Íslenski fótboltinn

Fylkir í 2. sætið - Óvænt úrslit í 1. d. kvk.

Fylkir vann öruggan 4-1 sigur á neðsta liði deildarinnar, Leikni F., í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í dag. Einnig fóru fram fjórir leikir í 1. deild kvenna en spennan um sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári harðnar með hverri umferðinni.
19.08.2017 - 17:17

Toppliðin töpuðu

Toppliðin í 1. deild karla og 1. deild kvenna í knattspyrnu töpuðu bæði í kvöld. Í Inkasso deildinni, eins og 1. deild karla heitir, þá gerðu Haukar sér lítið fyrir og unnu topplið Keflavíkur 4-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Á sama tíma vann...
18.08.2017 - 21:08

Pepsi kvenna: Gott kvöld fyrir Þór/KA

Úrslit kvöldsins í Pepsi deild kvenna hefðu vart geta verið hagstæðari fyrir Þór/KA. Liðið situr sem fastast á toppi deildarinnar og er nánast komið með níu fingur á titilinn. Á meðan Þór/KA vann góðan 4-1 sigur í Hafnafirði þá tapaði ÍBV stigum í...

Inkasso deildin: Breiðholtsliðin unnu

Tveir leikir fóru fram í Inkasso deildinni í knattspyrnu í kvöld. Í sex stiga fallbaráttu slag í Breiðholtinu mættust ÍR og Grótta en unnu heimamenn sannfærandi 3-1 sigur. Á Selfossi voru Leiknir Reykjavík í heimsókn. Lokatölur 2-0 þar fyrir gestina...
17.08.2017 - 21:40

FH tapaði fyrir Braga í Kaplakrika

FH mætti portúgalska liðinu Braga í umspili um sæti í Evrópudeildinni í knattspyrnu nú í kvöld. Var þetta fyrri leikur liðanna en fór hann fram í Kaplakrika. Þrátt fyrir að komast yfir þá fékk FH á sig tvö klaufaleg mörk og lokatölur því 2-1 fyrir...
17.08.2017 - 20:19

Kristján Flóki til Start

Framherji Íslandsmeistara FH, Kristján Flóki Finnbogason hefur verið seldur til norska 1.deildarliðsins IK Start. Frá þessu greinir félagið á Twitter síðu sinni í kvöld.
16.08.2017 - 22:38

Fallfnykur yfir Vestmannaeyjum

Víkingur Ólafsvík gerði góða ferð til Vestmannaeyja í kvöld þegar liðið mætti ÍBV í 15. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu.
16.08.2017 - 20:18

Formaður FH með hugmyndir að ráðstöfun auranna

FH á möguleika á tekjum upp á hálfan milljarð króna takist liðinu að slá út Braga frá Portúgal í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en liðin leika fyrri leikinn í Kaplakrika á fimmtudaginn.
15.08.2017 - 23:11

Pepsi deildin: Mikið fjör í leikjum kvöldsins

Það má svo sannarlega segja að það hafi verið hart barist í Pepsi deild karla í kvöld en samtals fóru 24 gul spjöld á loft í kvöld ásamt fjórum rauðum spjöldum. Þó markalaust hafi verið í Vesturbænum þá var nú skorað í öðrum leikjum kvöldsins....
14.08.2017 - 21:43

Stjarnan í úrslit eftir framlengingu

Nú er ljóst að Stjarnan mætir ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli þann 8. september en liðið vann Val í framlengdum leik í Garðabænum nú í kvöld. Lokatölur 1-0 þar sem Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmark leiksins á 113...
13.08.2017 - 18:38

ÍBV í úrslit eftir vítaspyrnukeppni

Mikil dramatík var í Vestmannaeyjum þegar ÍBV og Grindavík mættust í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í dag. Þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá viðureignina en þar var markvörður ÍBV, Adelaide Anne Gay, hetja liðsins og að sjálfsögðu var það...
13.08.2017 - 16:55

ÍBV er bikarmeistari - Sjáðu fagnaðarlætin

ÍBV varð í dag Borgunarbikarmeistari karla í knattspyrnu en liðið vann FH 1-0 á Laugardalsvelli nú rétt í þessu. ÍBV varð síðast bikarmeistari árið 1998 en þá vann liðið Leiftur 2-0. Liðið komst svo loks alla leið í úrslit í fyrra en þá tapaði liðið...
12.08.2017 - 19:52

Keflavík vann toppslaginn

Í kvöld fóru fram fjórir leikir í Inkasso deildinni ásamt því að einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Það verður seint sagt að það hafi verið mikið skorað í kvöld en í þeim fimm leikjum sem fóru fram í kvöld voru aðeins skoruð...
11.08.2017 - 21:09

Markalaust á Akureyri

KA og FH gerðu markalaust jafntefli í Pepsi deild karla í dag en leikurinn var lokaleikur 13. umferðar. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og niðurstaða leiksins verðskulduð.
05.08.2017 - 17:57

Sigrún Ella gengur til liðs við Fiorentina

Sigrún Ella Einarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, hefur gengið til liðs við ítölsku meistarna í Fiorentina og mun hún leika með liðinu í vetur. Hún er mætti til Flórens en hún stóðst læknisskoðun hjá félaginu í gær.