Klassísk tónlist

Þar efst situr ungmey á gnúpi

"Þar efst situr ungmey á gnúpi með andlitið töfrandi frítt og greiðir í glitklæða hjúpi sitt gullhár furðu sítt…“ Þannig orti Heinrich Heine um hina fögru Lórelei sem sat á kletti við ána Rín og heillaði farmenn með söng sínum svo að þeir...
22.03.2017 - 15:09

Oddur Arnþór Jónsson syngur Schubert

Sönglög eftir Franz Schubert eru á efnisskrá tónleika sem fluttir verða í þættinum „Úr tónlistarlífinu“ sun. 19. mars kl. 16.05. Það er barítónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem syngur, en Somi Kim leikur á píanó. Tónleikarnir fóru fram á vegum...
17.03.2017 - 14:20

Enn ein píanóveislan

Í kvöld leikur ein helsta vonarstjarna tónlistarheimsins, Yevgení Sudbin, píanóleikari, einn af fegurstu píanókonsertum Mozarts, nr. 23 í A-dúr K. 488 með Sinfóníuhljómsveit Íslands. En á síðustu tónleikum sveitarinnar höfum við notið þess að hlýða...
16.03.2017 - 15:26

Nicolai Gedda og Kurt Moll

Fyrir skömmu létust tveir heimsfrægir óperusöngvarar. Tenórsöngvarinn Nicolai Gedda dó 8. janúar, 91 árs að aldri, og bassasöngvarinn Kurt Moll dó 5. mars, 78 ára gamall. Í þættinum "Á tónsviðinu", fim. 16. mars kl. 14.03 verður þeirra...
15.03.2017 - 09:57

Beethoven hringurinn - bein útsending 19:00

Bein útsending frá 67 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hinn rómaði breski píanóleikari Paul Lewis hefur leikinn á Beethoven hringnum með því að flytja tvo píanókonserta tónskáldsins, Konsert nr. 2 í B-dúr og Konsert nr. 3 í c-moll.
09.03.2017 - 15:00

Japan í verkum vestrænna tónskálda

Árið 1867 var heimssýning í París þar sem meðal annars var sýnd japönsk myndlist. Fyrir marga Evrópubúa voru þetta fyrstu kynni af japanskri menningu og talið er að það hafi verið fyrir áhrif frá heimssýningunni sem tónskáldið Camille Saint-Saëns...
08.03.2017 - 14:57

„Fiðlan er svo nálægt hjartanu“

Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna sem afhent voru í Hörpu í gær. Í Víðsjá var rætt við Rut um feril hennar.

Forréttindi að starfa við það sem er kærast

„Ég heyrði spilað á fiðlu í útvarpinu þegar ég var fimm ára gömul. Þar með var ævi mín ráðin og ég hefði ekki getað óskað mér betra ævistarfs,“ sagði Rut Ingólfsdóttir, sem hlaut heiðursverðlaun Samtóns á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld.

Sönglög Áskels Mássonar slá í gegn

Í veröld nýrri var yfirskrift tónleika í Tíbrá, tónleikaröð Salarins í Kópavogi, þar sem tvær af okkar ástsælustu óperu og ljóðasöngvurum, Þóra Einarsdóttir, sópran, og Kristinn Sigmundsson, bassi, sungu einvörðungu sönglög úr smiðju Áskels...
02.03.2017 - 10:25

Ást í meinum í Feneyjum á 18. öld

Árið 1728 gengu tónskáldið Benedetto Marcello og gondólasöngkonan Rosanna Scalfi í ólöglegt hjónaband í Feneyjum. Hjónabandið var ólöglegt vegna þess að Marcello var aðalsmaður og lög í Feneyjum bönnuðu tignum mönnum að giftast lágstéttarkonum....
01.03.2017 - 16:14

Ný og umtöluð ópera á Óperukvöldi útvarpsins

Óperan „The Exterminating Angel“ (Engill útrýmingarinnar) eftir enska tónskáldið Thomas Adès verður flutt á Óperukvöldi útvarpsins fim. 2. mars kl. 19.00. Hér er um nýtt verk að ræða, en óperan var frumflutt á Salzborgarhátíðinni í júlí 2016 og þá...
01.03.2017 - 15:43

Fjöllistamaður og frábær píanóleikari.

Á leið í tónleikasal er rætt við Árna Heimi Ingólfsson listrænan ráðgjafa Sinfóníuhljómsveitar Íslands um píanóleikarann Stephen Hough. Þá er rætt við listamanninn um einleiksverk kvöldsins, Rapsódíu Rachmaninovs um stef eftir Paganini fyrir píanó...
23.02.2017 - 13:16

„Únglingurinn í skóginum“ eftir þrjú tónskáld

Að minnsta kosti þrjú íslensk tónskáld hafa samið tónlist við kvæðið „Únglingurinn í skóginum“ eftir Halldór Laxness: Jórunn Viðar, Karl O. Runólfsson og Ragnar Björnsson. Í þætti Unu Margrétar Jónsdóttur, „Á tónsviðinu,“ fimmtudaginn 23. febrúar kl...
22.02.2017 - 15:12

Strokkvartettinn Siggi frumflytur íslensk verk

Strokkvartettinn Siggi var stofnaður árið 2012 „af ástríðu við það verkefni að spila strengjakvartett“ segja þau sem kvartettinn skipa, en það eru fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, víóluleikarinn Þórunn Ósk...
17.02.2017 - 15:34

Úr og klukkur í tónlist

Sinfónía nr.101 í D-dúr eftir Haydn er kölluð Klukkusinfónían af því að taktfastir tónar í 2. þætti verksins minna á tikk í klukku. Í þættinum „Á tónsviðinu“ fim. 16. feb. kl. 14.03 verður þessi kafli leikinn svo og önnur tónverk þar sem úr og...
15.02.2017 - 15:17