjörið

Tvær nýjar breiðskífur, ein með The Pogo Problem og önnur frá Árna Jóhannssyni, og ný lög með Júlíu, 666° Norður, Milkhouse, Leó, Mammút, Daða Frey, SigguEy og Sesari A, Kiriama Family, Beebee and the Bluebirds og 200 þúsund naglbítum.
13.07.2017 - 14:40

Jónar á ferð

Hinir ýmsu Jónar komu við í þættinum sl. nótt, s.s.: John Grant, John Fogerty, John Denver og John Legend, ásamt ýmsum öðrum flottum flytjendum. Hér má skoða lagalistann og hlusta á þáttinn.
13.07.2017 - 12:42

Vögguvísurnar

Vögguvísurnar hennar Huldu eru alltaf á sínum stað eftir miðnæturfréttir. Hér má sjá lagalistann frá aðfaranótt miðvikudags og hlusta á þáttinn í heild sinni.
13.07.2017 - 12:27

Rokk-hostel í Berufirði

Þau Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, gjarnan kennd við hljómsveitina Prins Póló, eru bændur að Karlsstöðum við Berufjörð. Þau reka þar lífrænt býli sem og tónleikastað, matstofu, snakkgerð og gistiheimili, auk fjölbreyttrar og lifandi...
12.07.2017 - 16:08

Talsverðar dempur

Jæja, lægðin komin aftur eftir stutt hlé til að minna okkur á að íslenska sumrið er helvítis drasl og þessir landnámsmenn voru vitleysingar. Við látum það nú samt ekki hafa of mikil áhrif á okkur og huggum okkur við nýja indí drullu og huggulega...
12.07.2017 - 20:15

Eldraunir

DIMMA hefur skipað sér í flokk allra vinsælustu hljómsveita landsins á síðustu árum. Sveitin hefur komið fram á hundruðum tónleika út um allt land og gefið út fjölmargar plötur og mynddiska. Tónleikar Dimmu hafa verið sendir út í sjónvarpi og...
10.07.2017 - 11:34

Dillandi sumartónar

Við höldum áfram að dilla okkur við góða og kunnuglega tóna sem passa vel við sumafrí og ferðalög.
09.07.2017 - 18:06

Fjölbreytni í fyrirrúmi

Ný breiðskífa frá Skurk, stiklað á stóru yfir dagskrá Eistnaflugs 2017, og ný lög frá Foringjunum, Jóni Guðna Sigurðssyni, Góla, Jónínu Ara, Tálsýn, Grúsku Babúsku, Birni L, Unni Söru Eldjárn, Hljómsveitinni Evu , Kríu, og Aroni Hannes og Siris.
06.07.2017 - 13:37

Allhvöss austanátt

Í kvöld kíkjum við á nokkur af bestu lögum ársins 2017 hingað til, samkvæmt NME en þetta aldraða poppblað er enn til og hittir einstaka sinnum nagla á höfuð þrátt fyrir erfiðleika í reksri og ímynd.
06.07.2017 - 10:02

Komdu með inn í nóttina

Hlustendum Rásar 2 er boðið inn í nóttina að loknum miðnæturfréttum þegar ljúfu lögin hennar Huldu fara í loftið. Íslenskar og erlendar perlur frá ýmsum tímum í bland, en allt úr huggulegu deildinni. Hér má hlusta og skoða lagalistann.
04.07.2017 - 20:30