Leikhúsgagnrýni

Sýning um ekki neitt – skilur ekkert eftir sig

„Verk Annie Baker hefur greinilega upp á margt að bjóða, en ég tel að það hafi ekki komist nægilega vel til skila í þessari uppsetningu Borgarleikhússins,“ segir Guðrún Baldvinsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, um uppsetningu Borgarleikhússins á Ræmunni...

Hrikalega fyndin og raunsæ ræma

„Þetta er svona amerískt leikverk í mjög raunsæjum stíl með þremur sterkum karakterum,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, annar leikhúsrýnir Kastljóss, um Ræmuna eftir Anny Baker í uppsetningu Borgarleikhússins.
18.01.2017 - 14:05

Nýjung í íslensku leikhúsi

Leikhúsgagnrýnandi Víðsjár minnist þess ekki að leikari hafi áður stigið á svið til þess að miðla í trúnaði brotum úr sínu einkalífi með þeim hætti og gert er í einleiknum Hún pabbi, sem nú er sýndur í Borgarleikhúsinu. „Slík meðferð fyrir leikara...
13.01.2017 - 11:39

Falleg, fyndin og mikilvæg sýning

„Sýningin er einlæg en svolítið takmörkuð því hann segir bara sína hlið og hlið föður síns,“ er meðal þess sem Bryndís Loftsdóttir, leikhúsrýnir Menningarinnar, hafði að segja um einleikinn Hún Pabbi sem var frumsýndur í Borgarleikhúsinu um helgina.
11.01.2017 - 10:03

Ábyrgðinni varpað á áhorfendur

Gagnrýnandi Víðsjár, Guðrún Baldvinsdóttir, segir að óþægindatilfinning hafi sótt á hana á leiksýningunni Gott fólk, sem byggð er á samnefndri bók eftir Val Grettisson og er nú sýnd í Þjóðleikhúsinu. Verkið tekst á við spurningar um ofbeldi í...
09.01.2017 - 12:34

Konur í ofbeldisfullri karlaveröld

„Þannig er sagt í upphafi: Þessi sýning fjallar ekki um þroskasögu Sölku heldur um konur í ofbeldisfullri karlaveröld, hvernig þær elska, lifa og deyja,“ er meðal þess sem leikhúsrýnir Víðsjár hefur að segja um Sölku Völku, jólasýningu...
05.01.2017 - 10:49

Umfangsmiklar breytingar á klassísku verki

„Út fer áhorfandinn sjálfur í myrkrið ónæmur fyrir örlögum Óþelló og Desdemónu,“ er meðal þess sem leikhúsrýnir Víðsjár hefur að segja um umdeilda uppsetningu Þjóðleikhússins á Óþelló eftir Shakespeare.
02.01.2017 - 10:53

Fyndin og fáránleg Jólaflækja

Fyndni, ást á leikhúsinu og stundum yfirgengileg vitleysa einkennir barnasýningu Borgarleikhússins, Jólaflækju, að mati Hlínar Agnarsdóttur leiklistargagnrýnanda. Bergur Þór Ingólfsson skrifaði verkið, leikstýrir því og leikur eina hlutverkið í því...
07.12.2016 - 12:09

Varla hægt að gefa börnum betri gjöf

„Klassísk andhetja þekkt úr þöglu myndunum og kómískum myndum samtímans svo sem Mister Bean, barn í líkama fullorðins manns,“ segir María Kristjánsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, um aðalpersónu einleiksins Jólaflækja.
28.11.2016 - 16:03

Hversdagsleikinn í sinni hreinustu mynd

„Þannig brýtur leikhópurinn Kriðpleir upp hið hefðbundna minningasagnaform, og dregur fram þær minningar sem sjaldnast komast á bók,“ segir Guðrún Baldvinsdóttir um sýningu leikhópsins Kriðpleirs, Ævisaga einhvers.

Hvaða hlutverk hefur faðir í nútímasamfélagi?

Guðrún Baldvinsdóttir rýndi í sýningu Pörupilta, Who's the Daddy!, í Tjarnarbíói.
08.11.2016 - 14:14

„Hundrað sinnum betri“ en Ullmann

„Þetta er fallega unnin sýning, af skynsemi, húmor og alúð,“ segir María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, um leiksýninguna Brot úr hjónabandi í Borgarleikhúsinu.
07.11.2016 - 16:03

Að láta allt yfir sig ganga

María Kristjánsdóttir gagnrýnir leiksýninguna Extravaganza í Borgarleikhúsinu:

Fáránleiki samfélagsins og nútímakrísa

Guðrún Baldvinsdóttir gagnrýndi leiksýningarnar Ég vil frekar að Goyja haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti og Suss! fyrir Víðsjá.
25.10.2016 - 15:40

Algjör sigur Þóru Einarsdóttur

„Heilt yfir standa söngararnir sig algjörlega frábærlega,“ sagði Helgi Jónsson, tónlistargagnrýnandi Menningarinnar um sýningu Íslensku óperunnar á Evgení Onégin eftir Pjotr Tsjækofskí. „Tatjana í meðförum Þóru Einarsdóttur var, held ég að ég geti...
25.10.2016 - 13:43