Katla

Opið fyrir umferð að Sólheimajökli

Búið er að opna fyrir umferð upp að Sólheimajökli og sömuleiðis fyrir gönguferðir á jökulinn. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákvað að virkja viðbragðsáætlun vegna eldgoss undir Mýrdalsjökli á óvissustig á föstudaginn...
03.10.2016 - 12:47

Rólegt yfir Kötlu

Ekki þykir líklegt að gos sé væntanlegt í Kötlu en aðeins mældust nokkrir smáskjálftar í öskjunni um helgina. Vísindaráð Almannavarna fundar um framhaldið í dag. Sigurdís Björg Jónasdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir hafa verið...
03.10.2016 - 09:36

Katla róleg en áfram fylgst með

Mjög lítil skjálftavirkni hefur verið í Mýrdalsjökli í nótt og morgun og stærsti skjálftinn aðeins af tveir að stærð. Lögreglan fylgist áfram með mannaferðum við veginn að Sólheimajökli sem lokaður hefur verið síðan í fyrrakvöld. Bannað er að ganga...
02.10.2016 - 12:10

Skjálftavirkni hefur minnkað verulega

Skjálftavirkni hefur minnkað verulega í Mýrdalsjökli. Í nótt mældust aðeins tveir skjálftar frá miðnætti. Sá stærri var 2,0 að stærð og mældist hann laust eftir klukkan fimm í nótt. Í gær mældust um tuttugu skjálftar við Kötlu.
02.10.2016 - 10:15

Jökullinn veit ekki hvenær gos er í aðsigi

Farið var í könnunarflug yfir Mýrdalsjökul í dag. Skyggni var ekki gott en vel tókst til við að mæla svæðið þar sem skjálftarnir hafa verið. Magnús Tumi Guðmundsson sagði í viðtali við fréttastofu í kvöldfréttum sjónvarps að engar markverðar...
01.10.2016 - 22:49

Ekki búið þótt dregið hafi úr skjálftum

Skjálftavirkni í Kötlu sem staðið hefur síðustu þrjá sólarhringa er ekki lokið, segir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni, þótt dregið hafi mikið úr skjálftum. 
01.10.2016 - 19:52

Virkni hefur ekki valdið auknu rennsli

Talsvert minni jarðskjálftavirkni er við Kötlu í dag. Um tuttugu skjálftar hafa mælst þar frá miðnætti. Stærstu skjálftarnir voru í nótt, 2,7 að stærð um klukkan þrjú, 2,1 rétt eftir klukkan eitt og 2,0 stuttu eftir klukkan fimm.
01.10.2016 - 17:07

Vísindamenn fjölga mælum við Kötlu

Margir vísindamenn og samstarfsmenn þeirra vinna að því í dag að þétta net mælitækja við og á Mýrdalsjökli svo hægt sé að fá gleggri mynd af virkninni þar. Mælingaflug var flogið í dag í því skyni að athuga hvort jökullinn hafi sigið eða risið.
01.10.2016 - 16:22

Katla: Allt annað í dag en í gær

Allt annað ástand er á skjálftamælum í Mýrdalsjökli í dag en í gær segir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Lítil skjálftavirkni og aðeins einn skjálfti af stærðinni þrír síðan í hádeginu í gær. Flokkar sérfræðinga mæla nú við Mýrdalsjökul bæði...
01.10.2016 - 12:35

Dregur úr skjálftavirkni við Kötlu

Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni við Kötlu í nótt. Frá miðnætti hafa mælst sjö skjálftar, sex þeirra á tæplega hálftíma bili frá því rétt fyrir klukkan eitt til 01:20. Þá mældist einn skjálfti af stærðinni 2,7 klukkan rétt rúmlega þrjú í nótt...
01.10.2016 - 05:19
Mynd með færslu

Vefmyndavél frá Kötlu

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi vegna skjálfta í Mýrdalsjökli. Því hefur RÚV ákveðið að streyma beint frá vefmyndavél sem staðsett er á Háfelli með útsýni yfir Kötlu.
30.09.2016 - 20:16

Skjálftarnir minna á undanfara eldgosa

Jarðskjálftar í Mýrdalsjökli síðustu tvo sólarhringa tengist kvikuvirkni í Kötlu, segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Virknin minni á undanfara eldgosa. Ekki sé þó hægt að slá neinu föstu, hvorki um eldgos eða jökulhlaup. 
30.09.2016 - 19:17

Katla: Civil Protection Uncertainty phase

The National Commissioner of Police and the District Commissioner of Police in South Iceland have declared a Civil Protection Uncertainty phase due to seismic unrest in Katla volcano in Mýrdalsjökull.
30.09.2016 - 18:22

Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi vegna skjálfta í Mýrdalsjökli.
30.09.2016 - 17:57

Powerful earthquakes around Katla volcano

Series of powerful earthquakes are currently striking the area around the volcano Katla in southeastern Iceland. The earthquakes have been ongoing since yesterday morning. According to The Icelandic Meteorological Office the activity increased...
30.09.2016 - 14:01