Innlent

Komum kolklikkaðar í næsta leik

„Við áttum að fá meira úr þessum leik. Aftur skiljum við allt eftir á vellinum en einhvern veginn fellur þetta ekki með okkur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir sársvekkt eftir tapið gegn Svisslendingum á EM í dag. Hún segir erfitt að kyngja þessu...
22.07.2017 - 18:54

„Mjög skrýtinn leikur“

„Það er sárt að tapa,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 2-1 tapið gegn Sviss. Hann sagði íslenska liðið hafa leikið vel á köflum. „Þetta var mjög skrýtinn leikur. Það var enginn með stjórn á þessum leik. Hann var út um...
22.07.2017 - 18:39

„Auðvitað eigum við séns“

„Ég fer bara upp í boltann og hún líka. Einhvern veginn fórum við bara höfuð í höfuð, ég veit reyndar ekkert hvar boltinn endaði,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eftir leik Íslands og Sviss. Hún og Gaëlle Thalmann, markvörður Sviss, lágu lengi í...
22.07.2017 - 18:32

Aðstoðuðu konu sem slasaðist á göngu

Björgunarsveitarmenn komu konu til aðstoðar þegar hún hrasaði og slasaðist við göngu í Bláhnjúk við Landmannalaugar í dag. Konan gat ekki gengið af sjálfsdáðum eftir slysið og því fóru björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landmannalaugum á vettvang...
22.07.2017 - 15:19

Íslendingar marsera á völlinn

Landsleikur Íslands gegn Sviss á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Leikurinn fer fram í Doetinchem í Hollandi og Íslendingar eru byrjaðir að fylkjast á völlinn eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.
22.07.2017 - 14:56

Dollari yrði frekar fyrir valinu en evra

Ef menn ætluðu að taka upp annan gjaldmiðil en krónuna yrði dollari væntanlega fyrir valinu frekar en evra, segir utanríkisráðherra. Stjórnarstefnan sé þó sú að halda krónunni.
22.07.2017 - 14:44

Hrasaði á Bláhnjúk

Kona slasaðist á göngu í Bláhnjúk við Landmannalaugar í dag og eru björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landmannalaugum komnir konunni til aðstoðar. Konan hrasaði og getur ekki gengið af sjálfsdáðum. Konan hrasaði í þónokkrum bratta og...
22.07.2017 - 13:32

Hagsveifla Evrópu gjörólík þeirri íslensku

Hagsveifa evrusvæðisins undanfarin ár hefur verið gjörólík þeirri íslensku. Tengin krónu og evru hefði falið í sér sameiginlega peningastefnu sem hefði alls ekki hentað hér á landi. Hagfræðiprófessor segir að það krefðist töluvert agaðrar...
22.07.2017 - 12:34

Byggja á þekkingu staðkunnugra við leitina

Þrjátíu sérhæfðir leitarmenn leita nú í Hvítá að Nika Begades, manninum sem féll í Gullfoss í vikunni. Þetta segir björgunarsmaður á svæðinu. Björgunarsveitarmenn byggja á þekkingu staðkunnugra við leitina, sem hefur enn engan árangur borið enn.
22.07.2017 - 12:29

372 börn á framfæri umsækjenda

372 börn eiga foreldra á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Borgarráð hefur samþykkt að skipa starfshóp sem geri úttekt á húsnæðisaðstæðum barna í borginni.   
22.07.2017 - 12:34

Fastir á Grensásdeild vegna húsnæðisskorts

Það kemur ítrekað fyrir á Grensásdeild Landspítalans að ekki er hægt að útskrifa sjúklinga því þeir komast hvergi í húsnæði eftir að meðferð þeirra á sjúkrahúsinu lýkur. Sjúklingar liggja þá stundum vikum eða mánuðum saman á þessum dýrustu...
22.07.2017 - 11:17

Varað við stormi á norðanverðu Snæfellsnesi

Veðurstofan varar við stormi á norðanverðu Snæfellsnesi þegar líður á daginn og fram eftir nóttu. Þar má gera ráð fyrir að vindhviður fari í 25 til 35 metra á sekúndu í dag og fram eftir nóttu. Sérstaklega er tekið fram í stormviðvörun...
22.07.2017 - 11:14

Sást til mannsins reyna að kveikja í mottu

Lögreglan handtók í gær manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bíl fyrir utan sjúkrahúsið Vog í Grafarvogi í Reykjavík seinni partinn í gær. Maðurinn var handtekinn í Breiðholti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að komið hafi verið að...
22.07.2017 - 09:54

Margar konur en lág laun

Ísland er eitt aðeins fjögurra ríkja Efnahags- og framfarastofunarinnar, OECD, þar sem konur eru í helmingi æðri stjórnunarstaða hjá hinu opinbera. Hin ríkin eru Pólland, Grikkland og Lettland. Þetta kemur fram í ritinu Government at a Glance 2017...
22.07.2017 - 08:41

Makríllinn vænn en dreifður

Vikingur AK, uppsjávarskip HB Granda, kom til Vopnafjarðar í gærkvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suð-Austurlandi.
22.07.2017 - 08:19