Klassísk tónlist

Sálmar og druslur

Stundum heyrist kvartað undan því að gömul sálmalög séu leiðinleg. Það er ekki á allra vitorði að sumir sálmar frá upphafi siðbótar Lúthers á 16. öld voru samdir við veraldleg lög. Sálmalagið „Þú brúður Kristi kær“ var til dæmis upphaflega söngur um...

Frumflytur trompetverk á ströndinni í Vík

Í dag klukkan 15 mun breski trompetleikarinn Simon Desbruslais frumflytja einleiksverkið VOYAGE/FÖR eftir tónskáldið Deboruh Pritchard á ströndinni í Vík í Mýrdal við listaverkið FÖR sem er eftir Steinunni Þórarinsdóttur.
13.08.2017 - 11:33

270 þúsund horfa á Víking Heiðar

Í hvert skipti sem þú spilar verk eða tón á nýjan leik finnurðu nýjar leiðir til að tjá það frekar en að endurtaka það, segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari í viðtali við New York Times. Hann spilar í fyrsta sinn í New York á Mostly Mozart...

Sungið um Ítalíu

Í sjötta og síðasta þætti þáttaraðarinnar „Landaparís“ verður fjallað um Ítalíu. Enrico Caruso var fæddur í borginni Napoli og í þættinum syngur hann sönginn „L´addio a Napoli“ eftir Cottrau, en Luciano Pavarotti syngur um sína heimaborg, Modena,...
09.08.2017 - 14:57

70 ára afmæli Bach-vikunnar í Ansbach

Á þessu ári er fagnað 70 ára afmæli Bach-vikunnar í Ansbach, en það var árið 1947 sem nokkrir þýskir tónlistarunnendur fengu þá hugmynd að stofna tónlistarhátíð helgaða Johanni Sebastian Bach. Fyrsta Bach-vikan var haldin í Pommersfelden, en árið...

Skotland í söngvum

Skotland verður viðfangsefnið í 5. þætti þáttaraðarinnar „Landaparís“, fim. 3. ágúst kl. 14.03. Meðal annars verða fluttir gamansöngvarnir „I belong to Glasgow“ og „Campbeltown Loch“, en einnig verða fluttir söngvar af alvarlegra tagi, svo sem „Skye...
02.08.2017 - 15:04

Dansað á brúnni í Avignon

Frakkland verður viðfangsefni 4. þáttar í þáttaröðinni „Landaparís“ sem verður á dagskrá fim. 27. júlí kl. 14.03. Meðal annars verður flutt franska þjóðlagið „Sur le pont d´Avignon“ þar sem segir „Á brúnni í Avignon er verið að dansa“  og lesið...
26.07.2017 - 16:10

Söngvar um Svíþjóð

Fjallað verður um Svíþjóð í 3. þætti þáttaraðarinnar „Landaparís“, fim. 20. júlí kl. 14.03. Ótal vinsælir söngvar hafa verið samdir um staði í Svíþjóð, til dæmis þekkja margir óðinn um héraðið Vermaland : „Ack, Värmeland du sköna“ og Glúntasöngva...
14.07.2017 - 17:02

Stúlkan frá Arles í Genf

Tónlistarhátíðin „Musiques en été“ eða „Tónlist að sumri“ fer nú fram í Genf í Sviss og fim. 13. júlí verður flutt í þættinum „Sumartónleikar evrópskra útvarpsstöðva“ hljóðritun frá tónleikum sem fram fóru á hátíðinni 2. júlí. Suisse Romande-...

Stytta Snorra í Reykholti sjötug

Þessa dagana er þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að Norðmenn gáfu Íslendingum styttuna af Snorra Sturlusyni sem stendur í Reykholti í Borgarfirði. Að því tilefni býður Snorrastofa til afmælishátíðar laugardaginn 15. júlí. Ríkisútvarpið mun að...

Söngvar um Írland

Írland verður viðfangsefnið í 2. þætti þáttaraðarinnar „Landaparís“, fim. 13. júlí kl. 14.03. Fluttir verða söngvar sem tengjast ýmsum stöðum á Írlandi, og eru sumir mjög þekktir, eins og t.d. „It´s a long way to Tipperary“ og „The Rose of Tralee“.
12.07.2017 - 15:22

Hver er uppáhalds píanókonsertinn þinn?

EBU, samband evrópskra útvarpsstöðva, stendur fyrir hátíðartónleikum 27. nóvember n.k. í tilefni þess að þann dag eru 50 ár liðin frá því að evrópskar útvarpsstöðvar hófu að sameinast um tónleikaútsendingar.
07.07.2017 - 17:09

Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music

Tónlistarhátíðinni Reykjavík Midsummer Music lauk sunnudaginn 25. júní sl. með glæsilegum lokatónleikum í Eldborgarsal Hörpu og verður hljóðritun frá tónleikunum útvarpað á Rás 1, fimmtudagskvöldið 6. júlí.

Rás 1 á sumartónlistarhátíðum í Evrópu

Í júlí og ágúst býður Rás 1 hlustendum sínum að slást í hóp tónleikagesta á hinum fjölmörgu tónlistarhátíðum sem haldnar eru vítt og breitt um Evrópu á sumrin. Á meðal hátíða sem útvarpað verður frá í sumar má nefna Mozarthátíðina í Würtzburg og...

Klassísk söngtónlist heiðruð í Hafnarborg

„Þetta er sönghátíð í Hafnarborg og þetta er hátíð sem mig langaði mikið að stofna,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, en hún er stofnandi og listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg sem haldin verður dagana 1.-9. júlí. Yfirlýst...
30.06.2017 - 18:25