Athugið / Attention

Live webstreams from Hekla and Katla are temporarily not available due to maintenance.

Bein vefútsending frá Heklu og Kötlu liggur tímabundið niðri vegna viðhaldsvinnu.


Vöktun RÚV á Kötlu í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Mílu.

Háfell er um 9 km austur af Vík í Mýrdal, rétt ofan við þjóðveginn og er tæplega 300 m hátt. Efst á fjallinu er hús og mastur í eigu dreifikerfis RÚV. Fyrir nokkrum árum var þar komið fyrir myndavél til að vakta eldfjallið Kötlu sem er í austurhlíðum Mýrdalsjökuls í um 23 km fjarlægð og sést afar vel frá Háfelli.
Jarðvísindamenn telja að ekki líði á löngu þar til gos verður í Kötlu. Hennar tími er kominn ef svo má segja. Hvar gosið brýst fram undan jöklinum veit enginn en jökulhlaup sem fylgja Kötlugosum geta fallið hvort heldur niður á Mýrdalssand, Sólheimasand, eða í Emstrur og niður á Markarfljótsaurar.
Katla gaus síðast frostaveturinn mikla, 1918, þann 12. okt. Kötlugosum fylgir yfirleitt mikið gjóskufall.
Hugsanlega verða myndir frá vélinni á Háfelli þær fyrstu sem nást af gosinu þegar það verður og gætu gefið vísbendingar um hvar jökulhlaup muni falla. Veður, skyggni og birta ráða þó væntanlega miklu um hve góðar myndir fást af gosinu. Öryggismálanefnd RÚV stóð fyrir uppsetningu myndavélarinnar á Háfelli í samstarfi við Almannavarnir og Mílu sem leggur til netsamband við vélina.