Kjaramál

Tollverðir gagnrýna BSRB fyrir stefnuleysi

Aðalfundur Tollvarðafélags Íslands gagnrýnir BSRB harðlega fyrir stefnuleysi og linkind í kjaraviðræðum undanfarin ár. Í ályktun er BSRB sérstaklega gagnrýnt fyrir framgöngu sína í breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna í vetur.
20.03.2017 - 14:23

Ósátt við mishá laun í sömu störfum

Launakjör starfsfólks sameinaðs embættis sýslumanns höfuðborgarsvæðisins eru ólík þó menn gegni sömi störfum. Formaður SFR gagnrýnir að fjárveitingar til launajöfnunar hafi ekki fylgt með sameiningunni.
17.03.2017 - 12:39

Gylfi: Skrítið að Ragnar vilji ekki taka þátt

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir skrítið að nýkjörinn formaður VR vilji ekki taka sæti í miðstjórn ASÍ, þar sem stefna sambandsins er mótuð og ákvarðanir teknar.
15.03.2017 - 22:50

ASÍ getur ekki lengur treyst á stuðning VR

Forysta Alþýðusambands Íslands getur ekki lengur treyst á stuðning forystu VR, segir Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR. Hann fékk nær tvo þriðju hluta atkvæða í formannskjöri VR. „Mitt framboð var að stórum hluta vantraustsyfirlýsing á...
14.03.2017 - 15:23

Stytta vinnuvikuna í tilraunaskyni

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun og Þjóðskrá hafa verið valin til að taka þátt í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar úr 40 klukkustundum í 36.
10.03.2017 - 16:23

Brotum á launfólki fjölgað mikið

Starfsfólk kjaramáladeildar stéttarfélagsins Eflingar sinnti og sendi út kröfubréf út af 481 launa- og réttindabroti á síðasta ári. Málunum hafði fjölgað um tæp 60 prósent frá fyrra ári.
06.03.2017 - 19:01

Grundvallarumræðu skorti um SALEK

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að aðilar vinnumarkaðarins sem tali mest fyrir SALEK þurfi að setjast niður og velta fyrir sér hvaða ytri aðstæður þurfi að vera til staðar til að uppfylla skandínavískt...
06.03.2017 - 09:23

Sömdu við SFS um skjóta atkvæðagreiðslu

Samninganefnd sjómanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sömdu um að atkvæðagreiðsla kjarasamninganna færi hratt í gegn þegar samningaviðræðum var lokið. Kæra vegna atkvæðagreiðslunnar er komin til lögfræðinga. Formaður kjörstjórnar segir engar...
03.03.2017 - 11:46

„Sýnir lýðræðinu ekki mikla virðingu”

Hópur sjómanna hefur lagt fram kæru vegna framkvæmdar atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna. Þess er krafist að hún verði ógilt í ljósi þess að tímamörk hafi ekki verið virt. Atkvæðagreiðsla fór stundum fram sama dag og samningurinn var kynntur....
02.03.2017 - 16:29

Rafvirkjar vilja segja upp kjarasamningum

Stjórn og trúnaðarráð Félag íslenskra rafvirkja(FÍR) lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Alþýðusambands Íslands (ASÍ) að nýta ekki uppsagnarákvæði kjarasamninga í febrúar síðastliðnum vegna forsendubrests.
02.03.2017 - 11:48

Furðar sig á málflutningi ASÍ og SA

Ef fólki er alvara að koma á bættum samskiptum og vinnubrögðum viðsemjenda á vinnumarkaði þá verða menn að vanda sig í samskiptum. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og furðar sig á málflutningi Alþýðusambandsins og Samtaka...
02.03.2017 - 11:29

„Við semjum öll fyrir okkur sjálf“

„Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að ASÍ og SA eru stórir aðilar á vinnumarkaði, en ef það á að vera samvinna á vinnumarkaði við ríki og sveitarfélög, eins og verið hefur innan SALEK-hópsins, þá verður það að vera á jafnréttisgrundvelli,...
02.03.2017 - 11:12

Svigrúm til hækkana - en mjög lítið

Kjarasamningur sveitarfélaga við kennara sem rennur út á næstunni er innan þess ramma sem SALEK-samkomulagið setur fyrir launahækkanir, segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að kennarar hafi vissulega...
01.03.2017 - 19:25

Ekki farsælt að krukka í úrskurði kjararáðs

Það er geysilega mikið í húfi þegar kemur að því að varðveita stöðugleika og kaupmátt. Þetta segir fjármálaráðherra, sem kallar eftir þjóðarsátt. Hann segir ekki farsælt að krukka í úrskurði kjararáðs.
28.02.2017 - 22:20

Fresta viðbrögðum við forsendubresti

Ein af forsendum kjarasamninga er brostin, segir í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Það sé hins vegar niðurstaða samninganefnda félaganna að fresta viðbrögðum vegna forsendubrests þar til í febrúar 2018. Kjarasamningum...
28.02.2017 - 17:09