RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Tíu umsóknir bárust um að stýra Áramótaskaupinu

Mynd með færslu
Alls bárust tíu umsóknir um að stýra Áramótaskaupinu. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir að það eigi eftir að verða erfitt að velja úr.

Allnokkrar frambærilegar og spennandi umsóknir hafi borist. „Jafnt frá aðilum sem áður hafa komið að gerð Skaupsins, hefur almennt látið til sín taka með góðu gríni og frá fólki sem hefur ekki áður komið nærri svona verkefnum.“

Hann segir að nú verði farið vandlega yfir allar umsóknir, meta þær og mögulega kalla eftir frekari upplýsingum.  „Stefnt er að því að taka ákvörðun á næstu vikum og ljúka samningum fyrir mitt sumar. Eitt er víst að það verður úr vöndu að ráða. Sem er hið besta mál.“

Auglýst var eftir tillögum frá réttu aðilunum til að taka að sér framleiðslu Áramótaskaupsins í lok maímánuðar.

 

21.06.2017 kl.13:04
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Áramótaskaup, Í umræðunni, Skaupið, umsóknir