Innlent

Hætt að bjóða fólki með fötlun myndlistarnám

Útlit er fyrir að ekki verði lengur hægt að bjóða fólki með þroskahömlun upp á diplómanám í myndlist. Fjárveiting hefur ekki fengist til að halda námsbrautinni áfram. Fyrsti og þá líklega eini útskriftarhópurinn lýkur námi í vor.
24.04.2017 - 19:23

Halda mótmælum áfram en nemendur mæta á morgun

Breytingar á skólastarfi í Fjallabyggð eru til þess gerðar að bæta námsárangur, sem hefur ekki verið viðunandi, segir forseti bæjarstjórnar. Foreldrar grunnskólabarna mótmæltu breytingunum í dag með því að boða forföll barnanna.
24.04.2017 - 19:10

Segir 5 milljarða niðurskurð blasa við

Samkvæmt fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vantar yfir fimm milljarða króna til Landspítalinn geti sinnt þeim verkefnum sem honum er ætlað, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans.
24.04.2017 - 18:58

Jón Valur sýknaður af ákæru um hatursorðræðu

Jón Valur Jensson var í dag sýknaður af ákæru um hatursorðræðu, í Héraðsdómi Reykjavíkur.
24.04.2017 - 18:54

„Löngu kominn tími til að maðurinn víki“

Forstjóri Samherja telur að Seðlabankastjóri eigi að víkja vegna málatilbúnaðar bankans gegn fyrirtækinu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum.
24.04.2017 - 18:51

Kviknaði í bíl á rauðum ljósum

Eldur kviknaði skyndilega í bíl á Hörgárbraut á Akureyri undir kvöld. Bíllinn er af tegundinni Skoda Octavia, árgerð 2006. Eigandi bílsins segir að það hafi allt í einu kviknaði í bílnum, þegar hann var stopp á rauðum ljósum.
24.04.2017 - 18:38

Norðurþing með Helguvík undir smásjánni

Formaður Byggðarráðs Norðurþings segir engan afslátt verða gefinn af umhverfismálum í framkvæmdum PCC við kísilverksmiðjuna á Bakka. Grant sé fylgst með þróun mála hjá United Silicon á Reykjanesi. Sveitarstjórnarmenn sátu lokaðan fund fyrir páska...
24.04.2017 - 16:12

Stefán Karl búinn með krabbameinsmeðferðirnar

Stefán Karl Stefánsson, leikari, er búinn með krabbameinsmeðferðirnar eftir sex mánaða hrinu. „ Tók í höndina á lækninum í morgun sem staðfesti þetta við mig,“ skrifar Stefán á Facebook í dag en barátta hans hefur vakið mikla athygli, bæði hér heima...
24.04.2017 - 16:56

Unnið úr úttekt á United Silicon

United Silicon í Helguvík vinnur nú úr niðurstöðum úttektar norskra sérfræðinga á orsökum lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni. Verksmiðjan hefur ekki verið gangsett að nýju frá því eldur kom upp í henni á þriðjudag. Umhverfisstofnun hefur tilkynnt...
24.04.2017 - 16:53

Forstjóri Icelandair harðorður í garð ráðherra

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group sem er stærsta fyrirtækið á Íslandi, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna vera tekna að illa athuguðu máli. Röksemdafærslan fyrir henni sé auk þess...
24.04.2017 - 16:39

Óttarr Proppé skammaður fyrir loðin svör

Þingmenn stjórnarandstöðunnar skömmuðu Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, fyrir loðin svör um starfsemi Klíníkurinnar og deiluna milli ráðuneytisins og embætti landlæknis um hvort ráðherra þurfi að gefa leyfi fyrir þeirri starfsemi eða ekki....
24.04.2017 - 15:53

Yngsti þingmaðurinn tekur sæti

Þrír nýir varaþingmenn Viðreisnar taka sæti á Alþingi í dag í fjarveru Jóns Steindórs Valdimarssonar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Jónu Sólveigar Elínardóttur.
24.04.2017 - 15:21

„Ég var kallaður svertingi“

Heimildamynd hefur verið gerð um óvenjulega ævi Hans Jónatans, sem fæddist þræll eyju í Karíbahafi en varð síðar verslunarmaður á Djúpavogi. Niðjar hans eru nú um þúsund talsins um allan heim en afkomendur á Íslandi hafa sumir orðið fyrir aðkasti...
24.04.2017 - 15:37

Ekkert náttúruminjasafn á fjármálaáætlun

Ekki á að byggja hús undir Náttúruminjasafn Íslands næstu fimm árin, samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Það er þvert á samþykkt Alþingis rétt fyrir kosningar.
24.04.2017 - 15:31

Ákveðin stefna að tæma ríkisjarðir

Oddviti Skaftárhrepps gagnrýnir að ríkið hafi tekið sér mörg ár í að móta stefnu um ríkisjarðir. Á meðan fari góðar bújarðir í eyði vegna þess að þær séu ekki auglýstar. Áralangt aðgerðaleysi feli í raun í sér stefnu um að fækka bújörðum.
24.04.2017 - 15:18