Mynd með færslu

Kosningaréttur í 100 ár

Föstudagurinn 19 .júní 2015 er merkisdagur í sögu þjóðarinnar. Þá fögnum við því að eitthundrað á eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi.  RÚV er með metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá í öllum miðlum sem tileinkuð er afmælinu og stendur fyrir beinum útsendingum frá hátíðahöldunum.

Samhengið við eigið samfélag

Skipuleggjendur jafnréttisráðstefnunnar Í kjölfar Bríetar á Ísafirði telja samhengið við eigið samfélag mjög mikilvægt. Þær telja að fáir þeirra sem sóttu ráðstefnuna, sem var haldin í Ísafjarðarbæ, hefðu sótt sambærilega ráðstefnu annarsstaðar.

Hvað er svona merkilegt við það?

Ný sýning var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands á föstudag, þegar fagnað var 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Sýningin ber yfirskriftina Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár.
24.06.2015 - 09:59

Femínismi ekki bundinn við vinstri vænginn

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yfirmaður UN Women í Tyrklandi segir að femínismi sé ekki eitthvað eitt kenningakerfi sem bundið er við vinstri vænginn í pólitík heldur sjónarhorn á tilveruna.

Þú getur skúrað seinna væna

Edda Jónsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir voru að senda frá sér bókina Frú ráðherra. Þar eru viðtöl við konur sem hafa gengt ráðherraembætti og tilefnið er auðvitað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur

Ári eftir að Kvenréttindafélag íslands var stofnað að heimlili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur hvatti hún til til stofnunar lestofu innan félagsins. Nauðsynlegt væri að efla lestur kvenna og aðgengi þeirra að bókum. í þættinum segir Brynhildur Heiðar - og...
23.06.2015 - 00:25

Þættir tileinkaðir 19. júní

FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ

20:00 RÚV:  Höfundur óþekktur -  Tónlistarsaga kvenna á Íslandi
Í þættinum er staða kvenna í hópi íslenskra tónskálda reyfuð frá landnámi til dagsins í dag. Dagskrárgerð: Dögg Mósesdóttir.

20:55  RÚV: Undarleg ósköp að vera kona
Fjallað er um baráttu íslenskra kvenna fyrir réttarbótum og bættum kjörum í upphafi og á seinni hluta síðustu aldar. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason. Endursýndur 19.6. kl. 12:05.

FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ

10:55 RÁS 1 og RÚV: Hátíðarþingfundur á Alþingi
Bein útsending frá Hátíðarþingfundi á Alþingi.

14:03 RÁS 1: Kvennabaráttan í söngvum (1 af 9) Er ég þá ekki kona?
Fjallað er um kvenréttindabaráttuna frá því í fornöld og til miðbiks 19. aldar. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir

14:05 RÚV: Kjarnakonur í Bandaríkjunum - Upphafið Makers: The Women
Fróðlegur bandarískur heimildaþáttur í þremur hlutum um þá breytingu sem orðið hefur á stöðu bandarískra kvenna á síðustu áratugum og baráttu þeirra til jafnrétts á ýmsum sviðum. Meryl Streep segir söguna en t.d. er rætt við Hillary Rodham Clinton, Ellen DeGeneres og Opruh Winfrey.

15:00 RÚV: Hrafnhildur
Íslensk heimildarmynd þar sem fylgst er með Hrafnhildi sem ákveður að láta leiðrétta kyn sitt. Eftir 26 ára þögn tilkynnti hún fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur, heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Rætt er við nánustu aðstandendur hennar sem og geð- og lýtalækna. Rýnt er í kynleiðréttingarferlið, fordóma samfélagsins, væntingar Hrafnhildar til lífsins og breytta þjóðfélagslega stöðu hennar eftir aðgerð. Dagsrkárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.

15:03  RÁS 1: Fjölbreytt forysta í atvinnulífinu
Rætt er við sérfræðinga og fólk í atvinnulífinu um kynjakvóta stjórnum fyrirtækja á Íslandi. Umsjón: Edda Jónsdóttir.

16:00  RÚV: Hátíðardagskrá á Austurvelli
Bein útsending frá Austurvelli vegna afmælis 100 ára kosningaréttar kvenna.

16:45 RÚV: Höfundur óþekktur  - Tónlistarsaga kvenna á Íslandi
Heimildarþáttur sem sýndur er í aðdraganda hátíðatónleika í Hörpu þann á morgun 19. júní á 100 ára kosningarafmæli kvenna. Í þættinum er staða kvenna í hópi íslenskra tónskálda reyfuð frá landnámi til dagsins í dag. Dagskrárgerð: Dögg Mósesdóttir.

19:00 RÁS 1: Listahátíð í Reykjavík 2015 Magnus Maria
Óperan MagnusMaria eftir Karólínu Eiríksdóttur við texta eftir Katarinu Gäddnäs. Hljóðritun frá sýningu í Þjóðleikhúsin3. júní sl. Umsjón: Ingveldur Ólafsdóttir.

19:45 RÚV: Kastljós – Beint úr Hörpu
Bein útsending úr Hörpu í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Þóra Arnórsdóttir tekur fólk tali og leiðir áhorfendur inní tónlistardagskrá kvöldsins. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.

19:23 RÁS 2 og frá 20:30 á RÚV  Höfundur óþekktur -  Hátíðartónleikar í Hörpu
Bein útsending frá hátíðartónleikum í Hörpu í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Með tónleikunum er verið að heiðra konur í hópi íslenskra tónskálda. Meðal flytjenda eru Ragnhildur Gísladóttir, Dúkkulísurnar, Kolrassa Krókríðandi, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar, Raggi Bjarna o.fl.

20:30 RÁS 1: Gling gló í 25 ár
Pétur Grétarsson fjallar um plötuna Gling gló sem Björk Guðmundsdóttir gerði með Tríói Guðmundar Ingólfssonar árið 1990.

21:50 RÚV: Konur rokka
Íslensk heimildarmynd þar sem saga Dúkkulísanna er rifjuð upp í tali og tónum. Dagskrárgerð: Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ásta Sól Kristjánsdóttir.

22:55 RÚV: Ungfrúin góða og húsið
Íslensk kvikmynd frá árinu 1993 unnin eftir handriti Halldórs Laxness. Kona stelur lausaleiksbarni af systur sinni á Íslandi nálægt aldamótunum 1900 og gefur það vandalausum. Aðalhlutverk: Ragnhildur Gísladóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson.