Popptónlist

Bíbí & Blakkát

Plata vikunnar á Rás 2 heitir Bíbí & Blakkát og er frumburður hljómsveitarinnar Blakkát.
18.08.2017 - 11:02

Furðunöfn og fjölbreytni

Ný lög með Bersabea, PoPPaRoFT, InZeros, Mimru, Sigurði Inga, Kalla Tomm, Vio, Aragrúa, Guðna Braga, Náttsól, Sjönu Rut, Orra, Gústa Ragg og Vopnfjörð. Ný plata frá hljómsveit sem kallar sig Zen Lost Chap.
17.08.2017 - 15:28

Lítil og stór lög

Við heyrum lítil og stór lög í þætti næturinnar, byrjum hér heima að venju en drepum svo niður fæti austanhafs- og vestan. Alls kyns huggulegheit fyrir þá sem vaka frameftir. Inn í nóttina á Rás 2 kl. 00:05.
16.08.2017 - 20:30

Skip og híbýli

Fólk er beðið um að koma sér stundvíslega fyrir í híbýlum og skipum, fyrir framan viðtækin í kvöld.Því það verður brjáluð stemmning í Streymi kvöldsins þegar nýtt og nýlegt efni frá hetjum nútíma poppsins verður skotið út í andrúmsloftið frá...
16.08.2017 - 18:32

Dare To Dream Small

Nýjasta plata Hafdísar Huldar Dare to Dream Small kom út í Evrópu þann 28. júlí síðastliðinn. Platan er tekin upp í Stúdíó Suðurá í Mosfellsdal veturinn 2016 - 2017 og um útsetningar og upptökustjórn sá Alisdair Wright. Lögin á plötunni tengjast öll...
15.08.2017 - 11:38

Ástarlög og ljóð

Sumarið er tími brúðkaupanna en tónlistin er oft stór þáttur í giftingarathöfnum. Þáttur dagsins er fullur af fallegum íslenskum ástarlögum.
13.08.2017 - 18:16

Gróska í sumarblíðunni

Ný plata frá Mammút og ný lög með Einari Erni Konráðssyni, Nýríka Nonna, Vopnum, Argument, Seint, GlowRVK ásamt Tinnu Katrínu, Red Robertsson ásamt Stefaníu Svavarsdóttur, Sigurði Inga, M e g e n, Chinese Joplin og PoPPaRoFT.
10.08.2017 - 10:50

Góðar stundir

Það er gott að sofa og þeir sem vilja fara snemma í kvöld geta svo sem gert það eftir Streymi en ættu samt að gæta sín því þátturinn verður mjög hressandi. Það er boðið upp á fullt af nýju efni rétt eins og venjulega þannig að nýjungagjarna fólkið...
09.08.2017 - 20:25

Taylor Swift höfðar mál vegna áreitni

Poppstjarnan Taylor Swift hefur höfðað mál á hendur útvarpsmanninum David Mueller, en réttarhöld í málinu hefjast í dag. Er hinum 55 ára gamla Mueller gert að sök að hafa káfað á Swift á kynningarviðburði árið 2013, þar sem þau stilltu sér upp fyrir...
07.08.2017 - 14:29

Tilfinningar tengdar sambandsslitum

Urges er fyrsta sólóverkefni tónlistarmannsins Ragnars Ólafssonar, en hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í meira en áratug, í hljómsveitum á borð við Árstíðir, Sign, Ask the Slave og Momentum. Tónlistin á Urges [ísl „Hvatir“] er fremur...
07.08.2017 - 09:00

Norðanpaunk 2017

Þátturinn verður tileinkaður hljómsveitunum sem leika á Norðanpaunki 2017. Farið verður yfir dagskránna og leikin tónlist með eins mörgum hljómsveitum og mögulega komast fyrir. Heyrn er sögu ríkari í þessu tilviki.
03.08.2017 - 18:29

Hæg breytileg átt

Já það verður sólríkt og hressandi Streymið okkar í kvöld og fullt af skemmtilegu nýju efni spilað. Þó nokkrir brautryðjendur bransans fá að skína ásamt yngri spámönnum sem eru að stíga fastar inn í frægðarljósið með hverri nýrri plötu.
02.08.2017 - 20:48

Milkywhale

Milkywhale er samstarfsverkefni tónlistarmannsins Árna Rúnars Hlöðverssonar (FM Belfast, Prins Póló, Plúseinn) og söngkonunnar/dansarans Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur. Dúettinn byrjaði að vinna saman sumarið 2015 en upphaflega var ætlunin að...
31.07.2017 - 08:08

Íslensk sumargleði í ágúst

Í þættinum verða leikin lög sem allir þekkja og tengjast komandi stórhátíðum ágústmánaðar. Reimið á ykkur gleðiskóna.
30.07.2017 - 15:12

Justin Bieber aflýsir án útskýringa

Kanadíski söngvarinn Justin Bieber hefur aflýst restinni af tónleikaferð sinni um heiminn, en hann átti 14 tónleika eftir af ferð sem staðið hefur undanfarna 18 mánuði. Engar skýringar hafa fengist á ákvörðun söngvarans, en ýmsar getgátur eru uppi...
25.07.2017 - 12:30