Kvikmyndagagnrýni

Mannleg saga um sorg, missi og eftirsjá

Óskarsverðlaunamynd Kenneth Lonergan, Manchester by the Sea með Casey Affleck í aðalhlutverki, grefur sig inn að beini áhorfenda segir kvikmyndarýnir Lestarinnar. Affleck er stórgóður í hlutverki sínu og handritið sé meistaralega skrifað. „Það...
17.03.2017 - 12:00

Andhetja stranglega bönnuð börnum

Í Logan leikur Hugh Jackman í síðasta skiptið ofurhetjuna Wolverine sem hann hefur túlkað undanfarin 17 ár í X-Men röðinni og eigin myndum. Kvikmyndarýnir Lestarinnar segir að myndin sé allt í senn vegamynd, vestri, hasarmynd, ofurhetjusaga og...
14.03.2017 - 14:25

Loach aldrei verið reiðari sem listamaður

Leikstjórinn Ken Loach hefur líklega aldrei verið reiðari sem listamaður og það skín í gegnum nýjustu mynd hans, I, Daniel Blake, sem er lágstemmd og grípandi ádeila á ómannlegt samfélagskerfi. Reglulega sterk pólitísk táknsaga segir Gunnar Theodór...
01.03.2017 - 18:00

T2 Trainspotting: Nostalgían kjarni sögunnar

T 2 - Trainspotting eftir enska leikstjórann Danny Boyle var frumsýnd á dögunum, en um er að ræða framhald myndarinnar Trainspotting sem naut mikillar hylli á tíunda áratugnum. Gunnar Theodór Eggertsson, gagnrýnandi Lestarinnar, segir það hafa verið...
23.02.2017 - 18:00

Óður til hversdagsleikans

Nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Jims Jarmusch, Paterson, er að mati kvikmyndarýnis Lestarinnar „í senn óður til listsköpunar og óður til hins fagra í því hversdagslega.“
16.02.2017 - 10:51

Stórmerkileg mynd

Þýska kvikmyndin Toni Erdmann eftir leikstjórann Maren Ade naut mikilla vinsælda meðal gagnrýnenda á síðasta ári og rataði meðal annars í eftirsóknarvert toppsætið á árslista tímaritsins Sight and Sound, sem tekur saman toppmyndir frá 163...
15.02.2017 - 18:00

Sjónarspil af allra bestu gerð

Kvikmyndin La La Land í leikstjórn Damiens Chazelle hefur slegið í gegn og er hún tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna. Gunnar Theodór Eggertsson segir að myndin sé mikið listaverk sem tekst að kreista nýja tóna úr gömlum skala.
01.02.2017 - 18:00

Eftirminnileg og ögrandi kvikmyndaupplifun

Nýjasta mynd hollenska leikstjórans Pauls Verhoevens, Elle, hefur vakið mikla athygli, en myndin er nú sýnd á franskri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Gunnar Theodór Eggertsson segir að með myndinni sé Verhoeven aftur kominn í fylkingu mest ögrandi...
01.02.2017 - 18:00

Heimspekilegt ferðalag fallinna presta

„Fyrir þá sem ná tengslum við Þögn er upplifunin gefandi og ferðalag föllnu prestanna sannarlega áhrifaríkt,“ segir Gunnar Theodór Eggertsson um Silence, nýjustu kvikmynd Martins Scorseses, sem fjallar um ofsóknir gegn kristniboðum í Japan á 17. öld...
25.01.2017 - 18:00

Sjaldséð sjónarhorn fer sigurför um heiminn

„Myndin er stílfærð, myndatakan flott og ákveðin naumhyggja ræður ríkjum í formgerðinni, sem gerir dramað enn sterkara þegar það loks brýtur sér leið upp á yfirborðið,“ er meðal þess sem kvikmyndarýnir Lestarinnar hefur að segja um Moonlight sem...
25.01.2017 - 18:00

Saga sögð af miklu næmi

Kvikmyndin Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hefur slegið í gegn hjá íslenskum áhorfendum. Myndin er allt í senn einlæg, næm og opinská að mati Gunnars Theodórs Eggertssonar, kvikmyndarýnis Lestarinnar.
18.01.2017 - 18:00

Hjartasteinn: „Stórkostlega gert á allan hátt“

Hjartasteinn er feikilega áhrifarík kvikmynd um eldsumbrot unglingsáranna og borin uppi af ungum leikhópi sem vinnur stórsigur, að mati gagnrýnenda Menningarinnar.

Rogue One: Star Wars saga sem gengur upp

Nýja Stjörnustriðsmyndin, Rogue One: A Star Wars Story, var frumsýnd vestanhafs í síðustu viku. Aðdáendur hafa beðið myndarinnar í ofvæni og hún hefur nú þegar hlotið góðar viðtökur. Gunnar Theodór Eggertsson telur að myndin setji nýjan tón og sagan...
19.12.2016 - 16:48

Tónlistin er lífið, og lífið er enginn bransi

Tónlistarmaðurinn Iggy Pop er goðsögn í lifanda lífi. Ásamt hljómsveit sinni Stooges ruddi hann brautina á fyrri hluta áttunda áratugarins fyrir pönkbylgjuna sem skall á hinum vestræna heimi fáeinum árum síðar. Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Jim...
19.12.2016 - 09:42

Geimveruinnrás frá sjónarhóli málfræðings

„Arrival er akkúrat það sem aðdáendur vísindaskáldskapar sjá alltof sjaldan í bíó. Djúp, hæg, útpæld, áhugaverð, frumleg og mannleg mynd um ótrúlegt en þó raunsæislegt efni,“ segir Gunnar Theodór Eggertsson, gagnrýnandi, um kvikmyndina Arrival.
17.11.2016 - 18:00