Birna Brjánsdóttir

Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita sunnudaginn 22. janúar. Hennar hafði verið saknað frá því aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Grænlenskur skipverji af togaranum Polar Nanoq situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um manndráp.

Sarpurinn

Mynd með færslu

Óskarsverðlaunin - samantekt

Academy Awards International
27/02/2017 - 22:20
Mynd með færslu

Veðurfréttir

27/02/2017 - 22:15
Mynd með færslu

Tíufréttir

27/02/2017 - 22:00
Mynd með færslu

Fréttir

28/02/2017 - 00:00
Mynd með færslu

Veðurfregnir

27/02/2017 - 22:05
Mynd með færslu

Fréttir

27/02/2017 - 22:00
Mynd með færslu

Krakkafréttir

27. febrúar 2017
27/02/2017 - 18:50
Mynd með færslu

Undraveröld Gúnda

Amazing world of Gumball
27/02/2017 - 18:31
Mynd með færslu

Skógargengið

Jungle Bunch
27/02/2017 - 18:20

Fréttir

Faðir Birnu: Fjölga verður eftirlitsmyndavélum

Fjölga þarf eftirlitsmyndavélum í miðbænum og bæta gæði þeirra, segir Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur. Orðin lætur hann falla í færslu á Facebook þar sem hann deilir frétt af alvarlegri líkamsárás. Brjánn segir að eftirlitsmyndavélar...

Telur of mikið um notkun einangrunarvistar

Verjandi mannsins sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana segist ekki hafa séð nein rök fyrir því að halda manninum í einangrun vikum saman. Einangrunarvist grunaðra manna í sakamálum var rædd í þættinum Vikulokunum á Rás 1....

Þrjár vikur í að rannsókn á máli Birnu ljúki

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Stefnt er að því að klára rannsóknina á málinu á næstu þremur vikum en niðurstöður úr rannsóknum á þeim lífsýnum sem lögreglan sendi til...

Minntist Birnu og Birgis í ræðu

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla íslands, minntist Birnu Brjánsdóttur og Birgis Péturssonar, sem fórst í snjóflóði í Esjunni fyrir skömmu, í ræðu sem hann flutti við brautskráningu kandídata frá öllum deildum Háskóla Íslands í Háskólabíói í dag.
18.02.2017 - 15:21

Úrskurðaður í gæsluvarðhald í 2 vikur - viðtal

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag manninn, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, í tveggja vikna gæsluvarðhald. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni, segir að farið hafi verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á...

Leiddur fyrir dómara í þriðja sinn

Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness þriðja sinn á einum mánuði klukkan tvö í dag. Lögreglan fer fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum en maðurinn hefur setið í einangrun á...

Vill komast aftur á sjó með Polar Nanoq

Hinn skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi og einangrun í tvær vikur vegna máls Birnu Brjánsdóttur, hleður nú batteríin hjá fjölskyldu og kærustu. Hann hefur hitt sálfræðing vegna fangelsisvistarinnar á Íslandi og dreymir um að komast aftur á sjó...

Skipverjinn var yfirheyrður í morgun

Maðurinn, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, var yfirheyrður í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, staðfestir það í samtali við fréttastofu. Hann segir að engin játning liggi fyrir en vill að öðru leyti ekki tjá sig um...

Bíður enn eftir niðurstöðum úr lífsýnarannsókn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður enn eftir niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum vegna andláts Birnu Brjánsdóttur.

„Verið versti tíminn í sögu Polar Seafood“

Það hefur snert alla hjá útgerðarfyrirtækinu Polar Seafood að einn starfsmaður þess sé grunaður í máli Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Henrik Leth, forstjóri fyrirtækisins, í yfirlýsingu til grænlenskra fjölmiðla. „Síðustu vikur hafa án nokkurs vafa...
11.02.2017 - 11:31

„Einhverjar vikur“ í að rannsókn ljúki

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir að einhverjar vikur séu í að rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur ljúki. „Hversu margar vikur þori ég ekki að segja til um,“ segir Grímur. Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu bana var...

Faðir Birnu: Ekki dæma þjóð af einum manni

Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur sem var ráðinn bani um miðjan janúar, biðlar til fólks að dæma ekki heila þjóð út frá verknaði eins manns. Vísar hann þá til fregna af því að Grænlendingar hafi orðið fyrir aðkasti hér á landi vegna fregna...
09.02.2017 - 12:14

„Yljar hjartanu á sorgarstundu“

Foreldrar og bróðir Birnu Brjánsdóttur vilja þakka fyrir veittan stuðning og framlög í tengslum við útför og erfidrykkju Birnu.
08.02.2017 - 16:51

Dauði Birnu: Vika frá síðustu yfirheyrslu

Enn liggur ekki fyrir hvenær sakborningurinn í rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur verður næst tekinn til yfirheyrslu.  Nú er vika síðan lögreglan yfirheyrði hann, og tæp vika síðan hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Hafa vitað dánarorsök Birnu í nokkurn tíma

Von er á niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur fyrir lok þessarar viku. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn en lögreglan lagði meðal annars hald á muni um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq vegna...