Mynd með færslu

10 ára sænskur meistaraknapi á íslenskum hesti

Hin tíu ára Tekla Petersson frá Hosaby í Blekingehéraði er sænsku barnanna best í því að sitja íslenskan hest. Hún varð Svíþjóðarmeistari barna á aldrinum 10 - 13 ára síðasta haust. Þá sat hún hest móður sinnar, Mugg, en nú stefnir hún að því að verða Svíþjóðarmeistari í fullorðinsflokki á sínum eigin hesti, hinum sjö vetra Hrekki. Michelle Hallberg, dagskrárgerðarkona sænska ríkissjónvarpsins, SVT, heimsótti Teklu og Hrekk til Hoseby á dögunum.
28.03.2017 - 03:48
Mynd með færslu

HK í úrslit - KA knúði fram oddaleik

Tveir leikir voru spilaðir í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki í kvöld. HK sigraði Þrótt frá Neskaupsstað í leik sem lauk 3-2 fyrir HK og eru HK-ingar þar með komnir í úrslit Íslandsmótsins eftir að hafa unnið einvígið 2-0. Á Akureyri náðu heimamenn í KA að tryggja sér oddaleik gegn Stjörnunni eftir 3-2 sigur.
27.03.2017 - 21:49
Mynd með færslu

Guðmundur Harðarson heiðursfélagi í SSÍ

Sundþing sem haldið er árlega samþykkti nú um helgina að Guðmundur Þorbjörn Harðarson yrði gerður að heiðursfélaga í Sundsambandi Íslands.  Áður hafa Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands verið útnefndir heiðursfélagar Sundsambands Íslands
27.03.2017 - 20:00