RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

RÚV ætlar að stórauka þjónustu við ungt fólk

Mynd með færslu

Ein af stefnuáherslum í nýrri stefnu RÚV til 2021 er ,,Fyrir framtíðina”.

Hún mætir þeirri stóru áskorun að tryggja það að þjónusta RÚV nái til allra aldurshópa, eins og hún á að gera. Í ofgnótt erlends afþreyingarefnis er mikil þörf á íslensku dagskrárefni fyrir börn og ungmenni. RÚV ætlar því að endurhugsa frá grunni þróun, framleiðslu og dreifingu á dagskrárefni og þeim miðlunarleiðum sem yngri kynslóðir kjósa að nota.

Fé verður flutt milli kynslóða með því að auka markvisst það fé sem lagt er í dagskrárefni fyrir aldurshópinn 15-29 ára.  Einnig verður KrakkaRÚV styrkt og gert að sérstakri einingu innan RÚV.

Sumarið 2017 verður ráðinn nýr verkefnastjóri sem hefur það verkefni að sníða þjónustu RÚV í heild að þörfum ungs fólks í samstarfi við ýmsa dagskrárstjóra.

Farin verður svipuð leið og þegar KrakkaRÚV var stofnað, þ.e. hópurinn verður rýndur, kannað hvernig almannaþjónusta annars staðar þjónar þessum hópi og þannig verður hafist handa við að byggja upp dagskrá fyrir þennan hóp.  Horft verður til allra miðlunarleiða en m.a. rýnt hvernig hægt er að bæta þjónustuframboð hljóðefnis.

                                        
Hér má sjá stefnu RÚV til 2021 í heild sinni: www.ruv.is/2021 og fleiri aðgerðir tengdar henni.